Óheppilegt Atli Þór Fanndal skrifar 8. apríl 2022 17:30 Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Atli Þór Fanndal Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Kannski er svolítið óheppilegt nú þegar Íslandsbanki er seldur fjölskyldu, vinum, útrásarvíkingum og viðskiptafélögum að þingsályktun um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf., Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf hafi verið troðið ofan í svarthol í trássi við ákvörðun löggjafans og aldrei framkvæmd. Það er alltaf svolítið óheppilegt þegar menn neita að skoða söguna og læra af henni. Jú, kannski er óheppilegt að stjórnarflokkarnir hafi hert ólina um háls Bankasýslu ríkisins. Mögulega, hugsanlega, en þó aðeins kannski er óheppileg afleiðing þessa að Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu, er innmúraður trúnaðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og baráttumaður fyrir hans hagsmunum innan flokksins. Já, óheppilegt ef gamalt ástarljóð stjórnarformannsins til fjármálaráðherra er túlkað eitthvað í þá átt að armslengdarsjónarmiðin og sjálfstæði Bankasýslu sé fyrst og fremst blekkingaleikur og fjarvistarsönnun gegn því að ráðherra þurfi að svara fyrir pólitískar gjörðir. Sko, nú má vel vera að reynst geti heldur óheppilegt ef í ljós kemur að þýfi frá Namibísku þjóðinni sé hugsanlega að fjármagna kaup á ríkiseignum á afsláttarkjörum í lokuðu útboði. Að sjálfsögðu erum við öll sammála um að allt svona skuli hafið yfir allan vafa. Ok, nú veit ég að sumir gætu talið óheppilegt ef í ljós kæmi að eigendur þeirra aðila sem komu að framkvæmd útboðsins hefðu sjálfir keypt á afslætti og með söluþóknun. Þau allra neikvæðustu gætu lesið eitthvað voðalega óheppilegt út úr því að meðal söluráðgjafa séu Fossar Markaðir ehf. í eigu sömu aðila og buðu fjármálaráðherra í gott partý á COVID-tímum. Auðvitað er örlítið óheppilegt ef í ljós kæmi að varað hafi verið við þeirri aðferð við útboð sem ákveðið var að fara sé ekki að „fullu í anda meginregla laga nr. 155/2012 um opið söluferli og gagnsæi. Þannig njóta ákveðnar fjárfestar betri réttinda en aðrir ásamt því að almenningur getur ekki tekið beinan þátt og þar með ekki tryggt fullt jafnræði bjóðenda. Aftur á móti er um að ræða hefðbundna venju á alþjóðlegum verðbréfamörkuðum sem talin er ákjósanlegasta aðferðin við áframhaldandi sölur til að hámarka verð og lágmarka áhættu.“ Þá er það ef til vill svo að einstaka aðilar gætu gert athugasemd við þá óheppilegu stöðu sem upp kæmi ef ljóst yrði að þessi aðferð hafi raunar alls ekki verið svo ódýr. Þau sem aldrei eru ánægð gætu talið smávægilega óheppilegt að þrátt fyrir að offramboð hafi verið á kaupendum og áhuga hafi verið mikill sé veittur afsláttur. Úff! Hvað það yrði nú óheppilegt ef til dæmis Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, teldi söluna brot lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Óheppileikinn gæti hugsanlega falist í því að lög um söluna eru sett í kjölfarið vinnu Sigríðar og fleiri aðila með það að markmiði að draga lærdóm af bankahruninu. Það er örlítill séns að sumum þyki óheppilegt að ríkisendurskoðandi hafi verið fluttur frá stofnun löggjafans til framkvæmdavaldsins með óheppilegri beitingu starfsmannalaga. Í því samhengi er nú svolítið óheppilegt að framkvæmdavaldið óski eftir úttekt ríkisendurskoðanda nú þegar það er enginn ríkisendurskoðandi að störfum sem kosinn er af Alþingi. Svona í ljósi sögunnar teldist líklega óheppilegt að Ríkisendurskoðun tók sér það hlutverk að hvítþvo þá einkavæðingu sem leiddi til hrunsins. Ef allt sem óheppilegt þykir er tekið saman yrði nú aldeilis heppilegt ef vel tækist að mynda stjórnarmeirihluta sem sameinaðist um að horfa fram hjá öllu sem talist getur óheppilegt. Meirihluta sem væri svo heppilega áhugalaus um allar spillingavarnir, heilindi og tiltrú almennings á stjórnmálunum að enginn þurfi að óttast ábyrgð og pólitískar afleiðingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun