Hawks og Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. apríl 2022 11:29 Trae Young átti góðan leik í liði Atlanta Hawks í nótt. Todd Kirkland/Getty Images Atlanta Hawks og New Orleans Pelicans eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að liðin sigruðu sína leiki í nótt. Atlanta vann 29 stiga sigur á Charlotte Hornets, 132-103, og New Orleans-liðið vann tíu stiga sigur á San Antonio Spurs, 113-103. Atlanta Hawks hafði yfirhöndina gegn Charlotte Hornets í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 32-23, Atlanta-liðinu í vil. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og þegar gengið var til búningsherbergja hafði Atlanta átta stiga forskot, staðan 60-52. Heimamenn í Atlanta tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og skoruðu 42 stig gegn 24 stigum gestanna. Það var því aðeins formsatriði fyrir þá að klára leikinn, en lokatölur urðu 132-103, Atlanta Hawks í vil. Trae Young var atkvæðamestur í liði Atlanta með tvöfalda tvennu, en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. LaMelo Ball dró vagninn fyrir Charlotte og skoraði 26 stig. Atlanta Hawks mætir Cleveland Cavaliers í nótt í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Liðið sem hefur betur mætir svo Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young dimed out 11 assists leading the @ATLHawks to the win. They advance to play the Cavs for the 8th seed in the East!Trae Young: 24 PTS, 11 ASTClint Capela: 15 PTS, 17 REB, 2 STL, 3 BLKHAWKS vs. CAVS Friday, April 15th at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/F8vBSW2JX1— NBA (@NBA) April 14, 2022 Leikur New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs bauð upp á örlítið meiri spennu, en lið New Orelans hafði þó yfirhöndina stærstan hluta leiksins. Þeir leiddu með 11 stigum þegar flautað var til hálfleiks og munurinn var svo kominn í 17 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir í San Antonio Spurs náðu að klóra aðeins í bakkann, en það var of lítið og of seint og niðurstaðan varð tíu stiga sigur Pelicans, 113-103. CJ McCollum var stigahæstur í liði Pelicans með 32 stig, en þar af skoraði hann 27 í fyrri hálfleik. Devin Vassell var atkvæðamestur í liði Spurs með 23 stig. New Orleans Pelicans mætir því Los Angeles Clippers í nótt í úrslitaleik um seinasta lausa sætir í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Sigurliðið mætir svo Phoenix Suns í átta liða úrslitum. CJ was a PERFECT 7/7 FGM in Q2 on his way to a 27-point first-half. The @PelicansNBA advance in the #MetaQuestPlayIn to face the Clippers for the 8th seed in the West! #WBD CJ: 32 PTS, 6 REB, 7 AST Ingram: 27 PTS, 5 REB, 5 ASTNOP vs LAC Friday, April 15th at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/kahmbfh2Jk— NBA (@NBA) April 14, 2022 NBA Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Atlanta Hawks hafði yfirhöndina gegn Charlotte Hornets í fyrsta leikhluta, en að honum loknum var staðan 32-23, Atlanta-liðinu í vil. Meira jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta og þegar gengið var til búningsherbergja hafði Atlanta átta stiga forskot, staðan 60-52. Heimamenn í Atlanta tóku svo öll völd á vellinum í þriðja leikhluta og skoruðu 42 stig gegn 24 stigum gestanna. Það var því aðeins formsatriði fyrir þá að klára leikinn, en lokatölur urðu 132-103, Atlanta Hawks í vil. Trae Young var atkvæðamestur í liði Atlanta með tvöfalda tvennu, en hann skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar. LaMelo Ball dró vagninn fyrir Charlotte og skoraði 26 stig. Atlanta Hawks mætir Cleveland Cavaliers í nótt í úrslitaleik um sæti í úrslitakeppninni. Liðið sem hefur betur mætir svo Miami Heat í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Trae Young dimed out 11 assists leading the @ATLHawks to the win. They advance to play the Cavs for the 8th seed in the East!Trae Young: 24 PTS, 11 ASTClint Capela: 15 PTS, 17 REB, 2 STL, 3 BLKHAWKS vs. CAVS Friday, April 15th at 7:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/F8vBSW2JX1— NBA (@NBA) April 14, 2022 Leikur New Orleans Pelicans og San Antonio Spurs bauð upp á örlítið meiri spennu, en lið New Orelans hafði þó yfirhöndina stærstan hluta leiksins. Þeir leiddu með 11 stigum þegar flautað var til hálfleiks og munurinn var svo kominn í 17 stig þegar komið var að lokaleikhlutanum. Gestirnir í San Antonio Spurs náðu að klóra aðeins í bakkann, en það var of lítið og of seint og niðurstaðan varð tíu stiga sigur Pelicans, 113-103. CJ McCollum var stigahæstur í liði Pelicans með 32 stig, en þar af skoraði hann 27 í fyrri hálfleik. Devin Vassell var atkvæðamestur í liði Spurs með 23 stig. New Orleans Pelicans mætir því Los Angeles Clippers í nótt í úrslitaleik um seinasta lausa sætir í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Sigurliðið mætir svo Phoenix Suns í átta liða úrslitum. CJ was a PERFECT 7/7 FGM in Q2 on his way to a 27-point first-half. The @PelicansNBA advance in the #MetaQuestPlayIn to face the Clippers for the 8th seed in the West! #WBD CJ: 32 PTS, 6 REB, 7 AST Ingram: 27 PTS, 5 REB, 5 ASTNOP vs LAC Friday, April 15th at 10pm/et on TNT pic.twitter.com/kahmbfh2Jk— NBA (@NBA) April 14, 2022
NBA Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti „Ég elska að vera í Njarðvík“ Sport Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Handbolti Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira