„Verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. apríl 2022 12:00 Helena Sverrisdóttir hefur orðið Íslandsmeistari eftir þrjár síðustu úrslitakeppnir, einu sinni sem leikmaður Hauka og tvisvar sem leikmaður Vals. Vísir/Hulda Margrét Úrslitakeppni Subway-deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld með fyrstu leikjunum í undanúrslitaeinvígunum tveimur. Subway Körfuboltakvöld spáð í bæði einvígin í síðasta þætti. Fjölnir er deildarmeistari og mætir Njarðvík í undanúrslitum en þetta hafa verið spútniklið vetrarins í kvennadeildinni. Njarðvíkurliðið var nýliði í deildinni og komst í úrslitakeppni á fyrsta ári en Fjölniskonur unnu fyrsta titil félagsins með því að vinna deildina. Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Hauka í hinni undanúrslitaeinvíginu. Valur vann Hauka í lokaúrslitum í fyrra en Haukarnir unnu Val í lokaúrslitunum 2018. Valsliði hefur unnið tvær síðustu úrslitakeppnir (2019 og 2021) en engin úrslitakeppni fór fram vorið 2020 vegna kórónuveirunnar. Kjartan Atli Kjartansson fór yfir þessi tvö einvígi með sérfræðingum sínum Bryndísi Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Jakobsdóttur og Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar tilvitnanir frá yfirferð þeirra sem og það er hægt að sjá alla yfirferðina í heilu lagi. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Fjölnis og Njarðvíkur Fjölnir (1. sæti) á móti Njarðvík (4. sæti) „Þegar Aliyah Mazyck lendir á móti Aliyuh Collier þá er hún á móti leikmanni sem er aðeins hærri en hún og getur hlaupið virkilega vel með henni. Hún getur samt alltaf fundið einhverjar glufur. Þetta verður virkilega skemmtileg rimma á milli þeirra tveggja,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég enga brjálaða trú á Njarðvíkurliðinu en ég er samt rosalega spennt fyrir þessu. Ég væri mikið til í það að þær komi með þvílíkum krafti,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég held að Njarðvíkurliðið passi best á móti Fjölni því þær eru með þessa stóru leikmenn undir körfunni á móti Dagný,“ sagði Bryndís. „Ég held að Njarðvík sé búinn að vinna þrjá af fjórum innbyrðis leikjum þeirra í vetur. Halldór þarf aðeins að kíkja á það hvort hann geti sett upp eitthvað nýtt til að stríða Njarðvíkurstelpum,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Njarðvík er samt í einhverri niðursveiflu og ég er smá smeyk fyrir þeirra hönd,“ sagði Ingibjörg. „Í einum leikjanna á móti Njarðvík er Dagný Lísa (Davíðsdóttir) með -2 í framlag. Dagný Lísa er ekkert að verða verri í körfubolta en þetta er smá spurning um sjálfstraust og hún þarf að fara upp með hausinn og áfram gakk. Hún er frábær í körfubolta og á ekki að láta Aliyuh Collier eða Lavinu (De Silva) draga úr sér,“ sagði Pálína. „Ef það er einhver draumamótherji fyrir Njarðvíkurstúlkur þá eru það algjörlega Fjölniskonur því þær virðast hafa eitthvað grettistak á þeim,“ sagði Pálína. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Hauka Valur (2. sæti) á móti Haukum (3. sæti) „Þetta verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Það stóra er að Helena er ekki heil. Það mun alltaf koma nýr stór leikmaður inn hjá Val sem getur hlaupið með henni allan tímann. Það verður mjög erfitt fyrir hana,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ásta Júlía (Grímsdóttir) er á siglingu hjá Val núna og það skiptir svo miklu máli. Það verður stanslaust áreiti á Helenu frá öllum þessu stóru leikmönnum,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Það er eins og Helena sé að toppa sig með því að spila 25 mínútur og það er ekki nóg fyrir Haukaliðið,“ sagði Bryndís. „Valskonur eru þéttar undir körfunni. Þó að þær fari ekki í það að tvídekka Helenu þá eru þær alltaf með hendurnar úti, alltaf tilbúnar í hjálparvörn og það verður erfitt fyrir Helenu að vera ein undir körfunni þótt hún fái ekki tvídekkingu“ sagði Bryndís. „Við höfum oft talað um Hallveigu (Jónsdóttur) hjá Val og mér finnst hún eiga helling inni. Hún þarf ekki endilega að vera on en hún þarf samt að taka þátt, bæði andlega og líkamlega í leiknum. Þá finnst mér allir vegir færir fyrir þetta Valslið,“ sagði Pálína. