Ekki allir sáttir með að geta ekki lengur keypt ávexti eftir vigt Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2022 20:21 Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir eðlilegt að fólk spyrji hvort verðið sé að breytast. Samsett Ekki er lengur hægt að versla grænmeti eða ávexti í Krónunni eftir vigt og eru slíkar vörur nú einungis afgreiddar í stykkjatali. Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir að verslunarkeðjan sé með þessu að aðlagast tækniþróun og feta í fótspor verslana á Norðurlöndunum. Ekki sé um verðbreytingu að ræða og stykkjaverðið verði uppfært ef meðalávöxturinn stækkar eða minnkar í nýrri vörusendingu. Ávextir og grænmeti hefur verið verið afgreitt í stykkjatali í netverslun Krónunnar í nokkurn tíma. Ásta segir breytinguna núna ekki síst koma til vegna innleiðingar Skannað og skundað, sem gerir viðskiptavinum kleift að skanna og greiða fyrir vörur með símanum sínum og sleppa afgreiðslukössum. „Að auki finnst okkur finnst okkur þetta auka gagnsæi til viðskiptavinarins um hvað raunverulega varan kostar. Fólk er ekkert sérstaklega meðvitað um kílóverð, verð á kíló á banana eða eplum eða hverju það er, og þarna fer viðskiptavinurinn í rauninni að átta sig á hvað eitt stykki epli kostar,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Breki Karlsson, formaður NeytendasamtakannaVísir/Vilhelm Geti aukið verðvitund Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtökin hafa fengið ýmsar fyrirspurnir vegna málsins þar sem fólk velti því meðal annars fyrir sér hvort þetta sé leyfilegt og neytendur geti borið skarðan hlut frá borði. Hann segir Neytendasamtökin ekki gera athugasemdir við þessa breytingu og jafnvel telja að þetta geti verið betri leið til að efla verðvitund fólks þar sem það geti verið auðveldara að fylgjast með stykkjaverði en kílóverði. Þó sé ljóst að í einhverjum tilfellum muni fólk greiða meira og í öðrum tilfellum minna. „Okkar afstaða er sú að ef þetta er allt gert í opnu ferli og opinskátt þá sjáum við ekkert þessu til fyrirstöðu. Vilji fólk ekki kaupa ávexti eftir stykkjaverði þá eru aðrar verslanir sem bjóða þetta eftir vigt,“ segir Breki. Á Norðurlöndunum séu þessar vörur víðast hvar seldar í stykkjatali. Ekki nýtt af nálinni Ásta á jafnvel von á því í að fleiri íslenskar verslunarkeðjur fari sömu leið enda séu vörurnar nú þegar seldar í stykkjatali í netverslunum samkeppnisaðila. Hún segir að Krónan kaupi vörurnar inn í stykkjatali og því sé eðlilegt að selja þær þannig áfram til neytenda. „Þetta er kannski ekkert alveg nýtt af nálinni af því að við höfum til dæmis verið að selja gúrkur, brokkolí og ananas í stykkjatali eða þrjár paprikur saman í einum pakka. Þetta er orðið alþekkt nú þegar á Íslandi en enginn hefur í rauninni stigið skrefið til fulls fyrr en við núna.“ „Þetta er búið að vera þarna en kannski af því að þetta er tekið þvert á línuna núna þá eru kannski margir að uppgötva þetta í fyrsta sinn.“ Ekki þarf lengur að brúka vigtina í verslunum Krónunnar.Vísir/Vilhelm Ekki allir sáttir Viðskiptavinir Krónunnar hafa tekið misjafnlega í breytinguna og eitthvað hefur borið á neikvæðri umræðu um hana á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sé eðlilegt að alltaf þegar gerðar eru breytingar að fólk velti fyrir sér hvernig verðið sé að breytast gagnvart þeim og þess vegna erum við að reyna að segja frá þessu inn í verslununum okkar,“ segir Ásta. „Það má auðvitað deila um það að einhverjir fái eitthvað meira fyrir sinn snúð ef þau fá aðeins stærra epli eða velja aðeins minna en þetta á að koma niður á því sama,“ bætir hún við. Ásta segir að þegar komi að vörum eins og banönum sem geti verið mjög breytilegir að stærð séu rukkaðar 54 krónur fyrir venjulegan banana en 99 krónur fyrir þrjá litla saman. Áfram verði hægt að sjá kílóverð á verðmerkingum og nota til að gera verðsamanburð. Verslun Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Ekki sé um verðbreytingu að ræða og stykkjaverðið verði uppfært ef meðalávöxturinn stækkar eða minnkar í nýrri vörusendingu. Ávextir og grænmeti hefur verið verið afgreitt í stykkjatali í netverslun Krónunnar í nokkurn tíma. Ásta segir breytinguna núna ekki síst koma til vegna innleiðingar Skannað og skundað, sem gerir viðskiptavinum kleift að skanna og greiða fyrir vörur með símanum sínum og sleppa afgreiðslukössum. „Að auki finnst okkur finnst okkur þetta auka gagnsæi til viðskiptavinarins um hvað raunverulega varan kostar. Fólk er ekkert sérstaklega meðvitað um kílóverð, verð á kíló á banana eða eplum eða hverju það er, og þarna fer viðskiptavinurinn í rauninni að átta sig á hvað eitt stykki epli kostar,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Breki Karlsson, formaður NeytendasamtakannaVísir/Vilhelm Geti aukið verðvitund Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir samtökin hafa fengið ýmsar fyrirspurnir vegna málsins þar sem fólk velti því meðal annars fyrir sér hvort þetta sé leyfilegt og neytendur geti borið skarðan hlut frá borði. Hann segir Neytendasamtökin ekki gera athugasemdir við þessa breytingu og jafnvel telja að þetta geti verið betri leið til að efla verðvitund fólks þar sem það geti verið auðveldara að fylgjast með stykkjaverði en kílóverði. Þó sé ljóst að í einhverjum tilfellum muni fólk greiða meira og í öðrum tilfellum minna. „Okkar afstaða er sú að ef þetta er allt gert í opnu ferli og opinskátt þá sjáum við ekkert þessu til fyrirstöðu. Vilji fólk ekki kaupa ávexti eftir stykkjaverði þá eru aðrar verslanir sem bjóða þetta eftir vigt,“ segir Breki. Á Norðurlöndunum séu þessar vörur víðast hvar seldar í stykkjatali. Ekki nýtt af nálinni Ásta á jafnvel von á því í að fleiri íslenskar verslunarkeðjur fari sömu leið enda séu vörurnar nú þegar seldar í stykkjatali í netverslunum samkeppnisaðila. Hún segir að Krónan kaupi vörurnar inn í stykkjatali og því sé eðlilegt að selja þær þannig áfram til neytenda. „Þetta er kannski ekkert alveg nýtt af nálinni af því að við höfum til dæmis verið að selja gúrkur, brokkolí og ananas í stykkjatali eða þrjár paprikur saman í einum pakka. Þetta er orðið alþekkt nú þegar á Íslandi en enginn hefur í rauninni stigið skrefið til fulls fyrr en við núna.“ „Þetta er búið að vera þarna en kannski af því að þetta er tekið þvert á línuna núna þá eru kannski margir að uppgötva þetta í fyrsta sinn.“ Ekki þarf lengur að brúka vigtina í verslunum Krónunnar.Vísir/Vilhelm Ekki allir sáttir Viðskiptavinir Krónunnar hafa tekið misjafnlega í breytinguna og eitthvað hefur borið á neikvæðri umræðu um hana á samfélagsmiðlum. „Ég held að það sé eðlilegt að alltaf þegar gerðar eru breytingar að fólk velti fyrir sér hvernig verðið sé að breytast gagnvart þeim og þess vegna erum við að reyna að segja frá þessu inn í verslununum okkar,“ segir Ásta. „Það má auðvitað deila um það að einhverjir fái eitthvað meira fyrir sinn snúð ef þau fá aðeins stærra epli eða velja aðeins minna en þetta á að koma niður á því sama,“ bætir hún við. Ásta segir að þegar komi að vörum eins og banönum sem geti verið mjög breytilegir að stærð séu rukkaðar 54 krónur fyrir venjulegan banana en 99 krónur fyrir þrjá litla saman. Áfram verði hægt að sjá kílóverð á verðmerkingum og nota til að gera verðsamanburð.
Verslun Neytendur Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira