Stökkið: „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref aftur á bak við að flytja út“ Elísabet Hanna skrifar 18. apríl 2022 07:01 Sigurlaug Sara nýtur lífsins í Stokkhólmi. Aðsend. Sigurlaug Sara tók Stökkið til Stokkhólms í miðjum heimsfaraldri árið 2020 með kærastanum sínum Ásgeiri Pétri þar sem hann stundar sérnám í svæfingalækningum á Karolinska og hún stundar mastersnám í stafrænni stjórnun. Hundurinn þeirra Pjakkur, eða Pjakkur pulsa eins og foreldrarnir kalla hann, er einnig fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Sigurlaug Sara er sviðshöfundur, leikstjóri, leikkona, þáttastjórnandi, höfundur og tónlistarkona svo það mætti segja að hún sé þúsundþjalasmiður þegar kemur að list. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ég bjó í Grikklandi sem barn í eitt ár og fór í lýðháskóla í Danmörku eftir menntaskóla en mig hefur langað að flytja út í lengri tíma síðan þá. Mig langaði að sækja mér þekkingu, upplifa stærra samfélag, og kynnast nýju fólki. „Ég held að það sé hollt þegar maður kemur frá svona litlu landi að stækka sjóndeildarhringinn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Við fluttum út í miðjum faraldri. Ég hafði misst vinnur og verkefni sökum þess svo við ákváðum að flýta flutningum um tvo mánuði til þess að njóta borgarinnar. Ég myndi segja að það hafi verið þægilegt að búa í Stokkhólmi á þessum tímum og að ég geti ekki kvartað, takmarkanir hér hafa verið frjálslegri en heima og minna um breytingar á takmörkunum. „Við höfum samt ekki upplifað það fullkomlega að búa í stórborg, höfum ekki farið á tónleika eða ferðast jafn mikið og við hefðum annars gert.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég var mjög tilbúin að flytja andlega, kannski þar sem heima ríktu covid takmarkanir og lífið var almennt skrítið heima að mér fannst. Við settum upp auglýsingu fyrir íbúð á síðu sem heitir Blocket.se og vorum komin með íbúð tveimur mánuðum fyrir flutninga. Það gerði mér kleift að finna rækt í hverfinu og keypti aðgang þar áður en við fluttum. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Ég vildi hafa einhverja festu til þess að koma út til að gera flutningana auðveldari. Ég skráði mig líka á sænskunámskeið og byrjaði á því daginn eftir að við fluttum út. Þetta gekk í raun mun betur en ég bjóst við, allt gekk upp að lokum. Mér skilst að það sé oftast þannig en það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér enda mikið að hugsa um. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Þegar þetta er brotið niður og svo lokið þá lítur maður til baka og þótti þetta ekki endilega jafn erfitt og hausinn hélt að þetta yrði. Fjárhagslega hefur þetta alveg verið áskorun, en við kærastinn minn stöndum saman í þessu. Við vissum það þegar við fluttum að það gæti tekið tíma að koma sér fyrir. „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref afturábak við að flytja út, verandi með ekkert tengslanet og brothættan fjárhag.“ Það er frekar skrítið eftir að hafa verið í fastri vinnu og með verkefni heima að upplifa sig á einhvers konar byrjunarreit aftur. Ég var mjög dugleg fyrsta árið hér að peppa sjálfa mig, hlaupa og gera allt sem gerði mér gott andlega svo ég gæti fókuserað á réttu hlutina og jákvæðu hlutina. Því það að flytja erlendis tekur á en á sama tíma mjög þroskandi og gefandi skref að taka. „Ég ákvað bara að treysta og sjá hvert lífið leiðir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja út?Ég myndi mæla með að velja fyrstu íbúð miðsvæðis, nálægt þjónustu og mannlífi. Þá fær maður að kynnast borginni og kannski upplifir sig minna einangraðan á nýjum stað. Ég elskaði staðsetninguna á okkar fyrstu íbúð hér, hún var staðsett á móti einni af stærstu lestarstöðvunum. Ég lærði fljótt á strætó og lestarkerfið en hverfið var líka fullt af veitingastöðum og kaffihúsum sem var skemmtilegt að skoða og gerðu fyrstu vikurnar sérstaklega spennandi. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Þegar kemur að Svíþjóð þá mæli ég með því að undirbúa þolinmæðina þar sem öll praktísk vinna sem kemur að því að skrá sig inn í landið og sækja sér kennitölu tekur mikla pappírsvinnu og þolinmæði. Það er smá eins og að fara aftur í tíma og auðvelt að verða pirraður Íslendingur þar sem hlutir reddast ekki bara á staðnum. Ég mæli líka með að ef maður hefur möguleika á að reyna eins og maður getur að sleppa því að tala ensku, þetta á kannski aðallega við Norðurlönd. „Í stað þess að grípa í enskuna, bara gera sig að smá fífli og reyna sig áfram í bakaríinu, veitingastöðunum og út í búð og þá kemur tungumálið fljótar en maður hélt.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig komstu í kynni við vinnuna/námið/verkefnin sem þú ert í og hvað er það?Ég er í mastersnámi í stafrænni stjórnun (Digital Management) í Hyper island. Ég hafði fengið nokkur skilaboð um að kíkja á þennan skóla bæði áður en ég flutti og á meðan ég var hér. Ég hafði heyrt góða hluti af skólanum og að skólinn væri góð tenging við atvinnulífið. Mig vantaði fyrst og fremst tengslanet og þessi skóli er vel metinn hér í Stokkhólmi og víða í heiminum svo ég hugsaði með mér að það gæti verið sniðugt fyrir mig, verandi í nýju landi að sækja um. Ég er að klára námið núna en á aðeins mastersritgerðina eftir. „Ég er spennt að sjá hvað gerist í framtíðinni. Eins og er þá hef ég ekki hugmynd.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég sakna fjölskyldunnar mest og vina minna. Ef ég gæti flutt alla hingað á einu bretti væri ég sátt. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Vindsins, ekki spurning, ég get alveg lifað án hans. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig er veðrið?Það eru árstíðir. Ég elska það við Svíþjóð, kaldur og hvítur vetur, fallegt vor, dásamlegt og hlýtt sumar og svo haust með öllum tilheyrandi litum. Það er rosalega gott að vita þegar skammdegið kemur að manns bíður þó skandinavískt sumar við enda ganganna. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég tek almenningssamgöngur, labba, hleyp eða hjóla. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Kemurðu oft til Íslands?Ég hef bara komið tvisvar til Íslands síðan ég flutti. Það hefur ekki verið auðvelt að skipuleggja ferðir heim þar sem takmarkanir heima voru stöðugt að breytast svo mér fannst ég aldrei vita að hverju ég myndi ganga. Ég hefði líklega komið oftar ef það hefði ekki verið heimsfaraldur. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Stokkhólmur er dýr borg en matarkarfan er ódýrari hér en heima. Við keyptum íbúð hérna og það var ákveðin upplifun enda er markaðurinn hérna alveg ruglaður. En þegar maður kemst á markaðinn þá borgar maður niður íbúðina og borgar inn á höfuðstól ólíkt því sem er að gerast heima. Ég sakna þess að koma í klippingu heima því þegar ég fór fyrst í klippingu hér kostaði það 50 þúsund ISK krónur og ég var ósátt, það var skellur fyrir atvinnulausa konu í nýju landi. Þannig það fer eftir því hvert maður lítur. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Það hefur komið á óvart hversu margir hafa komið í heimsókn miðað við stöðuna í heiminum síðan við fluttum. Ég elska að fá fólk hingað, þá get ég virkilega notið tímans með fólkinu mínu. Mér finnst erfitt að fara heim því þá eru svo margir sem maður þarf að hitta. „Ég fæ enn í magann við tilhugsunina við að fara heim því ég vil ekki særa fólk ef ég næ ekki að hitta einhvern.“ Á sama tíma reynir maður að hitta sem flesta. Þess vegna er ég virkilega þakklát og þykir svo vænt um það þegar við fáum heimsókn hingað út. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Já mér skilst það. Ég myndi ekki segja að ég væri virkur meðlimur en á sama tíma á ég nokkrar vinkonur hér og hef kynnst nokkrum af mínum bestu vinkonum síðan ég flutti hingað sem eru íslenskar. Við kynntumst einhvern veginn á þennan týpíska íslenska máta, að eiga einhvern vin sameiginlegan og svo klikkuðum við. Ég tel mig mjög heppna að hafa kynnst þeim, við erum ekki bara vinkonur því við erum íslenskar heldur af því að við tengjumst. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Það er líka það æðislega við að flytja út og fara úr þægindarammanum sínum. Maður kynnist nýju fólki sem maður kannski hefði aldrei annars gefið tíma til að kynnast heima. Ég á nýjar vinkonur, við höfum kynnst nýjum vinapörum og þau eru öll stór ástæða þess að lífið í Stokkhólmi er svona gott. Það er líka hópur á Facebook sem er virkur og aðgengilegur fyrir fólk að fá svar við spurningum eða ráð varðandi flutninga hingað. Áttu þér uppáhalds stað?Ég elska Norr Malarstrand á Kungsholmen. Þar eru færri túristar en annars staðar í kjarna Stokkhólms en allt fullt af lífi, veitingastaðir, strönd, garðar og dásamlegt útsýni. Ég hljóp mikið þar þegar við bjuggum á Kungsholmen og sakna þess að ganga þar daglega. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvaða mat eða matsölustöðum myndirðu mæla með?Hér eru virkilega margir góðir veitingastaðir og barir og ég er ennþá að finna nýja staði en til þess að nefna nokkra koma þessir fyrst upp í hugann: Barbro er æðislegur asian fusion veitingastaður en það þarf að panta borð. Þetta er eitthvað sem ég er enn að læra, Svíinn er svo skipulagður að það getur verið erfitt að fara út að borða með engum fyrirvara á þessa vinsælustu staði. Ai Ramen Sofia er með besta ramen sem ég hef smakkað, bekkjarbróðir minn frá Japan tók mig þangað og kynnti mig fyrir Tan Tan ramen og ég hef varla hætt að hugsa um það síðan. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Svo eru nokkrir barir sem bjóða upp á mat sem ég elska hérna: Savant, geggjaður náttúruvínsbar, hægt að sitja úti á sumrin en annars er þetta lítill staður sem er mjög sjarmerandi. Ambar er annar náttúruvínsbar sem ég elska, hann er meiri vetrarstaður, í kjallara og alltaf sami maður að afgreiða, þau eru líka með virkilega gott dumplings sem er gert á staðnum. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Mälarpaviljognen a Norr Mälarstrand er svo klassískur til þess að upplifa sig sem alvöru Svía. Staðurinn liggur á vatninu með útsýni yfir til Södermalm og Gamla bæinn. „Það er virkilega næs að sitja þar með flösku af rósavíni (eins og Svíinn mælir með) og sjúga í sig D vítamínið frá sólinni.“ Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Hoppa út í vatnið, fá sér gott vínglas og kanelbullar. Kíkja á Fotografiska, labba um Södermalm, Vasastan eða í kringum Kungsholmen. Enda kvöldið í Birkastan og fá sér kvöldmat og góða drykki. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Ég vakna snemma því ég tek lestina í skólann og fer með hundinn til hundapössunarpíu. Ég er í skólanum frá 9-16 alla virka daga en hver dagur er ólíkur þeim næsta. Skólinn er í samstarfi við fyrirtæki hér í Stokkhólmi og hver áfangi byggður á samstarfi við mismunandi fyrirtæki hverju sinni með tilheyrandi verkefnum. Þennan mánuðinn höfum við verið að vinna í húsnæði viðskiptavinarins á Södermalm og skólinn farið fram þar. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) „Ég elska að hlaupa og reyni að koma inn hlaupi í daginn minn fyrir eða eftir skóla.“ Að lokum fer ég heim og elda góðan mat með kærastanum mínum. Mér finnst það ákveðin hugleiðsla að koma heim og elda góða máltíð og elska að prófa mig áfram í eldhúsinu. Aðra daga er ekki ólíklegt að finna mig í after work með vinkonum mínum sem endar í því að við grípum mat saman áður en við tökum lestina heim. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvað er það besta við staðinn þinn?Hér er stillt veður, verandi frá Íslandi finnst mér vera eilíft þakklæti gagnvart stilltu veðri forritað í mig. Ég elska líka að hlaupa í þessari borg, það eru endalausar hlaupaleiðir, í kringum mismunandi eyjurnar, á milli eyja, í skógum eða miðbænum umkringdur mannlífi. Fyrir utan það að ég kann vel við mig í borginni verð ég að nefna fólkið hérna líka. „Það væri ekki jafn gaman ef ég hefði ekki kærastann minn, hundinn og svo allt fólkið sem við höfum kynnst með mér.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvað er það versta við staðinn þinn?Að allir vinir mínir heima og fjölskylda eru ekki hér. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ég veit það ekki. Kannski, kannski ekki. Mér finnst erfitt að segja, ég er núna mjög ánægð hérna en eftir Covid finnst mér ég hafa lært að allt getur breyst svo ætli ég segi ekki bara að ég vil búa hér þangað til annað kemur í ljós. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Stökkið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tengdar fréttir Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. 4. apríl 2022 07:00 Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram. 27. mars 2022 09:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hundurinn þeirra Pjakkur, eða Pjakkur pulsa eins og foreldrarnir kalla hann, er einnig fæddur og uppalinn í Svíþjóð. Sigurlaug Sara er sviðshöfundur, leikstjóri, leikkona, þáttastjórnandi, höfundur og tónlistarkona svo það mætti segja að hún sé þúsundþjalasmiður þegar kemur að list. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Ég bjó í Grikklandi sem barn í eitt ár og fór í lýðháskóla í Danmörku eftir menntaskóla en mig hefur langað að flytja út í lengri tíma síðan þá. Mig langaði að sækja mér þekkingu, upplifa stærra samfélag, og kynnast nýju fólki. „Ég held að það sé hollt þegar maður kemur frá svona litlu landi að stækka sjóndeildarhringinn.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Við fluttum út í miðjum faraldri. Ég hafði misst vinnur og verkefni sökum þess svo við ákváðum að flýta flutningum um tvo mánuði til þess að njóta borgarinnar. Ég myndi segja að það hafi verið þægilegt að búa í Stokkhólmi á þessum tímum og að ég geti ekki kvartað, takmarkanir hér hafa verið frjálslegri en heima og minna um breytingar á takmörkunum. „Við höfum samt ekki upplifað það fullkomlega að búa í stórborg, höfum ekki farið á tónleika eða ferðast jafn mikið og við hefðum annars gert.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Ég var mjög tilbúin að flytja andlega, kannski þar sem heima ríktu covid takmarkanir og lífið var almennt skrítið heima að mér fannst. Við settum upp auglýsingu fyrir íbúð á síðu sem heitir Blocket.se og vorum komin með íbúð tveimur mánuðum fyrir flutninga. Það gerði mér kleift að finna rækt í hverfinu og keypti aðgang þar áður en við fluttum. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Ég vildi hafa einhverja festu til þess að koma út til að gera flutningana auðveldari. Ég skráði mig líka á sænskunámskeið og byrjaði á því daginn eftir að við fluttum út. Þetta gekk í raun mun betur en ég bjóst við, allt gekk upp að lokum. Mér skilst að það sé oftast þannig en það er auðvelt að mikla þetta fyrir sér enda mikið að hugsa um. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Þegar þetta er brotið niður og svo lokið þá lítur maður til baka og þótti þetta ekki endilega jafn erfitt og hausinn hélt að þetta yrði. Fjárhagslega hefur þetta alveg verið áskorun, en við kærastinn minn stöndum saman í þessu. Við vissum það þegar við fluttum að það gæti tekið tíma að koma sér fyrir. „Mér leið stundum eins og ég hefði tekið skref afturábak við að flytja út, verandi með ekkert tengslanet og brothættan fjárhag.“ Það er frekar skrítið eftir að hafa verið í fastri vinnu og með verkefni heima að upplifa sig á einhvers konar byrjunarreit aftur. Ég var mjög dugleg fyrsta árið hér að peppa sjálfa mig, hlaupa og gera allt sem gerði mér gott andlega svo ég gæti fókuserað á réttu hlutina og jákvæðu hlutina. Því það að flytja erlendis tekur á en á sama tíma mjög þroskandi og gefandi skref að taka. „Ég ákvað bara að treysta og sjá hvert lífið leiðir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja út?Ég myndi mæla með að velja fyrstu íbúð miðsvæðis, nálægt þjónustu og mannlífi. Þá fær maður að kynnast borginni og kannski upplifir sig minna einangraðan á nýjum stað. Ég elskaði staðsetninguna á okkar fyrstu íbúð hér, hún var staðsett á móti einni af stærstu lestarstöðvunum. Ég lærði fljótt á strætó og lestarkerfið en hverfið var líka fullt af veitingastöðum og kaffihúsum sem var skemmtilegt að skoða og gerðu fyrstu vikurnar sérstaklega spennandi. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Þegar kemur að Svíþjóð þá mæli ég með því að undirbúa þolinmæðina þar sem öll praktísk vinna sem kemur að því að skrá sig inn í landið og sækja sér kennitölu tekur mikla pappírsvinnu og þolinmæði. Það er smá eins og að fara aftur í tíma og auðvelt að verða pirraður Íslendingur þar sem hlutir reddast ekki bara á staðnum. Ég mæli líka með að ef maður hefur möguleika á að reyna eins og maður getur að sleppa því að tala ensku, þetta á kannski aðallega við Norðurlönd. „Í stað þess að grípa í enskuna, bara gera sig að smá fífli og reyna sig áfram í bakaríinu, veitingastöðunum og út í búð og þá kemur tungumálið fljótar en maður hélt.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig komstu í kynni við vinnuna/námið/verkefnin sem þú ert í og hvað er það?Ég er í mastersnámi í stafrænni stjórnun (Digital Management) í Hyper island. Ég hafði fengið nokkur skilaboð um að kíkja á þennan skóla bæði áður en ég flutti og á meðan ég var hér. Ég hafði heyrt góða hluti af skólanum og að skólinn væri góð tenging við atvinnulífið. Mig vantaði fyrst og fremst tengslanet og þessi skóli er vel metinn hér í Stokkhólmi og víða í heiminum svo ég hugsaði með mér að það gæti verið sniðugt fyrir mig, verandi í nýju landi að sækja um. Ég er að klára námið núna en á aðeins mastersritgerðina eftir. „Ég er spennt að sjá hvað gerist í framtíðinni. Eins og er þá hef ég ekki hugmynd.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvers saknarðu mest við Ísland?Ég sakna fjölskyldunnar mest og vina minna. Ef ég gæti flutt alla hingað á einu bretti væri ég sátt. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Vindsins, ekki spurning, ég get alveg lifað án hans. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig er veðrið?Það eru árstíðir. Ég elska það við Svíþjóð, kaldur og hvítur vetur, fallegt vor, dásamlegt og hlýtt sumar og svo haust með öllum tilheyrandi litum. Það er rosalega gott að vita þegar skammdegið kemur að manns bíður þó skandinavískt sumar við enda ganganna. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég tek almenningssamgöngur, labba, hleyp eða hjóla. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Kemurðu oft til Íslands?Ég hef bara komið tvisvar til Íslands síðan ég flutti. Það hefur ekki verið auðvelt að skipuleggja ferðir heim þar sem takmarkanir heima voru stöðugt að breytast svo mér fannst ég aldrei vita að hverju ég myndi ganga. Ég hefði líklega komið oftar ef það hefði ekki verið heimsfaraldur. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Stokkhólmur er dýr borg en matarkarfan er ódýrari hér en heima. Við keyptum íbúð hérna og það var ákveðin upplifun enda er markaðurinn hérna alveg ruglaður. En þegar maður kemst á markaðinn þá borgar maður niður íbúðina og borgar inn á höfuðstól ólíkt því sem er að gerast heima. Ég sakna þess að koma í klippingu heima því þegar ég fór fyrst í klippingu hér kostaði það 50 þúsund ISK krónur og ég var ósátt, það var skellur fyrir atvinnulausa konu í nýju landi. Þannig það fer eftir því hvert maður lítur. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Það hefur komið á óvart hversu margir hafa komið í heimsókn miðað við stöðuna í heiminum síðan við fluttum. Ég elska að fá fólk hingað, þá get ég virkilega notið tímans með fólkinu mínu. Mér finnst erfitt að fara heim því þá eru svo margir sem maður þarf að hitta. „Ég fæ enn í magann við tilhugsunina við að fara heim því ég vil ekki særa fólk ef ég næ ekki að hitta einhvern.“ Á sama tíma reynir maður að hitta sem flesta. Þess vegna er ég virkilega þakklát og þykir svo vænt um það þegar við fáum heimsókn hingað út. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Er sterkt Íslendingasamfélag þar sem þú ert?Já mér skilst það. Ég myndi ekki segja að ég væri virkur meðlimur en á sama tíma á ég nokkrar vinkonur hér og hef kynnst nokkrum af mínum bestu vinkonum síðan ég flutti hingað sem eru íslenskar. Við kynntumst einhvern veginn á þennan týpíska íslenska máta, að eiga einhvern vin sameiginlegan og svo klikkuðum við. Ég tel mig mjög heppna að hafa kynnst þeim, við erum ekki bara vinkonur því við erum íslenskar heldur af því að við tengjumst. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Það er líka það æðislega við að flytja út og fara úr þægindarammanum sínum. Maður kynnist nýju fólki sem maður kannski hefði aldrei annars gefið tíma til að kynnast heima. Ég á nýjar vinkonur, við höfum kynnst nýjum vinapörum og þau eru öll stór ástæða þess að lífið í Stokkhólmi er svona gott. Það er líka hópur á Facebook sem er virkur og aðgengilegur fyrir fólk að fá svar við spurningum eða ráð varðandi flutninga hingað. Áttu þér uppáhalds stað?Ég elska Norr Malarstrand á Kungsholmen. Þar eru færri túristar en annars staðar í kjarna Stokkhólms en allt fullt af lífi, veitingastaðir, strönd, garðar og dásamlegt útsýni. Ég hljóp mikið þar þegar við bjuggum á Kungsholmen og sakna þess að ganga þar daglega. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvaða mat eða matsölustöðum myndirðu mæla með?Hér eru virkilega margir góðir veitingastaðir og barir og ég er ennþá að finna nýja staði en til þess að nefna nokkra koma þessir fyrst upp í hugann: Barbro er æðislegur asian fusion veitingastaður en það þarf að panta borð. Þetta er eitthvað sem ég er enn að læra, Svíinn er svo skipulagður að það getur verið erfitt að fara út að borða með engum fyrirvara á þessa vinsælustu staði. Ai Ramen Sofia er með besta ramen sem ég hef smakkað, bekkjarbróðir minn frá Japan tók mig þangað og kynnti mig fyrir Tan Tan ramen og ég hef varla hætt að hugsa um það síðan. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Svo eru nokkrir barir sem bjóða upp á mat sem ég elska hérna: Savant, geggjaður náttúruvínsbar, hægt að sitja úti á sumrin en annars er þetta lítill staður sem er mjög sjarmerandi. Ambar er annar náttúruvínsbar sem ég elska, hann er meiri vetrarstaður, í kjallara og alltaf sami maður að afgreiða, þau eru líka með virkilega gott dumplings sem er gert á staðnum. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Mälarpaviljognen a Norr Mälarstrand er svo klassískur til þess að upplifa sig sem alvöru Svía. Staðurinn liggur á vatninu með útsýni yfir til Södermalm og Gamla bæinn. „Það er virkilega næs að sitja þar með flösku af rósavíni (eins og Svíinn mælir með) og sjúga í sig D vítamínið frá sólinni.“ Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað?Hoppa út í vatnið, fá sér gott vínglas og kanelbullar. Kíkja á Fotografiska, labba um Södermalm, Vasastan eða í kringum Kungsholmen. Enda kvöldið í Birkastan og fá sér kvöldmat og góða drykki. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Ég vakna snemma því ég tek lestina í skólann og fer með hundinn til hundapössunarpíu. Ég er í skólanum frá 9-16 alla virka daga en hver dagur er ólíkur þeim næsta. Skólinn er í samstarfi við fyrirtæki hér í Stokkhólmi og hver áfangi byggður á samstarfi við mismunandi fyrirtæki hverju sinni með tilheyrandi verkefnum. Þennan mánuðinn höfum við verið að vinna í húsnæði viðskiptavinarins á Södermalm og skólinn farið fram þar. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) „Ég elska að hlaupa og reyni að koma inn hlaupi í daginn minn fyrir eða eftir skóla.“ Að lokum fer ég heim og elda góðan mat með kærastanum mínum. Mér finnst það ákveðin hugleiðsla að koma heim og elda góða máltíð og elska að prófa mig áfram í eldhúsinu. Aðra daga er ekki ólíklegt að finna mig í after work með vinkonum mínum sem endar í því að við grípum mat saman áður en við tökum lestina heim. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvað er það besta við staðinn þinn?Hér er stillt veður, verandi frá Íslandi finnst mér vera eilíft þakklæti gagnvart stilltu veðri forritað í mig. Ég elska líka að hlaupa í þessari borg, það eru endalausar hlaupaleiðir, í kringum mismunandi eyjurnar, á milli eyja, í skógum eða miðbænum umkringdur mannlífi. Fyrir utan það að ég kann vel við mig í borginni verð ég að nefna fólkið hérna líka. „Það væri ekki jafn gaman ef ég hefði ekki kærastann minn, hundinn og svo allt fólkið sem við höfum kynnst með mér.“ View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag) Hvað er það versta við staðinn þinn?Að allir vinir mínir heima og fjölskylda eru ekki hér. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ég veit það ekki. Kannski, kannski ekki. Mér finnst erfitt að segja, ég er núna mjög ánægð hérna en eftir Covid finnst mér ég hafa lært að allt getur breyst svo ætli ég segi ekki bara að ég vil búa hér þangað til annað kemur í ljós. View this post on Instagram A post shared by Sigurlaug Sara (@sigurlaugsarag)
Stökkið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tengdar fréttir Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00 Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. 4. apríl 2022 07:00 Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram. 27. mars 2022 09:01 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Stökkið: „Ég hef alltaf verið rosalega mikill Ameríkani og mér datt ekki í hug að prufa að búa á Íslandi“ Tónlistarkonan Ragnhildur Veigarsdóttir tók öfugt stökk og flutti til Íslands átján ára gömul eftir að hafa búið í Los Angeles nánast allt sitt líf. Í dag er hún í hljómsveitinni FLOTT sem vann á dögunum tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum. 11. apríl 2022 07:00
Stökkið: „Ég bókstaflega pakkaði í eina ferðatösku og keypti flugmiða aðra leið“ Vigdís Erla býr í Berlín í Þýskalandi þangað sem hún flutti árið 2013 eftir að hafa fundið kvikmynda og ljósmyndaskóla á netinu, sótt um og komist inn. Hún pakkaði í eina tösku, keypti miða og flaug út á vit ævintýranna. 4. apríl 2022 07:00
Stökkið: Vírusinn reyndist vera atvinnutilboð Axel Þorsteinsson er búsettur í Kúveit eftir að hafa upphaflega flutt til Dubai árið 2016 þar sem hann starfar sem sérhæfður bakari. Axel býr úti með hundinum sínum Murphy og hélt fyrst að um vírus væri að ræða þegar hann var uppgötvaður á Instagram. 27. mars 2022 09:01