Innlent

Nítján öðlast ríkisborgararétt

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Alþingi Austurvelli
Alþingi Austurvelli

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að veita nítján einstaklingum ríkisborgararétt en alls bárust 136 umsóknir. Stjórnarandstaðan hafði áður gagnrýnt Útlendingastofnun og dómsmálaráðherra fyrir seinagang í málinu. 

Að því er kemur fram á vef Alþingis eru einstaklingarnir sem stendur til að öðlist ríkisborgararétt að þessu sinni frá tíu löndum. Flestir þeirra eru frá Bandaríkjunum, eða fimm manns.

Þar á eftir koma tveir frá Íran, tveir frá Írak, tveir frá Serbíu og tveir frá Palestínu. Þá er einn frá Kanada, einn frá Jórdaníu, einn frá Sýrlandi, og einn frá Póllandi. 

Yngsti einstaklingurinn sem er lagt til að öðlist ríkisborgararétt er fæddur árið 2002 en sá elsti er fæddur 1950. 

Stjórnarandstaðan gagnrýndi harðlega seinagang í málinu fyrr í mánuðinum en Útlendingastofnun hafði þá látið hjá líða að veita allsherjar- og menntamálanefnd þingsins gögn um umsóknir fólks um ríkisborgararrétt.

Þar áður hafði verið skorað á dómsmálaráðherra að segja af sér vegna málsins og óskað eftir því að forseti Alþingis skærist í leikinn. 


Tengdar fréttir

Sakar ráðherra og Útlendingastofnun um valdarán

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Útlendingastofnun um valdarán á Alþingi í dag undir liðnum fundarstjórn forseta.

Skorað á dóms­mála­ráð­herra að segja af sér

Lagt var til á Alþingi í morgun að dómsmálaráðherra segði af sér eða yrði látinn segja af sér vegna vinnubragða hans og Útlendingastofnunar í tengslum við umsóknir fólks til Alþingis um ríkisborgararétt. Þingmenn margítrekuðu óskir um að forseti Alþingis skærist í leikinn.

Al­þingi veitir engum ríkis­borgara­rétt vegna tafa Út­lendinga­stofnunar

Al­þingi hyggst ekki veita neinum um­sækjanda ríkis­borgara­rétt fyrir ára­mót en 178 um­sóknir hafa borist lög­gjafanum. Á­stæðan er sú að Út­lendinga­stofnun hefur ekki af­hent for­unnin gögn sem eiga að berast nefnd sem ber á­byrgð á ferlinu með um­sóknunum. Sam­kvæmt venju eru um­sóknir af­greiddar fyrir ára­mót ár hvert en í þetta skipti verður það líklega ekki fyrr en í febrúar á nýju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×