„Haldið ró ykkar meðan ránið stendur yfir“ Erna Bjarnadóttir skrifar 13. apríl 2022 16:30 Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Miðflokkurinn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Þannig mæltist verðlaunaskáldinu Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur á fésbókarsíðu sinni, að morgni miðvikudagsins 13. apríl. Staðan í Íslandsbankasölu málinu verður vart römmuð betur inn. Varaformaður fjárlaganefndar minnti okkur almenning enda vinsamlegast á það fyrir tveimur dögum að „.... tapa ekki áttum þegar stormurinn blæs og þyrlar upp moldviðri.“ Varaformaðurinn lét ekki þar við sitja heldur talaði í ofanálag um að uppnámið væri „...ekki síst vegna tilfinninga fólks og vantrausts m.a. um hverjir keyptu litla hluti og fara með óverulegan eignarhluta.“ Í dag segir sami maður að fólki misbjóði brask! Ja, tilfinningarnar eiga það til að bera fólk ofurliði verð ég að segja. Ég var annars í sakleysi mínu að búa mig undir að núllstilla tilfinningar mínar í páskafríinu, slaka á, hlaða batteríin eða hvað það er kallað á nútímamáli, en já nú er mér allur ketill í eld fallinn. Eign okkar almennings er boðin til sölu eftir einhverjum kúnstarinnar reglum. Aðallega eiga þó að gilda um söluna lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þar er sérstaklega tiltekið að áhersla skuli lögð á „...opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti“. Reyndar er ekki tiltekið að brask sé sérstaklega bannað. Hins vegar er þegar ljóst að einhverjir þeirra sem keyptu bréf í bankanum hafa innleyst söluhagnað sem skiptir verulegum fjárhæðum. Það að búast ekki við slíkri útkomu í ljósi fyrri reynslu lýsir hins vegar ekki mikilli þekkingu á hlutabréfamarkaði. Fjárfestingar í hlutabréfum eins og öðrum verðbréfum eru verkfæri til að ávaxta peninga. Skráning þeirra í kauphöllum er til að greiða fyrir viðskiptum með þau og tryggja að um þau gildi tiltekið regluverk. Það er engin afsökun fyrir þau sem bera ábyrgð á þessu að benda á að hinir og þessir þingmenn eða ráðherrar hafi hvergi bókað andstöðu sína á fyrri stigum. Hér er það almenningi sem treystir stjórnvöldum fyrir meðferð sameigna þjóðarinnar, sem er misboðið og það svo hressilega að þingmenn sem ferðast nú um landið komast ekki lengur hjá að frétta það beint frá grasrótinni. Óðinn fjallar ítarlega um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar er undirstrikað að við sölu á ríkiseign eins og hér um ræðir þurfa þeir sem þátt taka í slíku útboði að standa jafnfætis. Jafnframt segir Óðinn að það hafi verið beinlínis óskynsamlegt að selja hluti í bankanum í lokuðu útboði. Engin leið er að halda því fram að framkvæmd sölunnar hafi verið óaðfinnanleg, því er lýst all ítarlega í þeirri grein sem hér er vitnað til. Það væri furðuleg niðurstaða að hvorki stjórn Bankasýslunnar, framkvæmdastjóri hennar eða aðrir sem söluferlið heyrir undir þurfi með engum hætti að axla ábyrgð. Óðinn gengur raunar svo langt að segja að hafi söluferlið ekki verið óaðfinnanlegt eigi stjórn Bankasýslunnar að víkja. Það verður fróðlegt að fylgjast með frekari viðbrögðum við málinu á stjórnarheimilinu eða með hvaða hætti ætla þeir stjórnmálamenn sem bera ábyrgð í þessu máli að axla sína ábyrgð? Á meðan reimum við hin á okkur hlaupaskóna í von um að vorið sé í nánd. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi stjórnarformaður Arionbanka.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun