Matvælaverð í hæstu hæðum samkvæmt FAO Erna Bjarnadóttir skrifar 10. apríl 2022 08:00 Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Þessi hækkunin endurspeglar nýjar sögulegar hæðir fyrir undirvísitölur verðs á jurtaolíum, kornvörum og kjöti, en undirvísitölur fyrir sykur og mjólkurvörur hækkuðu einnig umtalsvert. Vísitala kornverðs hækkaði um 17,1% frá febrúar mánuði. Hækkunin er að mestu knúin áfram af röskun á útflutningi frá Úkraínu vegna innrásarinnar þar og þó að minna leyti tengt Rússlandi. Þessi samdráttur bætist við að þegar var farið að gæta minna framboðs á hveiti á heimsmarkaði og áhyggjur að uppskeruhorfum í Bandaríkjunum. Þá blasir við að hækkanir eiga einnig orsakir í hærri orku- og aðfangakostnaði. Matarolíur (vegetable oils) hækkuðu um 23,2% frá febrúar mánuði. Mikil hækkun vísitölunnar var knúin áfram af hærra verði á sólblómaolíu, pálma, soja og repjuolíu. Úkraína er stærsti framleiðandi sólblómaolíu í heiminum og útflutningur þaðan hefur að miklu leyti stöðvast vegna stríðins þar í landi. Samhliða hefur síðan verð á pálma-, soja- og repjuolíu hækkað umtalsvert og er drifið áfram af brestum í framboði á sólblómaolíu. Athyglisvert er einnig að óstöðugt og hærra verð á hráolíu hefur einnig stuðlað að hækkandi verði á jurtaolíu á heimsmarkaði. Mjólkurvörur hækkuðu um 2,6% í mars og kjöt um 4,8%, samkvæmt matvælaverðs vísitölu FAO. Fleiri þættir eins og samdráttur í mjólkurframleiðslu í Vestur-Evrópu, útbreiðsla fuglaflensu og minna framboð nautakjöts í lykilframleiðslulöndum eru þar m.a. nefnd sem áhrifaþættir. Í þessu sambandi má minna á að innlendar mjólkurvörur hafa aðeins hækkað um 4.47% frá 1. desember á síðasta ári, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar meðan hækkun mjólkurafurða samkvæmt FAO nemur 9,4% frá desember 2021 – mars 2022. Þá hækkaði sykur um 6,7% í mars sem er að mestu rakið til hækkana á hráolíuverði. Góðar uppskeruhorfur á Indlandi héldu hins vegar þar á móti verðhækkunum. Augljóst er að þessar hækkanir munu segja til sín hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Það verða þó fátækustu íbúar jarðarinnar sem verða harðast úti í þessum sviptingum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Verðlag Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Hinn 8. apríl, birti Matvæla- og landbúnaðarstofun Sameinuðu þjóðanna (FAO), vísitölu matvælaverðs í mars sl. Vísitalan hækkaði um 12,6% frá fyrra mánuði (um 17,9 stig). Þetta er geigvænleg hækkun og hefur vísitalan aldrei staðið hærra frá því hún var tekin upp árið 1990. Þessi hækkunin endurspeglar nýjar sögulegar hæðir fyrir undirvísitölur verðs á jurtaolíum, kornvörum og kjöti, en undirvísitölur fyrir sykur og mjólkurvörur hækkuðu einnig umtalsvert. Vísitala kornverðs hækkaði um 17,1% frá febrúar mánuði. Hækkunin er að mestu knúin áfram af röskun á útflutningi frá Úkraínu vegna innrásarinnar þar og þó að minna leyti tengt Rússlandi. Þessi samdráttur bætist við að þegar var farið að gæta minna framboðs á hveiti á heimsmarkaði og áhyggjur að uppskeruhorfum í Bandaríkjunum. Þá blasir við að hækkanir eiga einnig orsakir í hærri orku- og aðfangakostnaði. Matarolíur (vegetable oils) hækkuðu um 23,2% frá febrúar mánuði. Mikil hækkun vísitölunnar var knúin áfram af hærra verði á sólblómaolíu, pálma, soja og repjuolíu. Úkraína er stærsti framleiðandi sólblómaolíu í heiminum og útflutningur þaðan hefur að miklu leyti stöðvast vegna stríðins þar í landi. Samhliða hefur síðan verð á pálma-, soja- og repjuolíu hækkað umtalsvert og er drifið áfram af brestum í framboði á sólblómaolíu. Athyglisvert er einnig að óstöðugt og hærra verð á hráolíu hefur einnig stuðlað að hækkandi verði á jurtaolíu á heimsmarkaði. Mjólkurvörur hækkuðu um 2,6% í mars og kjöt um 4,8%, samkvæmt matvælaverðs vísitölu FAO. Fleiri þættir eins og samdráttur í mjólkurframleiðslu í Vestur-Evrópu, útbreiðsla fuglaflensu og minna framboð nautakjöts í lykilframleiðslulöndum eru þar m.a. nefnd sem áhrifaþættir. Í þessu sambandi má minna á að innlendar mjólkurvörur hafa aðeins hækkað um 4.47% frá 1. desember á síðasta ári, samkvæmt ákvörðun verðlagsnefndar meðan hækkun mjólkurafurða samkvæmt FAO nemur 9,4% frá desember 2021 – mars 2022. Þá hækkaði sykur um 6,7% í mars sem er að mestu rakið til hækkana á hráolíuverði. Góðar uppskeruhorfur á Indlandi héldu hins vegar þar á móti verðhækkunum. Augljóst er að þessar hækkanir munu segja til sín hér á landi sem annarsstaðar í heiminum. Það verða þó fátækustu íbúar jarðarinnar sem verða harðast úti í þessum sviptingum. Höfundur er hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar