Kallar Pútín stríðsglæpamann en telur ekki að um þjóðarmorð sé að ræða Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. apríl 2022 15:47 President Joe Biden arrives at Fort Lesley J. McNair, Monday, April 4, 2022, as he returns to Washington and the White House after spending the weekend in Wilmington, Del. (AP Photo/Andrew Harnik) AP/Andrew Harnik Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur farið fram á það að Vladímír Pútín Rússlandsforseti verði sóttur til saka fyrir stríðsglæpi sína í Úkraínu og fordæmdi fjöldamorðið í bænum Bucha. Forseti Úkraínu sakar Rússa um þjóðarmorð í bænum en Biden tekur ekki undir það. Í samtali við blaðamenn í dag sagði Biden mikilvægt að sannanir verði færðar fyrir ásökunum til að hægt verði að sakfella í málinu. Aðspurður um hvort hann teldi voðaverkin í Bucha teljast til þjóðarmorðs svaraði Biden þó neitandi, hann teldi að um stríðsglæp væri að ræða. Sjálfur hefur hann ítrekið gefið það út að hann telji Rússa og Pútín hafa gerst seka um stríðsglæpi og hafa Bandaríkin formlega sakað Rússa um stríðsglæpi. Þá munu Bandaríkin beita Rússa frekari refsiaðgerðum sem er verið að undirbúa, að sögn Bidens. Sífellt erfiðara að semja við Rússa Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór til Bucha í morgun og ræddi við íbúa. „Þetta eru stríðsglæpir og verður viðurkennt af alþjóðasamfélaginu sem þjóðarmorð,“ sagði Selenskí í samtali við blaðamenn í bænum. Hann minntist á það við blaðamenn að þrátt fyrir allan hryllinginn passa íbúar Bucha til að mynda upp á það að heimilislaus dýr fái að borða. Hann sagði það einkennandi fyrir Úkraínumenn, að þau komi fram við dýr eins og þau vilja að það sé komið fram við þau, annað en Rússar. Selenskí var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamenn í bænum Bucha í morgun. Getty/Metin Aktas „Þið sjáið hvað hefur verið gert við þennan nútímabæ. Það er einkennandi fyrir rússneska hermenn, að koma verr fram við fólk heldur en dýr,“ sagði Selenskí. Þá sagði Selenskí að hann væri enn opinn fyrir friðaviðræðum með Rússum en að það væri sífellt erfiðara að semja við þá í ljósi áframhaldandi glæpa þeirra. „Við vitum af þúsundum manna sem hafa verið drepnir og pyntaðir, með afskorna útlimi, konum sem hefur verið nauðgað og börnum sem hafa verið myrt,“ sagði Selenskí. Senda inn teymi til að rannsaka glæpi Rússa Evrópusambandið hefur í samráði við Úkraínu skipað teymi til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu af hálfu Rússa en Didier Reynders, framkvæmdastjóri dómsmála hjá Evrópusambandinu, greindi frá þessu fyrr í dag. Teymið mun sjá um að safna sönnunargögnum um glæpi Rússa, meðal annars í Bucha. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddi símleiðis við Selenskí í dag en leiðtogarnir ræddu meðal annars fjöldamorðin í Bucha. Von der Leyen sagði að Evrópusambandið væri tilbúið að senda rannsakendur á svæðið til að safna sönnunargögnum um mögulega stríðsglæpi. Lík manns liggur á jörðinni í Bucha. Hendur hans hafa verið bundnar fyrir aftan bak áður en hann var skotinn í höfuðið.AP/Vadim Ghirda Þá hefur verið kallað eftir því að Rússum verði vikið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði við blaðamenn í Rúmeníu í dag að Bandaríkin munu fara fram á það við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði þátttöku Rússa í ráðinu á þessum tímapunkti vera farsa og að tími sé kominn til að fjarlægja þá. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir með kröfu Thomas-Greenfield. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínuvaktinni hér á Vísi. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Joe Biden Úkraína Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Í samtali við blaðamenn í dag sagði Biden mikilvægt að sannanir verði færðar fyrir ásökunum til að hægt verði að sakfella í málinu. Aðspurður um hvort hann teldi voðaverkin í Bucha teljast til þjóðarmorðs svaraði Biden þó neitandi, hann teldi að um stríðsglæp væri að ræða. Sjálfur hefur hann ítrekið gefið það út að hann telji Rússa og Pútín hafa gerst seka um stríðsglæpi og hafa Bandaríkin formlega sakað Rússa um stríðsglæpi. Þá munu Bandaríkin beita Rússa frekari refsiaðgerðum sem er verið að undirbúa, að sögn Bidens. Sífellt erfiðara að semja við Rússa Volódímír Selenskí, forseti Úkraínu, fór til Bucha í morgun og ræddi við íbúa. „Þetta eru stríðsglæpir og verður viðurkennt af alþjóðasamfélaginu sem þjóðarmorð,“ sagði Selenskí í samtali við blaðamenn í bænum. Hann minntist á það við blaðamenn að þrátt fyrir allan hryllinginn passa íbúar Bucha til að mynda upp á það að heimilislaus dýr fái að borða. Hann sagði það einkennandi fyrir Úkraínumenn, að þau komi fram við dýr eins og þau vilja að það sé komið fram við þau, annað en Rússar. Selenskí var niðurlútur þegar hann ræddi við blaðamenn í bænum Bucha í morgun. Getty/Metin Aktas „Þið sjáið hvað hefur verið gert við þennan nútímabæ. Það er einkennandi fyrir rússneska hermenn, að koma verr fram við fólk heldur en dýr,“ sagði Selenskí. Þá sagði Selenskí að hann væri enn opinn fyrir friðaviðræðum með Rússum en að það væri sífellt erfiðara að semja við þá í ljósi áframhaldandi glæpa þeirra. „Við vitum af þúsundum manna sem hafa verið drepnir og pyntaðir, með afskorna útlimi, konum sem hefur verið nauðgað og börnum sem hafa verið myrt,“ sagði Selenskí. Senda inn teymi til að rannsaka glæpi Rússa Evrópusambandið hefur í samráði við Úkraínu skipað teymi til að rannsaka stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu af hálfu Rússa en Didier Reynders, framkvæmdastjóri dómsmála hjá Evrópusambandinu, greindi frá þessu fyrr í dag. Teymið mun sjá um að safna sönnunargögnum um glæpi Rússa, meðal annars í Bucha. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, ræddi símleiðis við Selenskí í dag en leiðtogarnir ræddu meðal annars fjöldamorðin í Bucha. Von der Leyen sagði að Evrópusambandið væri tilbúið að senda rannsakendur á svæðið til að safna sönnunargögnum um mögulega stríðsglæpi. Lík manns liggur á jörðinni í Bucha. Hendur hans hafa verið bundnar fyrir aftan bak áður en hann var skotinn í höfuðið.AP/Vadim Ghirda Þá hefur verið kallað eftir því að Rússum verði vikið úr mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði við blaðamenn í Rúmeníu í dag að Bandaríkin munu fara fram á það við allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði þátttöku Rússa í ráðinu á þessum tímapunkti vera farsa og að tími sé kominn til að fjarlægja þá. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, hefur tekið undir með kröfu Thomas-Greenfield. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála í Úkraínuvaktinni hér á Vísi.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Joe Biden Úkraína Tengdar fréttir Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Rússneska sendiráðið á Íslandi tekur undir með Moskvu en hvað er rétt? Talsmenn sendiráðs Rússlands á Íslandi hafa tjáð sig um hroðaverkin í Bucha og endurtaka þá línu frá Moskvu að um sé að ræða „ögrun“ af hálfu Úkraínustjórnar. 4. apríl 2022 12:59