Útlitið mjög svart hjá Lakers mönnum eftir enn eitt tapið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 07:31 Anthony Davis gengur niðurlútur af velli en þjálfari hans Frank Vogel fylgist með. AP/Mark J. Terrill Los Angeles Lakers er í enn verri málum í NBA-deildinni í körfubolta eftir úrslitin í nótt. Tap hjá Lakers-liðinu og sigur hjá San Antonio Spurs þýðir að gömlu stjörnurnar í Lakers þurfa nú á kraftaverki að halda í síðustu fjórum leikjunum ætli liðið að komast í umspilið fyrir úrslitakeppnina. Nikola Jokic var með 38 stig, 18 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 129-118 útisigur á Los Angeles Lakers. Þetta var fjórði sigur Denver í síðustu fimm leikjum og kom liðinu upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni. Will Barton var með 25 stig og Aaron Gordon skoraði 24 stig. 38 PTS, 18 REB, 6 AST, 3 STL, 2 BLK Nikola Jokic WENT OFF for 38 points in LA, dropping a HUGE double-double to power the @nuggets to the win! #MileHighBasketball pic.twitter.com/cM4umSMAMW— NBA (@NBA) April 3, 2022 Þetta var sjötti tapleikur Lakers liðsins í röð og liðið hefur nú tapað 28 af síðustu 38 leikjum sínum. Anthony Davis var með og skilaði fínum tölum með 28 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Liðið lék aftur á móti án LeBron James sem var frá vegna meiðsla en hann skoraði 38 stig í leiknum á undan en náði ekki að jafna sig í tíma fyrir leikinn í gær. James er að glíma við ökklameiðsli. James verður nú að spila tvo af síðustu fjórum leikjum til að ná lágmörkunum til að geta orðið stigakóngur deildarinnar í vetur. Jaylen Brown dropped 19 points in the first-half on his way to 32 points and the @celtics win! #BleedGreen@FCHWPO: 32 PTS (12/17 FGM), 7 REB, 5 AST, 2 STL, 4 3PM pic.twitter.com/o0waATpBm9— NBA (@NBA) April 3, 2022 Lakers hefur aðeins náð 21 leik með þá James, Davis og Russell Westbrook alla í búning. Westbrook var með 27 stig í þessum leik og Carmelo Anthony skoraði 17 stig. Það var ekki nóg með að Lakers tapaði heldur varð útlitið enn verra eftir að San Antonio Spurs vann 113-92 sigur á Portland Trail Blazers og náði með því tveggja sigurleikja forskoti á Lakers í baráttunni um síðasta sætið inn í umspil fyrir úrslitakeppnina. Þetta er í raun þriggja leikja forskot því Spurs stendur betur innbyrðis. Dejounte Murray og Jakob Poeltl voru ekki með Spurs liðinu en Keldon Johnson átti stórleik og skoraði 28 stig. Zach Collins var með 18 stig og tók 13 fráköst og Tre Jones var líka með 18 stig. Þetta var sjötti sigur í sjö leikjum hjá San Antonio. 44 PTS, 17 REB, 5 BLK @JoelEmbiid WENT OFF for 44 points and added 5 blocks to lead the @sixers to the win! pic.twitter.com/yUoCajWcf7— NBA (@NBA) April 4, 2022 Joel Embiid var magnaður þegar Philadelphia 76ers vann 112-108 útisigur á Cleveland Cavaliers em hann skoraði 44 stig og tók 17 fráköst. James Harden bætti við þrennu með 21 stigi, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Luka Doncic dealt out a season-high 15 assists to go with his 32 points in the @dallasmavs victory! #MFFL@luka7doncic: 32 PTS, 8 REB, 15 AST, 3 STL pic.twitter.com/t1GICCD4aJ— NBA (@NBA) April 3, 2022 Luka Doncic var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann meistara Milwaukee Bucks 118-112 á útivelli. Giannis Antetokounmpo var með 28 stig og 10 fráköst. Jaylen Brown skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 22 stig þegar Boston Celtics rúllaði yfir Washington Wizards með 42 stiga sigri en þetta var þrettándi sigur liðsins í síðustu sextán leikjum. Kyle Lowry dropped a double-double in his return to Toronto, leading the @MiamiHeat to their 4th-straight win!@Klow7: 16 PTS, 6 REB, 10 AST pic.twitter.com/ttMRIsTBF2— NBA (@NBA) April 4, 2022 Jordan Poole logged his 17th-straight game with 20+ points in the @warriors win! #DubNation22 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/nxoeP14HOD— NBA (@NBA) April 4, 2022 Úrsitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 118-129 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 113-92 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 108-112 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 117-96 Boston Celtics - Washington Wizards 144-102 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 112-118 Indiana Pacers - Detroit Pistons 117-121 Orlando Magic - New York Knicks 88-118 Toronto Raptors - Miami Heat 109-114 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 132-139 Sacramento Kings - Golden State Warriors 90-109 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 119-100 The NBA Standings after Sunday!The 76ers have clinched a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/78Xy2FOlVB— NBA (@NBA) April 4, 2022 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Nikola Jokic var með 38 stig, 18 fráköst og 6 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 129-118 útisigur á Los Angeles Lakers. Þetta var fjórði sigur Denver í síðustu fimm leikjum og kom liðinu upp í fimmta sætið í Vesturdeildinni. Will Barton var með 25 stig og Aaron Gordon skoraði 24 stig. 38 PTS, 18 REB, 6 AST, 3 STL, 2 BLK Nikola Jokic WENT OFF for 38 points in LA, dropping a HUGE double-double to power the @nuggets to the win! #MileHighBasketball pic.twitter.com/cM4umSMAMW— NBA (@NBA) April 3, 2022 Þetta var sjötti tapleikur Lakers liðsins í röð og liðið hefur nú tapað 28 af síðustu 38 leikjum sínum. Anthony Davis var með og skilaði fínum tölum með 28 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum. Liðið lék aftur á móti án LeBron James sem var frá vegna meiðsla en hann skoraði 38 stig í leiknum á undan en náði ekki að jafna sig í tíma fyrir leikinn í gær. James er að glíma við ökklameiðsli. James verður nú að spila tvo af síðustu fjórum leikjum til að ná lágmörkunum til að geta orðið stigakóngur deildarinnar í vetur. Jaylen Brown dropped 19 points in the first-half on his way to 32 points and the @celtics win! #BleedGreen@FCHWPO: 32 PTS (12/17 FGM), 7 REB, 5 AST, 2 STL, 4 3PM pic.twitter.com/o0waATpBm9— NBA (@NBA) April 3, 2022 Lakers hefur aðeins náð 21 leik með þá James, Davis og Russell Westbrook alla í búning. Westbrook var með 27 stig í þessum leik og Carmelo Anthony skoraði 17 stig. Það var ekki nóg með að Lakers tapaði heldur varð útlitið enn verra eftir að San Antonio Spurs vann 113-92 sigur á Portland Trail Blazers og náði með því tveggja sigurleikja forskoti á Lakers í baráttunni um síðasta sætið inn í umspil fyrir úrslitakeppnina. Þetta er í raun þriggja leikja forskot því Spurs stendur betur innbyrðis. Dejounte Murray og Jakob Poeltl voru ekki með Spurs liðinu en Keldon Johnson átti stórleik og skoraði 28 stig. Zach Collins var með 18 stig og tók 13 fráköst og Tre Jones var líka með 18 stig. Þetta var sjötti sigur í sjö leikjum hjá San Antonio. 44 PTS, 17 REB, 5 BLK @JoelEmbiid WENT OFF for 44 points and added 5 blocks to lead the @sixers to the win! pic.twitter.com/yUoCajWcf7— NBA (@NBA) April 4, 2022 Joel Embiid var magnaður þegar Philadelphia 76ers vann 112-108 útisigur á Cleveland Cavaliers em hann skoraði 44 stig og tók 17 fráköst. James Harden bætti við þrennu með 21 stigi, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Luka Doncic dealt out a season-high 15 assists to go with his 32 points in the @dallasmavs victory! #MFFL@luka7doncic: 32 PTS, 8 REB, 15 AST, 3 STL pic.twitter.com/t1GICCD4aJ— NBA (@NBA) April 3, 2022 Luka Doncic var með 32 stig og 15 stoðsendingar þegar Dallas Mavericks vann meistara Milwaukee Bucks 118-112 á útivelli. Giannis Antetokounmpo var með 28 stig og 10 fráköst. Jaylen Brown skoraði 32 stig og Jayson Tatum var með 22 stig þegar Boston Celtics rúllaði yfir Washington Wizards með 42 stiga sigri en þetta var þrettándi sigur liðsins í síðustu sextán leikjum. Kyle Lowry dropped a double-double in his return to Toronto, leading the @MiamiHeat to their 4th-straight win!@Klow7: 16 PTS, 6 REB, 10 AST pic.twitter.com/ttMRIsTBF2— NBA (@NBA) April 4, 2022 Jordan Poole logged his 17th-straight game with 20+ points in the @warriors win! #DubNation22 PTS, 5 REB, 5 AST, 4 3PM pic.twitter.com/nxoeP14HOD— NBA (@NBA) April 4, 2022 Úrsitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 118-129 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 113-92 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 108-112 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 117-96 Boston Celtics - Washington Wizards 144-102 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 112-118 Indiana Pacers - Detroit Pistons 117-121 Orlando Magic - New York Knicks 88-118 Toronto Raptors - Miami Heat 109-114 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 132-139 Sacramento Kings - Golden State Warriors 90-109 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 119-100 The NBA Standings after Sunday!The 76ers have clinched a spot in the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel.https://t.co/xhCSbzNSi7 pic.twitter.com/78Xy2FOlVB— NBA (@NBA) April 4, 2022
Úrsitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 118-129 San Antonio Spurs - Portland Trail Blazers 113-92 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 108-112 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 117-96 Boston Celtics - Washington Wizards 144-102 Milwaukee Bucks - Dallas Mavericks 112-118 Indiana Pacers - Detroit Pistons 117-121 Orlando Magic - New York Knicks 88-118 Toronto Raptors - Miami Heat 109-114 Houston Rockets - Minnesota Timberwolves 132-139 Sacramento Kings - Golden State Warriors 90-109 Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 119-100
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira