Körfubolti

Kári Jónsson: Gott að geta verndað heimavöllinn

Árni Jóhannsson skrifar
Kári Jónsson átti gríðarlega góðan leik í kvöld og komst oft upp að körfu Stjörnumanna
Kári Jónsson átti gríðarlega góðan leik í kvöld og komst oft upp að körfu Stjörnumanna Bára Dröfn Kristinsdóttir

Kári Jónsson skoraði 21 stig fyrr í kvöld þegar Valsmenn náðu forystu í einvíginu við Stjörnuna í átta liða úrslitum Subway deildarinnar í körfuknattleik. Leikið var að Hlíðarenda og unnu Valsmenn 90-85 sigur í hörkuleik. Kári var m.a. ánægður með sóknarleik sinna manna í kvöld.

„Við getum algjörlega verið sáttir með sóknarleikinn í kvöld. Við skorum meira en þeir og getum verið ánægðir. Það skiptir ekki máli hvernig þau koma en þetta var flottur leikur og við erum ánægðir með að vernda heimavöllinn eins og menn segja.“

Kári fann sig vel í kvöld og var hann spurður út í það hvort það væri eitthvað sérstakt sem hann gerði á milli leikja.

„Nei nei, maður mætir bara ákveðinn og reynir að vera aggressívur. Þetta er úrslitakeppnin og maður er búinn að vera með smá spennu í líkamanum og þetta er mjög gaman.“

Talandi um spennu þá var Kári spurður út í það hvort það skipti máli fyrir leikmenn að byrja vel einmitt til að láta sér líða betur og vinna spennuna úr líkamanum. Það má segja að Valsmönnum hafi tekist það en þeir unnu fyrsta leikhlutann 28-18.

„Algjörlega. Það spilar risapart í þessu. Við erum með menn sem þekkja þetta mjög vel og kunna að höndla stressið og undirbúa sig undir svona leiki.“

Kári sá ekkert í fljótu bragði hvað væri hægt að laga í leik sinna manna svo fljótt eftir að leik lauk.

„Það er erfitt að segja svona strax eftir leikinn. Við eigum eftir að fara yfir leikinn og sjá hvað er hægt að laga.“

Að lokum var Kári spurður út mikilvægi þess að reyna að stöðva Robert Eugene Turner III.

„Þegar þú ert að spila við Stjörnuna þá er hann það stór partur af leik þeirra að maður reynir að sjálfsögðu að hægja á honum. Það er samt erfitt. Hann er frábær leikmaður og setur oft körfur sem maður er í sjokki yfir. Við reynum hinsvegar bara að hægja sem mest á honum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×