Auglýsing á „krísu-útrýmingarsölu“ ekki lögmæt Bjarki Sigurðsson skrifar 4. apríl 2022 16:09 Alan Talib er eigandi Cromwell Rugs ehf.. Aðsend Neytendastofa hefur sektað fyrirtækið Cromwell Rugs ehf. um eina milljón króna fyrir brot á neytendalögum. Félagið var einnig sektað af Neytendastofu í október síðastliðnum, þá um þrjár milljónir króna. Í ákvörðun Neytendastofu segir að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsinga sem Cromwell Rugs birti ítrekað í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Félagið auglýsti þar handofin persnesk teppi og hélt því fram að um væri að ræða „krísu-útrýmingarsölu“. Í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 21. desember kom ekki fram hvert verðið á teppunum væri, einungis að það væri á enn meiri afslætti en það var áður. Stórt X var yfir upprunalega verðinu og gamla afsláttarverðinu. Þá sagði einnig að vöruhúsið væri einungis opið næstu þrjá daga. Neytendastofa gerði athugasemd við þessar fullyrðingar ásamt því að óska eftir sönnun á upprunalegu verði teppanna. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. desember síðastliðinn. Morgunblaðið Töldu auglýsingar ekki varða reglugerðina Í 17. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins er kveðið á um að fyrirtæki sem selji vörur og þjónustu til neytenda skuli merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Cromwell Rugs túlkaði ákvæðið sem svo að það gilti ekki um auglýsingar. Í svari Cromwell til Neytendastofu er því haldið fram að fullyrðingin um þriggja daga opnun væri sönn þrátt fyrir að vöruhúsið hafi opnað að nýju. Til stóð að færa teppin til Akureyrar og opna verslun þar en ekki náðust samningar við staðarblöð um auglýsingar og því hafi verið hætt við opnunina. Þá var ákveðið opna verslunina aftur í Reykjavík. Fullyrðingin hafi því verið byggð á bestu mögulegu upplýsingum á þeim tíma. Fengu fólk til að taka skyndiákvörðun Samkvæmt niðurstöðum Neytendastofu braut Cromwell Rugs lög með því að birta ekki endanlegt verð teppanna og einnig með því að halda því ranglega fram að félagið væri um það bil að hætta verslun. Með því hafi fyrirtækið blekkt neytendur til að taka skyndiákvörðun um kaupin. Cromwell Rugs er því gert að greiða stjórnvaldssekt að einni milljón króna vegna brotsins. Þá er fyrirtækinu einnig bannað að viðhafa viðskiptahættina sem eru tilgreindir í ákvörðuninni. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Í ákvörðun Neytendastofu segir að stofnuninni hafi borist ábendingar vegna auglýsinga sem Cromwell Rugs birti ítrekað í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Félagið auglýsti þar handofin persnesk teppi og hélt því fram að um væri að ræða „krísu-útrýmingarsölu“. Í auglýsingu í Morgunblaðinu þann 21. desember kom ekki fram hvert verðið á teppunum væri, einungis að það væri á enn meiri afslætti en það var áður. Stórt X var yfir upprunalega verðinu og gamla afsláttarverðinu. Þá sagði einnig að vöruhúsið væri einungis opið næstu þrjá daga. Neytendastofa gerði athugasemd við þessar fullyrðingar ásamt því að óska eftir sönnun á upprunalegu verði teppanna. Auglýsingin sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. desember síðastliðinn. Morgunblaðið Töldu auglýsingar ekki varða reglugerðina Í 17. grein laga um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins er kveðið á um að fyrirtæki sem selji vörur og þjónustu til neytenda skuli merkja vöru sína og þjónustu með verði eða sýna það á svo áberandi hátt á sölustaðnum að auðvelt sé fyrir neytendur að sjá það. Cromwell Rugs túlkaði ákvæðið sem svo að það gilti ekki um auglýsingar. Í svari Cromwell til Neytendastofu er því haldið fram að fullyrðingin um þriggja daga opnun væri sönn þrátt fyrir að vöruhúsið hafi opnað að nýju. Til stóð að færa teppin til Akureyrar og opna verslun þar en ekki náðust samningar við staðarblöð um auglýsingar og því hafi verið hætt við opnunina. Þá var ákveðið opna verslunina aftur í Reykjavík. Fullyrðingin hafi því verið byggð á bestu mögulegu upplýsingum á þeim tíma. Fengu fólk til að taka skyndiákvörðun Samkvæmt niðurstöðum Neytendastofu braut Cromwell Rugs lög með því að birta ekki endanlegt verð teppanna og einnig með því að halda því ranglega fram að félagið væri um það bil að hætta verslun. Með því hafi fyrirtækið blekkt neytendur til að taka skyndiákvörðun um kaupin. Cromwell Rugs er því gert að greiða stjórnvaldssekt að einni milljón króna vegna brotsins. Þá er fyrirtækinu einnig bannað að viðhafa viðskiptahættina sem eru tilgreindir í ákvörðuninni. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.
Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03 Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Telja krísu-útrýmingarsölu á perneskum teppum í Kópavogi ekki standast lög Formaður Neytendasamtakanna segir auglýsingu um „krísu-útrýmingarsölu“ á persneskum teppum, sem birtist í aukablaði með Morgunblaðinu í morgun, ólöglega. 2. október 2021 19:03
Alan Talib er í áfalli: Þriggja milljóna króna sekt fyrir ólögmæta teppaauglýsingu Neytendastofa hefur gert Cromwell Rugs ehf. að greiða þriggja milljóna króna stjórnavaldssekt vegna auglýsingar félagsins um „krísu-útrýmingarsölu“ og fullyrðingar tengdar henni. Alan Talib, eigandi félagsins segist hafa verið í áfalli síðan ákvörðunin var birt í dag. 18. október 2021 19:50