Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. apríl 2022 12:28 Allt tiltækt slökkvilið hefur verið kallað út. Mynd/Helgi Helgason Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. „Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Þetta er skemma þar sem er þak yfir rusl sem er verið að flokka, svo eru ruslahaugar í kringum þetta hús,“ segir Ásgeir Þórisson, aðstoðarvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu. Vegfarandi sem fréttastofa ræddi við sagði mikinn svartan reyk yfir svæðinu í átt að Garði. Lögreglan á Suðurnesjum hefur varað við því að reykurinn sé afar eitraður. Íbúar í Garði eru beðnir um að vera skjólmegin við reykinn og loka gluggum. Ekki er talið að neinn hafi verið inni þegar eldurinn kviknaði en slökkvilið hefur nú lokið störfum sínum að mestu. „Það er svo sem búið að slá það mesta niður en þetta er rusla haugur sem þarf að róta í og slökkva og róta í og slökkva. Þetta er svo mikill massi,“ segir Ásgeir en hann bindur vonir við að hægt verði að slökkva eldinn í dag. Starfsemi í Kölku liggur niðri Jón Ingi Gunnsteinsson, vélstjóri hjá Kölku sorphreinsistöð, var á staðnum um hádegisbilið og sagði húsið alelda. „Það er bara að verða brunnið niður,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. „Þeir voru eitthvað að sprauta á þetta áðan en ég held að þeir séu nú hættir eða að minnka það, þeir eru bara búnir að átta sig á því að þetta verður bara að brenna niður,“ sagði hann enn fremur. Jón Ingi segir starfsemi Kölku liggja niður vegna eldsvoðans.Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson Rafmagn var tekið af stöðinni vegna eldsins og liggur starfsemi því niðri í bili. Jón Ingi segir þó að það ætti ekki að koma í veg fyrir að eðlileg starfsemi hefjist á ný eftir að slökkvilið hefur lokið störfum. „Sem betur fer þá virðist vindáttin vera hagstæð hérna, vindurinn kemur ekki yfir okkur en það er kannski verra að það er stór timburhaugur hérna við hliðina á sem er byrjaður að loga líka sýnist mér. Það er stór og mikill haugur, það gæti verið erfitt að slökkva í honum,“ sagði Jón Ingi. Uppfært 13:30: Slökkvilið hefur náð að ráða niðurlögum eldsins að mestu og eru vonir bundnar við að hægt verði að slökkva það sem eftir er í dag. Mynd/Helgi Helgason Mynd/Annahelga Gylfadóttir Mynd/Jón Ingi Gunnsteinsson
Reykjanesbær Slökkvilið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira