Vilja til Rússlands en flykkjast til Íslands í sumar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. apríl 2022 21:01 Laxveiðisumarið fer senn að hefjast á Íslandi. Vorveiði í sjóbirting er þegar komin á fullt. vísir/Jóhann K Ísland er orðið eftirsóttasta laxveiðilandið nú þegar erfitt er að komast til Rússlands að veiða. Það stefnir allt í gott laxveiðisumar í ár. Vorveiðin er komin á fullt og keppast veiðimenn nú við að slíta sjóbirting upp úr ám landsins. „Þetta er allt að byrja. Ég meina menn byrjuðu núna 1. apríl og það byrjaði bara ágætlega í sjóbirtingi víða. Og tíðarfarið gott,“ segir Þröstur Elliðason, eigandi Veiðiþjónustunnar Strengja. Síðustu tvö ár hafa ekki verið upp á marga fiska í laxveiðinni - bókstaflega. En Þröstur segir horfurnar betri nú. Það stefnir allt í gott laxveiðiár. Að minnsta kosti virðist þetta vera árið þar sem óhætt er að seigja að Ísland er eftirsóttasti kosturinn fyrir laxveiðimenn. „Ég held að það sé nokkuð líklegt. Allavega á meðan staðan er svona í Rússlandi,“ segir Þröstur. Ekki um auðugan garð að gresja Salan á veiðileyfum gengur ansi vel hjá flestum leigutökum og nú eru hópar erlendra veiðimanna sem fara venjulega til Rússlands að veiða farnir að bóka veiði á Íslandi. „Já, já, það er eitthvað um það. Þetta er svona rétt að byrja. Við erum aðeins varir við það. Mér heyrist svona á aðilum þarna úti í Rússlandi að þeir hafa hangið í að halda hugsanlegum möguleika opnum en mér skilst að þetta sé nú allt að loka hvað úr hverju þarna uppi í Rússlandi,“ segir Þröstur. Þröstur Elliðason segir Íslendingum hafi fjölgað í laxveiðinni á síðustu árum.vísir/sigurjón Allt stefnir í það að laxveiðiárnar í Rússlandi loki í sumar fyrir ferðamenn frá hinum ýmsu þjóðum. „Og þá er ekkert um auðugan garð að gresja. Ísland og Kólaskagi í Rússlandi hafa verið bestu laxveiðisvæðin. Noregur, Skotland og Kanada... veiðin hefur ekki verið mjög góð þar,“ segir Þröstur. Og aðsóknin virðist ætla að verða meiri en nokkru sinni því til viðbótar við erlenda veiðimenn er auðvitað mikill fjöldi íslenskra veiðimanna. Vinsældir laxveiði hafa nefnilega aukist mjög á Íslandi á allra síðustu árum. „Það má segja að við Covidið hafi margir ekki farið út fyrir landsteina og leitað hérna að afþreyingu innanlands og sú afþreying hefur verið þar á meðal í stangveiðinni. Og við höfum fundið það,“ segir Þröstur. Rússland Stangveiði Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
Vorveiðin er komin á fullt og keppast veiðimenn nú við að slíta sjóbirting upp úr ám landsins. „Þetta er allt að byrja. Ég meina menn byrjuðu núna 1. apríl og það byrjaði bara ágætlega í sjóbirtingi víða. Og tíðarfarið gott,“ segir Þröstur Elliðason, eigandi Veiðiþjónustunnar Strengja. Síðustu tvö ár hafa ekki verið upp á marga fiska í laxveiðinni - bókstaflega. En Þröstur segir horfurnar betri nú. Það stefnir allt í gott laxveiðiár. Að minnsta kosti virðist þetta vera árið þar sem óhætt er að seigja að Ísland er eftirsóttasti kosturinn fyrir laxveiðimenn. „Ég held að það sé nokkuð líklegt. Allavega á meðan staðan er svona í Rússlandi,“ segir Þröstur. Ekki um auðugan garð að gresja Salan á veiðileyfum gengur ansi vel hjá flestum leigutökum og nú eru hópar erlendra veiðimanna sem fara venjulega til Rússlands að veiða farnir að bóka veiði á Íslandi. „Já, já, það er eitthvað um það. Þetta er svona rétt að byrja. Við erum aðeins varir við það. Mér heyrist svona á aðilum þarna úti í Rússlandi að þeir hafa hangið í að halda hugsanlegum möguleika opnum en mér skilst að þetta sé nú allt að loka hvað úr hverju þarna uppi í Rússlandi,“ segir Þröstur. Þröstur Elliðason segir Íslendingum hafi fjölgað í laxveiðinni á síðustu árum.vísir/sigurjón Allt stefnir í það að laxveiðiárnar í Rússlandi loki í sumar fyrir ferðamenn frá hinum ýmsu þjóðum. „Og þá er ekkert um auðugan garð að gresja. Ísland og Kólaskagi í Rússlandi hafa verið bestu laxveiðisvæðin. Noregur, Skotland og Kanada... veiðin hefur ekki verið mjög góð þar,“ segir Þröstur. Og aðsóknin virðist ætla að verða meiri en nokkru sinni því til viðbótar við erlenda veiðimenn er auðvitað mikill fjöldi íslenskra veiðimanna. Vinsældir laxveiði hafa nefnilega aukist mjög á Íslandi á allra síðustu árum. „Það má segja að við Covidið hafi margir ekki farið út fyrir landsteina og leitað hérna að afþreyingu innanlands og sú afþreying hefur verið þar á meðal í stangveiðinni. Og við höfum fundið það,“ segir Þröstur.
Rússland Stangveiði Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira