Sólveig Anna sakar Drífu um að ráðast á láglaunafólk Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 13:11 Drífa Snædal forseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þar eru litlir kærleikar á milli. Drífa hefur lýst því að uppsagnir á skrifstofum Eflingar séu vafasamar en því mótmælir Sólveig Anna hástöfum. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem orðum Drífu Snædal forseta ASÍ er mótmælt hástöfum. Svo virðist sem brotist hafi út stríð innan verkalýðshreyfingarinnar. „Formaður Eflingar - stéttarfélags mótmælir órökstuddum yfirlýsingum forseta Alþýðusambands Íslands um lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins,“ segir í upphafi yfirlýsingar. Ákvörðun um uppsagnir málefnaleg Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnir sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki segir Sólveig Anna: „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“ Sólveig Anna tekur fram að Drífa hafi ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar. „En [hún] hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu. Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu Sólveigar Önnu. Sólveig Anna segir að aðilar hafi rofið trúnað Þar kemur einnig fram að Baráttulistinn, listi Sólveigar Önnu í síðustu kosningum innan Eflingar, hafi lýst því yfir í kosningabaráttu að hann myndi gera „nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar. Við það loforð verður staðið.“ Þá segir jafnframt að í því ferli yfirstandandi sé lögum og vinnubrögðum sem gilda fylgt í einu og öllu. „Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að yfir standi lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks sem lögum samkvæmt ber að fara fram í trúnaði. „Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
„Formaður Eflingar - stéttarfélags mótmælir órökstuddum yfirlýsingum forseta Alþýðusambands Íslands um lýðræðislegar ákvarðanir stjórnar Eflingar varðandi innri skipulagsmál á skrifstofum félagsins,“ segir í upphafi yfirlýsingar. Ákvörðun um uppsagnir málefnaleg Eins og Vísir hefur greint frá hefur Drífa, auk annarra verkalýðsleiðtoga, verið harðorð um hópuppsagnir sem boðað hefur verið til á skrifstofum Eflingar. Friðrik Jónsson formaður BHM hefur talað um að uppsagnirnar veki óhug og til þess séu refirnir skornir að losa sig við óæskilegt starfsfólk. Ekki segir Sólveig Anna: „Ákvörðun stjórnar Eflingar um breytingar sem nú standa yfir er tekin á skýrum og málefnalegum grunni. Eru þær breytingar hugsaðar til að innleiða samræmi, jafnrétti og gagnsæi í launakjörum starfsfólks, innleiða eðlilegt bil milli hæstu og lægstu launa á skrifstofunum, og gera aðrar löngu tímabærar og nauðsynlegar breytingar á skipulagi.“ Sólveig Anna tekur fram að Drífa hafi ekki haft fyrir því að leita upplýsinga eða skýringa frá formanni eða stjórn Eflingar. „En [hún] hikar þó ekki við að fordæma opinberlega þeirra störf í þágu félagsfólks í Eflingu. Það eru sorgleg nýmæli að forseti Alþýðusambandins ráðist á verka- og láglaunafólk í stjórn eins af aðildarfélögum ASÍ með þessum hætti,“ segir í yfirlýsingu Sólveigar Önnu. Sólveig Anna segir að aðilar hafi rofið trúnað Þar kemur einnig fram að Baráttulistinn, listi Sólveigar Önnu í síðustu kosningum innan Eflingar, hafi lýst því yfir í kosningabaráttu að hann myndi gera „nauðsynlegar breytingar á rekstri skrifstofu Eflingar. Við það loforð verður staðið.“ Þá segir jafnframt að í því ferli yfirstandandi sé lögum og vinnubrögðum sem gilda fylgt í einu og öllu. „Óhjákvæmilegt er að segja upp öllum ráðningarsamningum, en allt starfsfólk verður hvatt til að sækja um auglýst störf að nýju.“ Fram kemur í yfirlýsingunni að yfir standi lögbundið samráð við fulltrúa starfsfólks sem lögum samkvæmt ber að fara fram í trúnaði. „Formaður Eflingar harmar að aðilar hafi rofið trúnað, lekið gögnum í fjölmiðla og tjáð sig þar með óvarlegum hætti áður en því samráðsferli lauk,“ segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Kjaramál Tengdar fréttir Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21 Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23 Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Friðrik segir uppsagnir hjá Eflingu vekja óhug Eftir að stjórn Eflingar greip til hópuppsagna á skrifstofum sínum leikur allt á reiðiskjálfi innan verkalýðshreyfingarinnar en þar hefur reyndar verið mikil ólga að undanförnu. 12. apríl 2022 12:21
Starfsmannafundur hjá Eflingu eftir fregnir af uppsögnum Starfsmannafundur stendur nú yfir hjá Eflingu og er skrifstofan lokuð vegna þessa. Tillaga Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að öllu starfsfólki yrði sagt upp störfum var samþykkt í gær. 12. apríl 2022 09:23
Segir upp öllu starfsfólki Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir, sem er nýtekin aftur við sem formaður Eflingar, lagði til á stjórnarfundi félagsins í dag að öllu starfsfólki Eflingar yrði sagt upp störfum. Tillagan var lögð fram og samþykkt af átta manna meirihluta B-lista undir forystu Sólveigar Önnu. 11. apríl 2022 21:36
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“