Lárus: Tekur á að spila gegn Ronny Smári Jökull Jónsson skrifar 6. apríl 2022 23:30 Þórsarar tryggðu sér sigurinn í kvöld með góðum lokafjórðungi. Vísir/Bára Dröfn „Við spiluðum betri vörn og hittum úr sniðskotum,“ sagði Lárus Jónsson þegar hann var spurður að því hvað hans menn í Þór hefðu gert betur undir lokin í leiknum gegn Grindavík en góður lokafjórðungur gerði gæfumuninn fyrir heimamenn í kvöld. „Ég held það hafi verið einhver sex eða sjö sniðskot sem við brenndum af. Við vorum svolítið að flýta okkur, þegar við vorum komnir fimm stigum undir þá var eins og himinn og jörð væru að farast og við ætluðum að redda málunum aðeins of hratt. Flýttum okkur á hringinn og klúðruðum þessum skotum,“ sagði Lárus þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Þórsarar voru undir lengi vel og það þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu á köflum verið afar mistækir í sókninni og tapað mörgum boltum. „Við náðum einhverjum auðveldum körfum útaf þessum töpuðu boltum. Vörnin var lek hjá okkur í fyrri hálfleik, við vorum að skilja Kidda (Kristin Pálsson) eftir því við vorum að hjálpa of mikið á sterku hliðinni.“ „Þetta voru grundvallarhlutir en mér finnst þetta góður karakter hjá okkur að klára leikinn. Við vorum að frákasta vel og fá tvöfaldan séns og svo náðum við góðum varnartakti í fjórða leikhluta. Það var erfitt fyrir þá að skora og þeir skoruðu svona einhverjar ævintýrakörfur.“ Ivan Aurrecoechea var að valda Þórsurum vandræðum lengi vel en menn Lárusar náðu að loka vel á hann í fjórða leikhlutanum. „Hann er frábær leikmaður og er rosalega sterkur. Það tekur á að spila á móti Ronny (Ronaldas Rutkauskas) þannig að einhvern tíman verður hann þreyttur,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. 6. apríl 2022 22:31 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
„Ég held það hafi verið einhver sex eða sjö sniðskot sem við brenndum af. Við vorum svolítið að flýta okkur, þegar við vorum komnir fimm stigum undir þá var eins og himinn og jörð væru að farast og við ætluðum að redda málunum aðeins of hratt. Flýttum okkur á hringinn og klúðruðum þessum skotum,“ sagði Lárus þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í kvöld. Þórsarar voru undir lengi vel og það þrátt fyrir að Grindvíkingar hefðu á köflum verið afar mistækir í sókninni og tapað mörgum boltum. „Við náðum einhverjum auðveldum körfum útaf þessum töpuðu boltum. Vörnin var lek hjá okkur í fyrri hálfleik, við vorum að skilja Kidda (Kristin Pálsson) eftir því við vorum að hjálpa of mikið á sterku hliðinni.“ „Þetta voru grundvallarhlutir en mér finnst þetta góður karakter hjá okkur að klára leikinn. Við vorum að frákasta vel og fá tvöfaldan séns og svo náðum við góðum varnartakti í fjórða leikhluta. Það var erfitt fyrir þá að skora og þeir skoruðu svona einhverjar ævintýrakörfur.“ Ivan Aurrecoechea var að valda Þórsurum vandræðum lengi vel en menn Lárusar náðu að loka vel á hann í fjórða leikhlutanum. „Hann er frábær leikmaður og er rosalega sterkur. Það tekur á að spila á móti Ronny (Ronaldas Rutkauskas) þannig að einhvern tíman verður hann þreyttur,“ sagði Lárus að lokum.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. 6. apríl 2022 22:31 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Grindavík 93-88 | Góður endasprettur Þórsara tryggði þeim sigur í fyrsta leik Þór Þorlákshöfn er komið í 1-0 gegn Grindavík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar eftir sigur í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík leiddi á löngum köflum en heimamenn sigu fram úr í lokafjórðungnum. 6. apríl 2022 22:31