Ritstjóri Viðskiptablaðsins sýknaður af kröfum Lúðvíks vegna Óðins Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2022 17:31 Greinin birtist í nafnlausa dálkinum Óðin í apríl árið 2020. Skjáskot Landsréttur sýknaði í dag Trausta Hafliðason, ritstjóra Viðskiptablaðsins, og Myllusetur ehf., útgáfufélag þess, af kröfum Lúðvíks Bergvinssonar, fyrrverandi þingmanns Samfylkingarinnar, sem krafist ómerkingar ummæla sem birtust í skoðanadálkinum Óðni. Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað. Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Sömuleiðis fór hann fram á miskabætur, Trausti yrði dæmdur til refsingar og að dómurinn yrði birtur í Viðskiptablaðinu og á vef miðilsins. Staðfesti Landsréttur þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í febrúar í fyrra. Ummælin snerust um störf Lúðvíks sem óháðs kunnáttumanns með framkvæmd sáttar sem N1 gerði við Samkeppniseftirlitið vegna kaupa á Festi. Greinin bar heitið „Hjörtun í Namibíu og Borgartúni“ og varða kröfur Lúðvíks ummælin „Öll skynsemis- og réttlætisrök virðast hníga að því að Festi kæri kunnáttumanninn fyrir tilhæfulausa reikninga.“ Lúðvík sagði skrifin hafa falið í sér ærumeiðandi móðganir og aðdróttanir gagnvart sér, og að brotið hafi verið gegn friðhelgi einkalífs hans. Ummælin væru ósönn og tilhæfulaus og til þess fallin að sverta æru hans. Fjallað um málið í öðrum miðlum Umfjöllun laut að Samkeppniseftirlitinu en áður en hún var birt hafði verið fjallað um málið í öðrum fjölmiðlum og þá jafnframt um fjárhæðir reikninga Lúðvíks vegna starfa hans sem skipaður eftirlitsmaður með sátt N1 hf., nú Festi hf. og Samkeppniseftirlitsins. Hafði meðal annars verið fjallað um það í Markaði Fréttablaðsins að samkvæmt upplýsingum frá Festi hf. hefði kostnaður við þau störf Lúðvíks í mars 2021 numið 56 milljónum króna og jafnframt var þar haft eftir forstjóra félagsins að kostnaðurinn hefði verið „talsvert hærri en það sem [þekktist] í sambærilegum störfum í atvinnulífinu“ Þá var í greininni vísað til þess að kostnaður samkeppnisaðila af eftirlitsstörfum sérstaks kunnáttumanns vegna sáttar þess fyrirtækis við Samkeppniseftirlitið hafi numið tæplega einum áttunda af kostnaði Festar hf. af störfum Lúðvíks. Einnig hafði verði fjallað um þennan kostnað í Kjarnanum á svipuðum nótum tveimur dögum fyrr. Fjölmiðlar hafi svigrúm til að ögra Í umræddri grein Óðins í Viðskiptablaðinu er fjallað gagnrýnið um svokallaðan eftirlitsiðnað og athyglinni sérstaklega beint að Samkeppniseftirlitinu. Þá er þar vikið að áðurgreindri umfjöllun í Markaði Fréttablaðsins um kostnað Festar hf. af störfum Lúðvíks. Fram kemur í dómi Landsréttar að ljóst sé að ummælin standi ekki ein og sér heldur eru þau fyrri hluti setningar sem endar þannig: „...eða bjóði honum að minnsta kosti að endurgreiða félaginu.“ Þegar orðalag ummælanna og efni þeirra í heild sé virt verði ekki talið að þau feli í sér fyrirvaralausa staðhæfingu um refsivert athæfi áfrýjanda en í skoðanagrein af því tagi sem málið varðar verði að játa fjölmiðlum nokkurt svigrúm til að ögra og færa í stílinn. Féllst Landsréttur á að ummælin feli í sér gildisdóm þess sem þau ritaði en ekki staðhæfingu um staðreyndir. Með sömu rökum verði jafnframt fallist á að sá gildisdómur sem í ummælunum felist eigi sér næga stoð í staðreyndum og að tenging þeirra við fyrri umfjöllun annarra fjölmiðla sé augljós. Landsréttur skírskotaði einnig til þess að Lúðvík væri fyrrverandi alþingismaður en ummælin sem málið varðaði lytu þó ekki að störfum hans á vettvangi stjórnmálanna. Ekki yrði fram hjá því litið að hann væri þjóðþekktur einstaklingur. Var öllum kröfum Lúðvíks því hafnað.
Fjölmiðlar Dómsmál Tjáningarfrelsi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira