Jón Ársæll dæmdur til að greiða viðmælanda í Paradísarheimt bætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 14:34 Jón Ársæll Þórðarson hefur starfað í fjölmiðlum í áratugi. Þættirnir Paradísarheimt vöktu mikla athygli en þar ræddi hann við fanga og fyrrverandi fanga. Aðsend mynd Jón Ársæll Þórðarson hefur verið dæmdur til að greiða konu, sem hann tók viðtal við í sjónvarpsþáttunum Paradísarheimt sem sýndir voru á RÚV, 800 þúsund krónur í miskabætur og þrjár milljónir króna í málskostnað. Konan höfðaði einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Dómur Landsréttar í málinu féll á föstudag en konan hafði áfrýjað til hans dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Jón , Steingrím og Ríkisútvarpið. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist vera greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Jón Ársæll hafi einn vitað af afturköllun samþykkisins Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væiri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Paradísarheimt var sýnd á RÚV. Vísir/Vilhelm Fram kemur í dómnum að af framburði Jóns Ársæls, Steingríms og dagskrárstjórans að dæma hafi Jón Ársæll einn haft vitneskju um tölvupóstinn þar sem konan spurðist fyrir um hvort taka mætti hana úr Paradísarheimt. „Samkvæmt efni tölvupóstsins mátti [Jóni Ársæli] vera ljóst að ekki lægi lengur fyrir skýrt og ótvírætt samþykki áfrýjanda fyrir þátttöku í sjónvarpsþáttunum. Verður því að meta það honum til stórfellds gáleysis að hafa ekki í framhaldi af móttöku tölvupóstsins stöðvað birtingu efnis sem varðað áfrýjanda.“ Fram kemur í dómnum að með birtingu þáttarins hafi ýmsar persónuupplýsingar konunnar verið gerðar opinberar og með því að birta þær án samþykkis konunnar hafi Jón Ársæll gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn friði hennar og persónu. Brotið hafi verið til þess fallið að valda konunni miskatjóni. Í ljósi efnistaka umfjöllunarefnisins verði ekki talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unnið í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi. Þá komi fram í vottorði sálfræðings, sem lagt var fyrir dóminn, að konan hafi ítrekað rætt vanlíðan sína vegna birtingar þáttanna og því ljóst að hún hafi orðið fyrir miskatjóni. Eva B. Helgadóttir, lögmaður Jóns Ársæls og Steingríms, segir í samtali við fréttastofu að það sé í vinnslu hjá þeim að óska eftir áfrýjunarleyfi hjá Hæstarétti. Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Konan höfðaði einkamál gegn Jóni Ársæli, Steingrími Jóni Þórðarsyni og Ríkisútvarpinu vegna viðtala við hana sem hún sagði hafa verið birt án samþykkis hennar. Dómur Landsréttar í málinu féll á föstudag en konan hafði áfrýjað til hans dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sýknaði Jón , Steingrím og Ríkisútvarpið. Konan er öryrki og á bótum. Hún segist vera greind með kvíðaröskun, fá ofsakvíðaköst og háð harða baráttu vegna áfengisvanda. Undir áhrifum sé hún stelgjörn og það hafi leitt til refsidóma fyrir léttvæg þjófnaðarbrot. Sjónvarpsþættirnir Paradísarheimt voru unnir af Jóni Ársæli og Steingrími en sýndir á RÚV. Þar var fjallað um fanga og fyrrverandi fanga, fólk sem fái sjaldan eða aldrei að heyrast í fjölmiðlum. Jón Ársæll hafi einn vitað af afturköllun samþykkisins Jón Ársæll og Steingrímur höfðu tekið þrjú viðtöl við konuna og byggði hún mál sitt á því að hún hafi veitt samþykki fyrir tveimur þeirra en ekki fyrir því þriðja og að birting viðtalanna væiri skilyrt því að hún fengi að sjá efnið áður en það yrði birt. Þá byggir konan mál sitt á því að hún hafi vegna ástands síns ekki verið hæf til að veita samþykki fyrir birtingu viðtalanna, en hún hafði veitt skriflegt samþykki fyrir því í tölvupóstsamskiptum í ágúst 2017. Þá vísaði konan sömuleiðis til þess að hún hafi afturkallað samþykki sitt fyrir birtingu viðtalanna með tölvupósti til Jóns Ársæls í febrúar 2018. Vísaði hún þar til þess að fjölskylda hennar væri ósátt við að hún kæmi fram í Paradísarheimt. Segir í tölvupóstinum: Er hægt að taka mig út úr þessu? Hvenær átti þetta annars að koma? Fram kemur í dómi héraðsdóms að Jón Ársæll hafi fengið tölvupóstinn en hann hafi ekki skilið hann þannig að í honum fælist ósk um að vera tekin úr þættinum. Hvorki Steingrímur né dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins könnuðust við póstinn. Paradísarheimt var sýnd á RÚV. Vísir/Vilhelm Fram kemur í dómnum að af framburði Jóns Ársæls, Steingríms og dagskrárstjórans að dæma hafi Jón Ársæll einn haft vitneskju um tölvupóstinn þar sem konan spurðist fyrir um hvort taka mætti hana úr Paradísarheimt. „Samkvæmt efni tölvupóstsins mátti [Jóni Ársæli] vera ljóst að ekki lægi lengur fyrir skýrt og ótvírætt samþykki áfrýjanda fyrir þátttöku í sjónvarpsþáttunum. Verður því að meta það honum til stórfellds gáleysis að hafa ekki í framhaldi af móttöku tölvupóstsins stöðvað birtingu efnis sem varðað áfrýjanda.“ Fram kemur í dómnum að með birtingu þáttarins hafi ýmsar persónuupplýsingar konunnar verið gerðar opinberar og með því að birta þær án samþykkis konunnar hafi Jón Ársæll gerst sekur um ólögmæta meingerð gegn friði hennar og persónu. Brotið hafi verið til þess fallið að valda konunni miskatjóni. Í ljósi efnistaka umfjöllunarefnisins verði ekki talið að þátturinn hafi einvörðungu verið unnið í þágu fréttamennsku eða bókmenntalegrar eða listrænnar starfsemi. Þá komi fram í vottorði sálfræðings, sem lagt var fyrir dóminn, að konan hafi ítrekað rætt vanlíðan sína vegna birtingar þáttanna og því ljóst að hún hafi orðið fyrir miskatjóni. Eva B. Helgadóttir, lögmaður Jóns Ársæls og Steingríms, segir í samtali við fréttastofu að það sé í vinnslu hjá þeim að óska eftir áfrýjunarleyfi hjá Hæstarétti.
Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Dómsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira