Grunaður um ýmis brot og reyndi að hlaupa frá lögreglu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2022 07:41 Alls voru tíu stöðvaðir í höfuðborginni vegna gruns um akstur undir áhrifum. Vísir/Vilhelm Þó nokkur ölvunarmál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt en tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá voru tveir ofurölvi einstaklingar vistaðir í fangageymslu sökum ástands. Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var maður handtekinn í miðbænum eftir umferðaróhapp en ökumaðurinn er grunaður um ýmis brot. Má þar meðal annars nefna akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, og að reyna að hlaupa á brott af vettvangi. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Á svipuðum tíma hafði lögregla afskipti af ökumanni bifhjóls í Árbæ en ökumaðurinn hafði ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fleiri sviptir ökuréttindum Laust eftir klukkan eitt var síðan ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fyrr um kvöldið hafði ökumaður verið stöðvaður í Grafarholti af sömu ástæðu. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram annar ökumaður hafi verið stöðvaður í Grafarholti á tíunda tímanum í gærkvöldi en mikil fíkniefnalykt kom frá ökumanni. Lögreglumenn fundu ætluð fíkniefni í bílnum en ökumaðurinn sjálfur reyndist ekki vera undir áhrifum. Efnin voru haldlögð og skýrsla rituð. Þá var lögregla með eftirlit með ölvunarakstri á Hafnarfjarðarvegi þar sem alls voru um 65 stöðvaðir. Tveir reyndust undir refsimörkum og var gert að hætta akstri en einn var kærður fyrir ölvun við akstur, akstur án gildra ökuréttinda og skjalafals, þar sem hann var með falsað ökuskírteini. Tveir í annarlegu ástandi handteknir Lögregla hafði sömuleiðis afskipti af einstaklingum í annarlegu ástandi en einn var handtekinn í miðbænum klukkan hálf þrjú í nótt þar sem hann var að veitast að fólki og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Klukkan þrjú hafði lögregla afskipti af manni sem var að kasta af sér þvagi á hús Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Upp úr klukkan fjögur í nótt var lögregla þá kölluð út að veitingahúsi í Hafnarfirði vegna ofurölvi manns. Maðurinn var í tökum dyravarða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu en hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Skömmu fyrir klukkan eitt í nótt var maður handtekinn í miðbænum eftir umferðaróhapp en ökumaðurinn er grunaður um ýmis brot. Má þar meðal annars nefna akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, og að reyna að hlaupa á brott af vettvangi. Maðurinn var vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Á svipuðum tíma hafði lögregla afskipti af ökumanni bifhjóls í Árbæ en ökumaðurinn hafði ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi. Maðurinn er einnig grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fleiri sviptir ökuréttindum Laust eftir klukkan eitt var síðan ökumaður stöðvaður á Reykjanesbrautinni en sá er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Fyrr um kvöldið hafði ökumaður verið stöðvaður í Grafarholti af sömu ástæðu. Í dagbók lögreglu kemur einnig fram annar ökumaður hafi verið stöðvaður í Grafarholti á tíunda tímanum í gærkvöldi en mikil fíkniefnalykt kom frá ökumanni. Lögreglumenn fundu ætluð fíkniefni í bílnum en ökumaðurinn sjálfur reyndist ekki vera undir áhrifum. Efnin voru haldlögð og skýrsla rituð. Þá var lögregla með eftirlit með ölvunarakstri á Hafnarfjarðarvegi þar sem alls voru um 65 stöðvaðir. Tveir reyndust undir refsimörkum og var gert að hætta akstri en einn var kærður fyrir ölvun við akstur, akstur án gildra ökuréttinda og skjalafals, þar sem hann var með falsað ökuskírteini. Tveir í annarlegu ástandi handteknir Lögregla hafði sömuleiðis afskipti af einstaklingum í annarlegu ástandi en einn var handtekinn í miðbænum klukkan hálf þrjú í nótt þar sem hann var að veitast að fólki og fór ekki að fyrirmælum lögreglu. Var hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Klukkan þrjú hafði lögregla afskipti af manni sem var að kasta af sér þvagi á hús Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg. Upp úr klukkan fjögur í nótt var lögregla þá kölluð út að veitingahúsi í Hafnarfirði vegna ofurölvi manns. Maðurinn var í tökum dyravarða og fór ekki að fyrirmælum lögreglu en hann var handtekinn og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira