Bréf til Svandísar Svavarsdóttur um brotastafsemi, dýraníð og skemmdarverk á ímynd Íslands Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. apríl 2022 08:00 Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Jarðarvinum höfum rekið tvö sakamál gegn forráðamönnum Hvals hf, vegna brota þeirra á reglugerðum fyrir matvælaöryggi við verkun hvals og skilyrðum og ákvæðum hvalveiðileyfa, þar sem sekt forráðamanna félagsins hefur sannast. Er annars vegar um lögreglumál nr. 313-2018-19923 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði í nær áratug brotið ákvæði 2. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 489/2009 um það, að hval skyldi verka undir þaki, í lokuðu rými, til að tryggja hreinlæti og matvælaöryggi, en það var ekki gert, heldur verkað úti, undir berum himni. Refsirammi fyrir þessi brot: Sektir eða fangelsi allt að 2 árum skv. 22. gr. reglugerðarinnar. Hins vegar er um lögreglumál nr. 313-2019-8012 að ræða, þar sem það sannaðist, að Hvalur hf hafði brotið 5. gr. veiðileyfis fyrir árin 2014-2018, um skilaskyldu veiðidagbóka fyrir þetta tímabil, sem félagið virti að vettugi. Því máli var lokið með lögreglustjórasekt í júlí 2020. Það liggur því fyrir, að forveri þinn, Kristján Þór Júlíusson, vann ekki á grundvelli heilinda og góðrar og heiðarlegrar stjórnsýslu, þegar hann veitti Hval hf nýtt og umfangsmikið veiðileyfi fyrir ári 2019-2023, til veiða á allt að 2.130 hvölum, 5. júlí 2019. Skilasvik Hvals hf á veiðidagbókum, skv. veiðileyfi, sem fyrirtækið fékk 5. maí 2014, horfa svona við: Veiðidagbækurnar átti að færa fyrir hvern veiðitúr, og áttu þær að sýna um 16 atriði varðandi staðsetningu, upphaf veiða, framkvæmd veiða, þ.á.m. hversu mörgum skutlum var skotið á hvert dýr, á hversu löngum tíma, hversu mörg dýr gátu rifið sig laus og sluppu, en út frá þessum upplýsingum mátti dæma, hversu skjótur eða langur dauðdagi dýranna hafi verið, hvort þau hafi sloppið illa særð, hvort kýr hafi verið með kálfi, sem var drepinn með, hvort á alfriðaða steypireyði hefði verið skotið, í stað langreyðar, o.s.frv.; hvort flokka mætti veiðar undir dýraníð (sem þær í grundvallar atriðum auðvitað eru). Þessar veiðidagbækur voru einasta gagnið, sem Fiskistofa og ráðuneytið höfðu til aðhalds og eftirlits með því, að rétt og löglega væri staðið að veiðum og ákvæðum veiðileyfis fylgt. Afhending dagbókanna var því algjört skilyrði fyrir veiðileyfinu. Átti að afhenda bækurnar árlega, eftir hvert veiðitímabil. Hvalur hf afhenti hins vegar aldrei eina einustu veiðidagbók fyrir nefnt árabil, þrátt fyrir eftirgangsmuni og kröfugerð Fiskistofu. Á góðri Íslenzku sagt: Hvalur hf gaf skít í Fiskistofu, ráðuneytið og skyldur sínar við þessar stofnanir skv. því veiðileyfi, sem veiðar 2014-2018 byggðu á og Hvalur hf hafði þó samþykkt og staðfest fyrir veiðar. Hefði þetta athæfi Hvals hf auðvitað átt að leiða til afturköllunar leyfa og stöðvun veiða. En í stað þess að afturkalla, veitti Kristjáns Þór Júlíusson Hval hf hærri hvalveiðikvóta en nokkru sinni fyrr, fyrir árin 2019 til 2023, þann 5. júlí 2019, sem teljast verður siðlaus og forkastanleg gjörð, stjórnsýslulegt hneyksli og hneysa fyrir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Við viljum því trúa því og treysta, að þú, Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegsráðherra, hafir snör og heiðarleg handtök með það, að leiðrétta misgjörðir forvera þíns og koma stjórnun hvalveiðimála í rétt, siðlegt og löglegt form, með því að afturkalla gildandi veiðileyfið fyrir 2019-2023 og stöðva þá brotastarfsemi, það dýraníð og þau skemmdarverk á ímynd landsins, sem viðgengist hafa allt of lengi. Loks má minna á, að engin önnur þjóð leyfir veiðar á langreyði, næst stærsta og einhverju þróaðasta spendýri veraldar. Höfundur er stofnandi og formaður Jarðarvina, félagasamtaka um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun