Stöð 2 birti því klippu sem útskýrir hver er á bakvið auglýsinguna. Aðspurður sagði Eyþór að það væri ákveðinn draumur að rætast við það að fá að tala í hljóðnemann sem sjálfur Bó notast við.
Eyþór verður með þáttinn Kvöldstund með Eyþóri Inga sem fer í loftið á miðvikudaginn. Þar verður hann í banastuði ásamt einvalaliði tónlistarfólks. Þátturinn verður stútfullir af frábærri tónlist, skemmtun og góðu gríni.