Fá milljónir frá ríkinu vegna ofrukkunar á eftirlitsgjaldi á raftæki Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2022 10:34 Verslun ELKO í Lindum í Kópavogi. Myndin er úr safni. Vísir/Egill Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að endurgreiða ELKO tæpar nítján milljónir króna, auk vaxta og dráttarvaxta, vegna of hárrar skattainnheimtu vegna sérstaks eftirlitsgjalds á raftæki þar sem ekki hafði verið sýnt fram á eftirlitsvinna hafi verið í samræmi við gjöld. Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni. Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Dómurinn féll í síðasta mánuði, en það snýr að sérstökum skatti sem ríkið leggur á innflutning á raftækjum sem nemur 0,15 prósent af tollverði. ELKO fór í bréfi til tollstjóra í lok árs 2019 fram á endurgreiðslu umræddra gjalda með vísan til þess að um ólögmæta álagningu gjalda væri að ræða sem skorti viðhlítandi stoð í lögum og bryti sömuleiðis í bága við skattaákvæði stjórnarskrárinnar. Erindinu var hafnað í bréfi frá tollstjóra tveimur vikum síðar. Umrætt gjald, eða skattur, er ætlaður til reksturs rafmagnsöryggismála sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eru falin samkvæmt lögum og vildi ELKO meina að skattgreiðslan hafi verið umfram það til að standa undir eftirlitsvinnu hins opinbera á þessu sviði. Ólögmæt skattheimta ELKO leitaði þá til dómstóla og féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur félaginu í vil í nóvember 2020. Taldi dómurinn að svigrúm sem ráðherra var fengið til að ákveða hlutfall skattsins samrýmdist ekki þeim kröfum um skýra og ótvíræða afstöðu löggjafans til álagningar skatta sem leiða af 40. og 77. grein stjórnarskrárinnar. „Hefur löggjafinn þannig gengið lengra við framsal á valdi til að ákveða skatt en heimilt er samkvæmt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar, sbr. einkum 1. mgr. 77. stjórnarskrárinnar. Samkvæmt þessu studdist sú skattheimta sem um ræðir ekki við gilda lagaheimild og var hún því ólögmæt,“ segir í dómnum en málinu var svo áfrýjað til Landsréttar. Fer í styrktarsjóð ELKO Í tilkynningu frá ELKO um málið segir að gjöldin hafi verið lögð á við innflutning og vegi ekki þungt í söluverði hverrar vöru. „Til dæmis nemur gjaldið 15 krónum í verði vöru sem kostar 10 þúsund krónur og 150 krónum í verði vöru upp á 100 þúsund krónur. Með málshöfðuninni vildi ELKO stuðla að sanngirni og lægra vöruverði og forða því að viðskiptavinir greiddu ólögleg gjöld. Málið vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur 30. nóvember 2020 og nú í Landsrétti 25. mars síðastliðinn. Ríkið hefur fjögurra vikna frest til áfrýjunar til Hæstaréttar. ELKO hefur afráðið að láta endurgreiðslu gjaldsins frá ríkinu renna í styrktarsjóð fyrirtækisins, svo hún geti þannig runnið til góðra verka í samfélaginu. ELKO mun tilkynna nánari útfærslu styrkja eftir að áfrýjunarfrestur er liðinn,“ segir í tilkynningunni.
Skattar og tollar Verslun Dómsmál Neytendur Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira