Saka hvort annað um lygar og ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 13. apríl 2022 11:19 Johnny Depp í dómsal í gær. AP/Brendan Smialowski Lögmenn Johnny Depp sögðu Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu hans, vera lygara sem væri heltekin af ímynd sinni. Það gerðu þeir við upphaf réttarhalda í máli þar sem hann hefur sakað hana um að ljúga upp á sig ofbeldi. Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær. Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Depp hefur höfðað mál gegn Heard og sakar hana um lygar vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún heimilisofbeldi sem hún á að hafa orðið fyrir en án þess þó að nefna Depp á nafn. Leikarinn segir Heard ljúga því að hann hafi beitt hana ofbeldi þegar þau voru gift og að ásakanir hennar hafi gert honum erfitt að fá vinnu í Hollywood. Hann fer fram á 50 milljónir dala í skaðabætur. Heard krefst þess að Depp greiði henni hundrað milljónir dala, samkvæmt frétt BBC. Sápuópera í dómsal Lögmenn Heard segja eina tilgang réttarhaldanna vera að Depp vilji ganga frá Heard og að lögmenn Depps muni gera réttarhöldin að sápuóperu. „Þið munuð sjá hver hinn raunverulegi Johnny Depp er. Burtséð frá frægðinni, burtséð frá sjóræningjabúningunum,“ sagði lögmaður Heard. Amber Heard hefur sakað Johnny Depp um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi.AP/Brendan Smialowski Hann sagði einnig að kviðdómendur málsins myndu sjá sannanir fyrir því að Depp hefði beitt Heard líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi en í raun snerist málið ekki um það. Það snerist um málfrelsi hennar og að hún hefði verið að nýta það þegar hún skrifaði greinina sem birt var á vef Washington Post. Hann sagði þá grein ekki hafa komið niður á ferli Depps, því ásakanirnar gegn honum hefðu þegar verið opinberar í tvö ár. Þá sagði lögmaðurinn að vandræði í leikaraferli Depps væru ekki greininni að kenna, heldur neyslu hans á áfengi og fíkniefnum og sú neysla hefði leitt til vandræða hans, samkvæmt frétt AP. „Slæmar ákvarðanir þessa manns hafa fært hann hingað. Hættu að kenna öðru fólki um þín sjálfsköpuðu vandamál.“ Sagði Heard sjálfa hafa veitt sér áverka Lögmaður Depps sagði að Heard hefði ekki þurft að nefna skjólstæðing sinn á nafn í áðurnefndri grein. Það væri algjör óþarfi og allir gerðu sér fyllilega grein fyrir því hvern hún hefði verið að tala um. Hann vísaði til þess að Heard hefði sótt um nálgunarbann gegn Depp árið 2016, skömmu eftir að Depp hefði sagt henni að hún vildi skilnað. Hann sagði hana svo hafa mætt í dómsal með marbletti á andliti og látið ljósmyndara taka myndir af þeim. Lögmaðurinn sagðist þó ætla að sýna fram á að Heard hefði sjálf veitt sér þá áverka til að sverta orðspor Depps. Þau hefðu ekki hist í aðdraganda þess að hún sást með marblettina og nokkrum dögum áður hefðu lögregluþjónar séð hana ómarða. Réttarhöldin hófust í gær og fóru fram upphafsræður lögmanna þeirra Depp og Heard. Sjónvarpað er frá réttarhöldunum og eiga þau að standa yfir í nokkrar vikur. Meðal þeirra sem eiga að bera vitni eru leikararnir Paul Bettany og James Franco, auk auðjöfursins Elons Musk. Hér má sjá hluta af upphafsræðum lögmannanna frá því í gær.
Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent