Bæta upp fyrir lokaða Vínbúð með heimsendingu áfengis Snorri Másson skrifar 14. apríl 2022 14:20 Lokað er í Vínbúðum yfir páskana nema á laugardag - en ekki í erlend-íslenskum vefverslunum, sem bjóða upp á heimsendingu áfengis á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Þeir sem sýndu ekki nauðsynlega fyrirhyggju í aðdraganda páska og keyptu vín geta reitt sig á þjónustu danskrar vefverslunar með áfengi , sem þó er alfarið með starfsemi á Íslandi. Á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir: „Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju.“ Þetta þýðir að ekki er hægt að kaupa vín eftir hefðbundnum leiðum á næstu dögum, nema á laugardag. Á frídögunum er það hægt eftir óhefðbundnum leiðum. Danska vefverslunin Desma hefur ákveðið að vera með opið alla páskana og heimsendingartími á höfuðborgarsvæðinu eru nítíu mínútur. Bjór, vín, gin, vodka, allt sem hugurinn girnist. Ísak Óli Helgason er eigandi fyrirtækisins. „Vínbúðin má náttúrulega bara gera það sem hún vill, af því að það er enginn annar sem fólk myndi fara til í staðinn, eins og þetta er venjulega. Það náttúrulega er ekki alveg ásættanlegt að það yrði ekki möguleiki,“ segir Ísak Óli í samtali við fréttastofu. En má þetta bara, gæti einhver spurt. Já, það má panta vín af erlendum vefverslunum og þar gildir einu hvort þær séu með lager á Íslandi. „Ég ber þetta oft saman við það ef þú ferð inn á Amazon.com og pantar þér rauðvín og lætur senda það til Íslands, þá er þetta ekki ósvipað,“ segir Ísak Óli. Það eru þó ekki allir á eitt sáttir um þetta sem verður að kalla ákveðna glufu í lögunum og ÁTVR hefur raunar staðið í dómsmálum gegn fyrirtækjum í sambærilegri starfsemi. Þar hafa dómar þó fallið fyrirtækjunum í vil; og ÁTVR hefur hætt við að áfrýja þeim. Á meðan eru þessir dönsku kaupmenn með vefverslanir í blússandi viðskiptum óáreittir af íslenskum yfirvöldum, viðskiptavinum til heilla, segir Ísak. Uppfært: Nýja Vínbúðin er einnig með sambærilega þjónustu í boði og með opið alla páskana, samanber myndina hér efst. Áfengi og tóbak Páskar Verslun Neytendur Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 „Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
Á vef Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins segir: „Vínbúðirnar verða lokaðar á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum skv. venju.“ Þetta þýðir að ekki er hægt að kaupa vín eftir hefðbundnum leiðum á næstu dögum, nema á laugardag. Á frídögunum er það hægt eftir óhefðbundnum leiðum. Danska vefverslunin Desma hefur ákveðið að vera með opið alla páskana og heimsendingartími á höfuðborgarsvæðinu eru nítíu mínútur. Bjór, vín, gin, vodka, allt sem hugurinn girnist. Ísak Óli Helgason er eigandi fyrirtækisins. „Vínbúðin má náttúrulega bara gera það sem hún vill, af því að það er enginn annar sem fólk myndi fara til í staðinn, eins og þetta er venjulega. Það náttúrulega er ekki alveg ásættanlegt að það yrði ekki möguleiki,“ segir Ísak Óli í samtali við fréttastofu. En má þetta bara, gæti einhver spurt. Já, það má panta vín af erlendum vefverslunum og þar gildir einu hvort þær séu með lager á Íslandi. „Ég ber þetta oft saman við það ef þú ferð inn á Amazon.com og pantar þér rauðvín og lætur senda það til Íslands, þá er þetta ekki ósvipað,“ segir Ísak Óli. Það eru þó ekki allir á eitt sáttir um þetta sem verður að kalla ákveðna glufu í lögunum og ÁTVR hefur raunar staðið í dómsmálum gegn fyrirtækjum í sambærilegri starfsemi. Þar hafa dómar þó fallið fyrirtækjunum í vil; og ÁTVR hefur hætt við að áfrýja þeim. Á meðan eru þessir dönsku kaupmenn með vefverslanir í blússandi viðskiptum óáreittir af íslenskum yfirvöldum, viðskiptavinum til heilla, segir Ísak. Uppfært: Nýja Vínbúðin er einnig með sambærilega þjónustu í boði og með opið alla páskana, samanber myndina hér efst.
Áfengi og tóbak Páskar Verslun Neytendur Tengdar fréttir ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49 „Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Sjá meira
ÁTVR unir niðurstöðu héraðsdóms sem vísaði máli gegn netverslunum frá dómi ÁTVR hefur ákveðið að áfrýja ekki niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur um frávísun mála sem höfðuð voru í þeim tilgangi að stöðva sölu áfengis í vefverslunum hér á landi. 31. mars 2022 14:49
„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. 29. mars 2022 09:00