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikur Fjölnis og Njarðvík byrjar klukkan 18.15 en leikur Vals og Hauka klukkan 20.15. Eftir leikinn verður síðan Subway Körfuboltakvöld þar sem báðir leikir kvöldsins verða gerðir upp. Það verður því kvennakarfa á dagskrá frá klukkan 18.05 til 22.40. Subway-deild kvenna Haukar Valur Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Fjölnir er deildarmeistari og mætir Njarðvík í undanúrslitum en þetta hafa verið spútniklið vetrarins í kvennadeildinni. Njarðvíkurliðið var nýliði í deildinni og komst í úrslitakeppni á fyrsta ári en Fjölniskonur unnu fyrsta titil félagsins með því að vinna deildina. Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum Hauka í hinni undanúrslitaeinvíginu. Valur vann Hauka í lokaúrslitum í fyrra en Haukarnir unnu Val í lokaúrslitunum 2018. Valsliði hefur unnið tvær síðustu úrslitakeppnir (2019 og 2021) en engin úrslitakeppni fór fram vorið 2020 vegna kórónuveirunnar. Kjartan Atli Kjartansson fór yfir þessi tvö einvígi með sérfræðingum sínum Bryndísi Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Jakobsdóttur og Pálínu Maríu Gunnlaugsdóttur. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar tilvitnanir frá yfirferð þeirra sem og það er hægt að sjá alla yfirferðina í heilu lagi. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Fjölnis og Njarðvíkur Fjölnir (1. sæti) á móti Njarðvík (4. sæti) „Þegar Aliyah Mazyck lendir á móti Aliyuh Collier þá er hún á móti leikmanni sem er aðeins hærri en hún og getur hlaupið virkilega vel með henni. Hún getur samt alltaf fundið einhverjar glufur. Þetta verður virkilega skemmtileg rimma á milli þeirra tveggja,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef ég á að vera hreinskilin þá hef ég enga brjálaða trú á Njarðvíkurliðinu en ég er samt rosalega spennt fyrir þessu. Ég væri mikið til í það að þær komi með þvílíkum krafti,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Ég held að Njarðvíkurliðið passi best á móti Fjölni því þær eru með þessa stóru leikmenn undir körfunni á móti Dagný,“ sagði Bryndís. „Ég held að Njarðvík sé búinn að vinna þrjá af fjórum innbyrðis leikjum þeirra í vetur. Halldór þarf aðeins að kíkja á það hvort hann geti sett upp eitthvað nýtt til að stríða Njarðvíkurstelpum,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Njarðvík er samt í einhverri niðursveiflu og ég er smá smeyk fyrir þeirra hönd,“ sagði Ingibjörg. „Í einum leikjanna á móti Njarðvík er Dagný Lísa (Davíðsdóttir) með -2 í framlag. Dagný Lísa er ekkert að verða verri í körfubolta en þetta er smá spurning um sjálfstraust og hún þarf að fara upp með hausinn og áfram gakk. Hún er frábær í körfubolta og á ekki að láta Aliyuh Collier eða Lavinu (De Silva) draga úr sér,“ sagði Pálína. „Ef það er einhver draumamótherji fyrir Njarðvíkurstúlkur þá eru það algjörlega Fjölniskonur því þær virðast hafa eitthvað grettistak á þeim,“ sagði Pálína. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Vals og Hauka Valur (2. sæti) á móti Haukum (3. sæti) „Þetta verður rosalega erfitt fyrir Haukana ef Helena er ekki heil,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir. „Það stóra er að Helena er ekki heil. Það mun alltaf koma nýr stór leikmaður inn hjá Val sem getur hlaupið með henni allan tímann. Það verður mjög erfitt fyrir hana,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ásta Júlía (Grímsdóttir) er á siglingu hjá Val núna og það skiptir svo miklu máli. Það verður stanslaust áreiti á Helenu frá öllum þessu stóru leikmönnum,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir. „Það er eins og Helena sé að toppa sig með því að spila 25 mínútur og það er ekki nóg fyrir Haukaliðið,“ sagði Bryndís. „Valskonur eru þéttar undir körfunni. Þó að þær fari ekki í það að tvídekka Helenu þá eru þær alltaf með hendurnar úti, alltaf tilbúnar í hjálparvörn og það verður erfitt fyrir Helenu að vera ein undir körfunni þótt hún fái ekki tvídekkingu“ sagði Bryndís. „Við höfum oft talað um Hallveigu (Jónsdóttur) hjá Val og mér finnst hún eiga helling inni. Hún þarf ekki endilega að vera on en hún þarf samt að taka þátt, bæði andlega og líkamlega í leiknum. Þá finnst mér allir vegir færir fyrir þetta Valslið,“ sagði Pálína. Báðir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikur Fjölnis og Njarðvík byrjar klukkan 18.15 en leikur Vals og Hauka klukkan 20.15. Eftir leikinn verður síðan Subway Körfuboltakvöld þar sem báðir leikir kvöldsins verða gerðir upp. Það verður því kvennakarfa á dagskrá frá klukkan 18.05 til 22.40.
Subway-deild kvenna Haukar Valur Fjölnir UMF Njarðvík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira