Stefnt að einu ríki frá upphafi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. apríl 2022 16:00 Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Hefur Olaf Scholz, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi jafnaðarmanna, lýst því yfir að um sé að ræða eitt helzta markmið stjórnarinnar. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að á endanum eitt sambandsríki. Líkt og til dæmis má lesa um í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, þá einkum af Evrópusambandssinnum, vegna lykilhlutverks hans við að koma þróuninni af stað og fylgja henni eftir fyrstu áratugina. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar er þannig í fullu samræmi við lokamarkmið samrunans en lykilatriðið í stefnunni er einmitt orðið „áfram“. Fyrsta skrefið í að breyta Evrópu í sambandsríki Til að mynda segir þannig í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf forvera Evrópusambandsins, að þar með væri lagður grunnur að efnahagsþróun sem væri fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um eitt ríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann meðal annars á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Comittee for the United States of Europe) sem í sátu fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. Hreinlega er leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Þetta á ekki sízt við um forystumenn í þýzkum stjórnmálum en lokamarkmiðið hefur hins vegar ekki áður ratað í þarlendan stjórnarsáttmála. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Vilja ekki ræða um lokamarkmið samrunans Fjallað var um stefnu þýzku stjórnarinnar í fjölmiðlum í kringum áramótin og tók Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málið upp á Alþingi í kjölfarið í umræðum um störf þingsins. Kallaði hún þar eftir viðbrögðum þingmanna Samfylkingarinnar og Viðreisnar vegna stefnu ríkisstjórnar systurflokka þeirra í Þýzkalandi. Skemmzt er hins vegar frá því að segja að viðbrögðin voru sama og engin og hafa verið það síðan. Viðbrögðin, eða öllu heldur tilfinnanlegur skortur á þeim, koma þó ekki beinlínis á óvart enda hefur lengi legið fyrir að um væri að ræða afar viðkvæmt mál í röðum Evrópusambandssinna. Vert er að hafa í huga að hér eru á ferðinni sömu aðilar sem farið hafa nokkuð mikinn að undanförnu og viljað ræða Evrópusambandið. Sem er vitanlega alveg sjálfsagt. En þar hlýtur lokamarkmið samrunans innan sambandsins að vera algert lykilatriði. Hver þróunin til þessa hefur verið og hvert hún stefni. Þetta og margt fleira, eins og það að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru samkvæmt reglum sambandsins sem auðvitað er einnig algert lykilatriði sem og skref í átt að lokamarkmiðinu, vilja þeir hins vegar alls ekki ræða. Skiljanlega. Það hentar ekki málstaðnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu jól tók ný ríkisstjórn við völdum í Þýzkalandi undir forystu þýzka Jafnaðarmannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar. Um samsteypustjórn er að ræða og eiga Frjálslyndir demókratar, systurflokkur Viðreisnar, einnig aðild að ríkisstjórninni auk Græningja. Á meðal þess sem fram kemur í stjórnarsáttmála flokkanna er að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði endanlega að sambandsríki eða eins og það er orðað á þýzku: „föderalen europäischen Bundesstaat“. Hefur Olaf Scholz, kanzlari Þýzkalands og leiðtogi jafnaðarmanna, lýst því yfir að um sé að ræða eitt helzta markmið stjórnarinnar. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar þarf ekki að koma á óvart í ljósi þess að lokamarkmið samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur frá upphafi verið að til yrði að á endanum eitt sambandsríki. Líkt og til dæmis má lesa um í endurminningum franska diplómatans Jeans Monnet sem gjarnan hefur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, þá einkum af Evrópusambandssinnum, vegna lykilhlutverks hans við að koma þróuninni af stað og fylgja henni eftir fyrstu áratugina. Stefna þýzku ríkisstjórnarinnar er þannig í fullu samræmi við lokamarkmið samrunans en lykilatriðið í stefnunni er einmitt orðið „áfram“. Fyrsta skrefið í að breyta Evrópu í sambandsríki Til að mynda segir þannig í Schuman-yfirlýsingunni frá 1950, sem markaði upphaf forvera Evrópusambandsins, að þar með væri lagður grunnur að efnahagsþróun sem væri fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um eitt ríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann meðal annars á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Comittee for the United States of Europe) sem í sátu fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. Hreinlega er leitun að pólitískum forystumönnum í ríkjum Evrópusambandsins á undanförnum áratugum, og ekki sízt hin síðari ár, sem ekki hafa lýst yfir stuðningi við lokamarkmiðið um eitt ríki. Þar á meðal allir forsetar framkvæmdastjórnar þess undanfarna áratugi og þar með talinn núverandi forseti hennar, Ursula von der Leyen. Þetta á ekki sízt við um forystumenn í þýzkum stjórnmálum en lokamarkmiðið hefur hins vegar ekki áður ratað í þarlendan stjórnarsáttmála. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Þar á meðal helztu stofnanir þess. Vilja ekki ræða um lokamarkmið samrunans Fjallað var um stefnu þýzku stjórnarinnar í fjölmiðlum í kringum áramótin og tók Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, málið upp á Alþingi í kjölfarið í umræðum um störf þingsins. Kallaði hún þar eftir viðbrögðum þingmanna Samfylkingarinnar og Viðreisnar vegna stefnu ríkisstjórnar systurflokka þeirra í Þýzkalandi. Skemmzt er hins vegar frá því að segja að viðbrögðin voru sama og engin og hafa verið það síðan. Viðbrögðin, eða öllu heldur tilfinnanlegur skortur á þeim, koma þó ekki beinlínis á óvart enda hefur lengi legið fyrir að um væri að ræða afar viðkvæmt mál í röðum Evrópusambandssinna. Vert er að hafa í huga að hér eru á ferðinni sömu aðilar sem farið hafa nokkuð mikinn að undanförnu og viljað ræða Evrópusambandið. Sem er vitanlega alveg sjálfsagt. En þar hlýtur lokamarkmið samrunans innan sambandsins að vera algert lykilatriði. Hver þróunin til þessa hefur verið og hvert hún stefni. Þetta og margt fleira, eins og það að vægi ríkja innan Evrópusambandsins fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru samkvæmt reglum sambandsins sem auðvitað er einnig algert lykilatriði sem og skref í átt að lokamarkmiðinu, vilja þeir hins vegar alls ekki ræða. Skiljanlega. Það hentar ekki málstaðnum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun