Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2022 21:30 Hundur stendur við hlið sex brenndra líka í Bucha. AP Photo/Felipe Dana Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. Zelesnskyy Úkraínuforseti sagði í dag að hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd allra þeirra sem daglega syrgðu ástvini sína eftir stríðsglæpi Rússa sem væru þeir verstu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann sýndi fulltrúum ráðsins myndir frá Bucha og Irpin þar sem hundruð kvenna, barna og karla voru limlest og myrt meðhrottafengnum hætti. Vólódímír Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/John Minchillo Forsetinn hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að afnema verði neitunarvald stórvelda í öryggisráðinu og draga alla þá sem framið hafi stríðsglæpi í Úkraínu fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Það ætti reka Rússa úr öryggisráðinu svo þeir gætu ekki stoppað ályktanir gegn eigin glæpum. „Við höfum óhrekjandi sannanir. Við höfum gervihnattamyndir og getum rannsakað málið til hlítar. Við höfum áhuga á því. Við viljum fullan aðgang fréttamanna og starfa óhindrað með alþjóðastofnunum. Við viljum aðkomu alþjóðaglæpadómstólsins. Við viljum fá allan sannleikann upp á borðið og draga menn til ábyrgðar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu til öryggisráðsins í dag. Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Lev Radin/Getty Vassily Nebenzia sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því blákalt fram á fréttamannafundi í dag að undir hernámi Rússa hafi íbúar Bucha verið frjálsir ferða sinna og getað tekið myndir og sett á samfélagsmiðla. Hann þvaðraði áfram um nasistastjórn í Kænugarði sem hefði sviðsett fjöldamorðin til að kenna Rússum um voðavek Úkraínumanna. „Hugsanlegt markmið þessarar ögrunar er hræðilegt og minnir á martraðir nasismans frá síðari heimstyrjöldinni,“ sagði sendiherrann. Forseti Úkraínu hafi gefið í skyn þegar hann heimsótti Bucha að þessar fölsuðu aðstæður yrðu notaðar sem átylla. „Með þessu staðfesti hann að stjórnin í Kænugarði telur þjóðarmorð vera aðferð í stríði. Nú hafa þjóðernissinnarnir fengið átyllu til að fremja fjöldamorð ásaklausum úkraínskum borgurum og aflífa þá sem svikara,“ sagði sendiherrann og bergmálar þar innihaldslausar fullyrðingar Putins til heimabrúks í sjónvarpsstöðvum sem allar eru undir hælnum á einræðisherranum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greindi frá nýjum refsiaðgerðum í dag. Öllum rússneskum skipum verður bannað að koma til hafnar í Evrópuríkjunum með örfáum undantekningum varðandi flutning nauðsynja og hjálpargagna, innflutningsbann sett á vörur allt frá timbri til lax og fleira. „Við munum leggja bann við kolainnflutning frá Rússlandi að andvirði fjögurra milljarða evra á ári,“ sagði von der Leyen. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Zelesnskyy Úkraínuforseti sagði í dag að hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd allra þeirra sem daglega syrgðu ástvini sína eftir stríðsglæpi Rússa sem væru þeir verstu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Hann sýndi fulltrúum ráðsins myndir frá Bucha og Irpin þar sem hundruð kvenna, barna og karla voru limlest og myrt meðhrottafengnum hætti. Vólódímír Zelenskyy Úkraínuforseti ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag.AP/John Minchillo Forsetinn hvatti aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að afnema verði neitunarvald stórvelda í öryggisráðinu og draga alla þá sem framið hafi stríðsglæpi í Úkraínu fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Það ætti reka Rússa úr öryggisráðinu svo þeir gætu ekki stoppað ályktanir gegn eigin glæpum. „Við höfum óhrekjandi sannanir. Við höfum gervihnattamyndir og getum rannsakað málið til hlítar. Við höfum áhuga á því. Við viljum fullan aðgang fréttamanna og starfa óhindrað með alþjóðastofnunum. Við viljum aðkomu alþjóðaglæpadómstólsins. Við viljum fá allan sannleikann upp á borðið og draga menn til ábyrgðar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu til öryggisráðsins í dag. Vassily Nebenzia er fastafulltrúi Rússa í öryggisráði sameinuðu þjóðanna. Lev Radin/Getty Vassily Nebenzia sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum hélt því blákalt fram á fréttamannafundi í dag að undir hernámi Rússa hafi íbúar Bucha verið frjálsir ferða sinna og getað tekið myndir og sett á samfélagsmiðla. Hann þvaðraði áfram um nasistastjórn í Kænugarði sem hefði sviðsett fjöldamorðin til að kenna Rússum um voðavek Úkraínumanna. „Hugsanlegt markmið þessarar ögrunar er hræðilegt og minnir á martraðir nasismans frá síðari heimstyrjöldinni,“ sagði sendiherrann. Forseti Úkraínu hafi gefið í skyn þegar hann heimsótti Bucha að þessar fölsuðu aðstæður yrðu notaðar sem átylla. „Með þessu staðfesti hann að stjórnin í Kænugarði telur þjóðarmorð vera aðferð í stríði. Nú hafa þjóðernissinnarnir fengið átyllu til að fremja fjöldamorð ásaklausum úkraínskum borgurum og aflífa þá sem svikara,“ sagði sendiherrann og bergmálar þar innihaldslausar fullyrðingar Putins til heimabrúks í sjónvarpsstöðvum sem allar eru undir hælnum á einræðisherranum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins greindi frá nýjum refsiaðgerðum í dag. Öllum rússneskum skipum verður bannað að koma til hafnar í Evrópuríkjunum með örfáum undantekningum varðandi flutning nauðsynja og hjálpargagna, innflutningsbann sett á vörur allt frá timbri til lax og fleira. „Við munum leggja bann við kolainnflutning frá Rússlandi að andvirði fjögurra milljarða evra á ári,“ sagði von der Leyen.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Sjá meira
Skelfilegir stríðsglæpir koma í ljós Alþjóðleg mannréttindasamtök segja ljóst að rússneskir hermenn hafi framið ýmsa stríðsglæpi í Úkraínu. Hræðilegar sögur berast frá íbúum þeirra svæða sem Rússar hafa horfið frá. 3. apríl 2022 12:39
Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði