Körfubolti

Tímabilið búið hjá LeBron James

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
LeBron James
LeBron James EPA-EFE/ETIENNE LAURENT

Einn besti körfuboltamaður heims, LeBron James, hefur lokið kepni í NBA deildinni þetta árið vegna meiðsla.

James, sem er á sínu nítjánda ári í deildinni, getur ekki klárað tímabilið vegna ökklameiðsla sem hann varð fyrir í lok mars. Hann hefur misst af fleiri leikjum þetta tímabilið heldur en oftast áður á sínum ferli en hann spilaði 56 af 82 leikjum.

Lakers hefur enn meiri ástæðu til þess að spila honum ekki því liðið missti af úrslitakeppninni eftir slakt gengi í vetur, en miklar væntingar voru gerðar til liðsins fyrir tímabilið. Liðið á einungis tvo leiki eftir í deildarkeppninni.

Hann lýkur keppni með frábærar tölur. 30,3 stig, 8,2 fráköst og 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur og var nálægt því að tryggja sér stigakóngstitil NBA deildarinnar þetta árið.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×