„Það var engin virðing borin fyrir mannslífum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. apríl 2022 12:12 Úr húsi sem rússneski herinn lagði undir sig. Óskar Hallgrímsson Íslendingur segir eyðileggingu og ummerki eftir nauðganir og morð hafa blasað við þegar hann heimsótti bæinn Bucha í útjaðri Kænugarðs í gær. Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu. Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Vestræn ríki undirbúa nú hertar refsiaðgerðir vegna innrásar Rússa og vopnasendingar eftir að Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði umheiminum hafa mistekist að stöðva innrásina. Rússar hafa hert sókn sína í austurhluta landsins og hafa þúsundir íbúa þar lagt á flótta. Stjórnvöld hafa hvatt íbúa í Luhansk héraði að flýja þaðan. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari býr í Kænugarði en í gær fór hann ásamt hópi fólk til bæjarins Bucha sem er við útjaðar borgarinnar. Bærinn er nýsloppinn úr klóm Rússa en eftir að rússneskir hermenn hörfuðu tóku að berast fréttir af hryllilegri meðferð þeirra á íbúum bæjarins. Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði.Stöð 2 „Við keyrum inn í borgina. Það fyrsta sem blasir við að það er bara allt ónýtt. Svakalega mikil eyðilegging og það sem mér fannst mjög erfitt að sjá er að það var mikið af fólksbílum og erfitt að sjá að til dæmis var einn bíll sem ég sá sem var sundurskotinn.“ Óskar segir engu hafa skipt þótt staðið hafi á bílunum að börn væru inni í þeim. Hermennirnir hafi skotið á þá engu að síður. Þá segir hann hópinn hafa komið að fjöldagröfum. „Við hittum manneskju þarna sem var lókal og hún útskýrði fyrir okkur það að þessar fjöldagrafir voru grafnar af fólki í borginni. Ekki af Rússum. Þetta var grafið af fólki í borginni til þess að koma líkum af götunum af því að fólk var bara skotið úti á götum. Það var engin virðing borin fyrir mannslífum.“ Hópurinn fór um bæinn og fór meðal annars inn í nýleg fjölbýlishús sem rússneskir hermenn notuðu á meðan á dvöl þeirra stóð. Á meðal þess sem Óskar sá þar inn var kynlífsdúkka. „Hún lá þarna á gólfinu og það var búið að setja poka yfir hausinn á henni. Þegar ég er að skoða þetta og taka myndir af þessu þá kemur kona þarna sem að var lókal og hún segir við mig þetta er það sem þeir gerðu við konurnar hér. Bara þetta nákvæmlega. Nauðguðu þeim og settu poka yfir hausinn á þeim og drápu þær og hún sagði að í þessari byggingu þá hefði tíu ára stelpa lent í þessu.
Íslendingar erlendis Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50 Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Vaktin: Forseti leiðtogaráðs ESB vill veita rússneskum liðhlaupum hæli Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 6. apríl 2022 17:50
Úkraínuforseti vill Rússa út úr öryggisráðinu og draga þá fyrir stríðsglæpadómstól Forseti Úkraínu hvetur til þess að Rússar verði reknir úr öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir stríðsglæpi og Evrópusambandið ætlar að banna innflutning á kolum frá Rússlandi og skipum þaðan að koma til evrópskra hafna. 5. apríl 2022 21:30