Vona að hægt verði að slökkva eldinn í dag: „Við erum bara á fullu“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2022 08:24 Flokkunarhúsið þar sem eldurinn kviknaði í gær er nú gjörónýtt. Mynd/Helgi Helgason Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði í flokkunarhúsi í Reykjanesbæ fyrir hádegi í gær. Auka mannskapur hefur verið kallaður inn en varðstjóri segir ómögulegt að segja hvenær slökkvistarfi lýkur. Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í húsinu sjálfu í gærdag en eldurinn komst í stóran timburhaug í kjölfarið og hafa slökkviliðsmenn reynt að slökkva þann eld allt síðan í gærkvöldi. „Það er alveg risa hrúga sem við erum búnir að vera að berjast við, og erum enn þá að berjast. Þetta er bara stórt fjall af trékurli,“ segir Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu í morgunsárið. Herbert segir slökkviliðsmenn á svæðinu nú notast við tvær gröfur til að moka til og frá í hrúgunni en nokkur mannskapur er á svæðinu og tankbíll frá Grindavík. Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær slökkvistarfi lýkur, en vonar að það verði í dag. „Ég vona að rigningin hjálpi okkur eitthvað en það liggur við eins og það sé olía í rigningunni, þetta bara heldur áfram. En það allavega hjálpar okkur að því það er mikill gróður þarna út í móa fyrir utan þetta svæði,“ segir Herbert en eldurinn virðist ekki vera að breiða úr sér. Í spilaranum hér fyrir neðan má finna myndskeið sem Víkurfréttir birtu í gærkvöldi af brunanum. Reyna að fá fleiri inn Lögreglan á Suðurnesjum varaði við eitruðum reyk sem lagði yfir svæðið í gær, þegar rusl var að brenna. Að sögn Herberts er enn mikill reykur núna út frá spýtunum og mikil gufa. „Við erum bara á fullu og við erum að fá auka mannskap fyrir utan vaktina. Við erum að reyna að ná fólki inn til þess að halda áfram en það eru margir búnir að vera alveg rosalega lengi,“ segir Herbert aðspurður um stöðuna hjá liðinu. Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Slökkviliðsmönnum tókst að slökkva eldinn í húsinu sjálfu í gærdag en eldurinn komst í stóran timburhaug í kjölfarið og hafa slökkviliðsmenn reynt að slökkva þann eld allt síðan í gærkvöldi. „Það er alveg risa hrúga sem við erum búnir að vera að berjast við, og erum enn þá að berjast. Þetta er bara stórt fjall af trékurli,“ segir Herbert Eyjólfsson, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við fréttastofu í morgunsárið. Herbert segir slökkviliðsmenn á svæðinu nú notast við tvær gröfur til að moka til og frá í hrúgunni en nokkur mannskapur er á svæðinu og tankbíll frá Grindavík. Hann segir ómögulegt að segja til um það hvenær slökkvistarfi lýkur, en vonar að það verði í dag. „Ég vona að rigningin hjálpi okkur eitthvað en það liggur við eins og það sé olía í rigningunni, þetta bara heldur áfram. En það allavega hjálpar okkur að því það er mikill gróður þarna út í móa fyrir utan þetta svæði,“ segir Herbert en eldurinn virðist ekki vera að breiða úr sér. Í spilaranum hér fyrir neðan má finna myndskeið sem Víkurfréttir birtu í gærkvöldi af brunanum. Reyna að fá fleiri inn Lögreglan á Suðurnesjum varaði við eitruðum reyk sem lagði yfir svæðið í gær, þegar rusl var að brenna. Að sögn Herberts er enn mikill reykur núna út frá spýtunum og mikil gufa. „Við erum bara á fullu og við erum að fá auka mannskap fyrir utan vaktina. Við erum að reyna að ná fólki inn til þess að halda áfram en það eru margir búnir að vera alveg rosalega lengi,“ segir Herbert aðspurður um stöðuna hjá liðinu.
Reykjanesbær Slökkvilið Tengdar fréttir Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Flokkunarhúsið ónýtt eftir stórbruna: „Þetta verður bara að brenna niður“ Mikill eldur kviknaði í sorpgeymslu í Reykjanesbæ skömmu fyrir hádegi í dag en mikinn reyk lagði yfir svæðið við Kölku sorphreinsistöð við Helguvík. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út en á öðrum tímanum í dag hafði tekist að slökkva eldinn að mestu. 9. apríl 2022 12:28