„Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir“ Siggeir Ævarsson skrifar 11. apríl 2022 22:54 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Bára Dröfn Kristinsdóttir Finnur Freyr þjálfari Valsmanna var stoltur af frammistöðu sinna manna eftir að þeir sópuðu bikarmeisturum Stjörnunnar út í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld. Hvaða tilfinningar börðust um í brjósti Finns strax eftir leik? „Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“ Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
„Ég er bara hrikalega stoltur af strákunum. Frammistaðan hjá liðinu í þessum þremur leikjum er sú sem við höfum verið að bíða eftir. Ég hef oft talað um að við eigum mikið inni, getum gert betur og eigum mörg vopn inni. Í þessum þremur leikjum finnst mér við hafa gert virkilega vel á móti frábæru Stjörnuliði, bikarmeisturunum. Þeir eru gríðarlega vel þjálfaðir og með líklega besta leikmann deildarinnar í Turner. Að ná þremur svona góðum frammistöðum er eitthvað sem ég er virkilega stoltur af.“ Robert Turner var stigahæstur Stjörnumanna í kvöld en megnið af stigum hans kom undir lokin, og Valsmenn náðu að halda aftur af honum megnið af leiknum, og raunar Stjörnumönnum heilt yfir, sem skoruðu aðeins 85 stig alls. „Það kemur svona smá óðagots móment þar sem hann keyrir af stað og hann er frábær leikmaður. Mér fannst hann bara gera vel hérna undir lokin í þessu óöryggis mómenti. Við náðum framan af að hægja vel á honum en Hopkins og Hlynur frábærir í byrjun leiks. Við vissum að þetta móment myndi koma, ég hefði viljað tækla það aðeins betur varnarlega. En að öðru leyti var þetta bara virkilega vel gert.“ Stigaskor Valsmanna dreifðist vel í kvöld og Jacob Calloway steig heldur betur upp og skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það hlýtur að vera ákveðið lúxusvandamál ef svo má orða það, að eiga svona marga menn sem geta sett fullt af stigum á töfluna? „Við vissum það að það býr mikið í þessum strákum og við vissum það þegar við náðum í Jacob að hann kemur með eitthvað í liðið sem okkur hafði vantað, sem er þessi skorun og þessir skothæfileikar en er samt svona stór. Kári var líka virkilega að stíga upp. Pablo fær skurð á fótinn í síðasta leik og óvíst hvort hann gæti spilað. Pavel var með ælupest fyrir síðasta leik og Kristófer lenti í árekstri á leiðinni í leikinn. Það er nóg búið að ganga á en einhvern veginn ná menn að þjappa sér saman og frammistaðan fyrst og fremst í þessum fyrstu þremur bara mjög góð.“ Nú fá Valsmenn væntanlega lengstu hvíld allra liða sem komast áfram í 4-liða úrslit. Er það jákvætt eða neikvætt í huga Finns? „Ég held að það sé bara gott. Af fenginni reynslu þá er gott að geta náð þessum pásum milli sería, náð að „recover-a“ og við erum kannski á eftir sumum liðum með það að gera að við höfum náttúrulega ekki verið saman með þetta lið frá fyrsta degi svo að það er gott að geta fengið tíma til að undirbúa fyrir næsta seríu, hver sem andstæðingurinn verður.“
Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 95-85 | Valsmenn sópuðu Stjörnunni úr leik Valsmenn unnu öflugan tíu stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Lokatölur urðu 95-85 og Valsmenn eru á leið í undanúrslit eftir að hafa unnið alla þrjá leiki liðanna. 11. apríl 2022 21:59
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn