„Haldið ró ykkar meðan ránið stendur yfir“ Erna Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2022 16:30 Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Miðflokkurinn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun