Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 09:50 David Wolfson hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhaldanna. AP/Twitter Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. David Wolfson aðstoðarráðherra segir að hegðun Boris Johnson forsætisráðherra, auk annarra sem viðstaddir voru veisluhöldin, hafi verið óásættanleg. Wolfson er fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna málsins en hann kveðst ekki hafa annarra kosta völ. „Það er rangt að leiða hegðun forsætisráðherra hjá sér. Veisluhöldin voru óréttlætanleg og þá sérstaklega í því ljósi að flestir almennir borgarar hafi farið að sóttvarnareglum. Sumir voru sektaðir og aðrir sóttir til saka fyrir það sem virðast hafa verið léttvægari og minni brot en veisluhöldin,“ segir Wolfson. My letter to the Prime Minister today. pic.twitter.com/lADCvKDKbB— David Wolfson (@DXWQC) April 13, 2022 Afsögn Wolfson gæti haft áhrif á stjórnarsetu forsætisráðherra. Nigel Mills, þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði í gær að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu á hendur Johnson vegna veisluhaldanna. Wolfson sagði í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að allir ættu að vera jafnir í réttarríki: „Það er grundvallarregla í stjórnskipun réttarríkis að allir séu jafnir fyrir lögum. Ekki bara almennir borgarar heldur einnig ríkið sjálft.“ Þá gagnrýnir Wolfson einnig viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar eftir veisluhöldin. Forsætisráðherra þakkaði Wolfson fyrir vel unnin störf og kvaðst harma málalokin, segir í frétt Guardian um málið. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Wolfson væri dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt. Dominic Raab er dómsmálaráðherra. Wolfson gegndi embætti aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu. Fyrirsögn og texta í fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
David Wolfson aðstoðarráðherra segir að hegðun Boris Johnson forsætisráðherra, auk annarra sem viðstaddir voru veisluhöldin, hafi verið óásættanleg. Wolfson er fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna málsins en hann kveðst ekki hafa annarra kosta völ. „Það er rangt að leiða hegðun forsætisráðherra hjá sér. Veisluhöldin voru óréttlætanleg og þá sérstaklega í því ljósi að flestir almennir borgarar hafi farið að sóttvarnareglum. Sumir voru sektaðir og aðrir sóttir til saka fyrir það sem virðast hafa verið léttvægari og minni brot en veisluhöldin,“ segir Wolfson. My letter to the Prime Minister today. pic.twitter.com/lADCvKDKbB— David Wolfson (@DXWQC) April 13, 2022 Afsögn Wolfson gæti haft áhrif á stjórnarsetu forsætisráðherra. Nigel Mills, þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði í gær að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu á hendur Johnson vegna veisluhaldanna. Wolfson sagði í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að allir ættu að vera jafnir í réttarríki: „Það er grundvallarregla í stjórnskipun réttarríkis að allir séu jafnir fyrir lögum. Ekki bara almennir borgarar heldur einnig ríkið sjálft.“ Þá gagnrýnir Wolfson einnig viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar eftir veisluhöldin. Forsætisráðherra þakkaði Wolfson fyrir vel unnin störf og kvaðst harma málalokin, segir í frétt Guardian um málið. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Wolfson væri dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt. Dominic Raab er dómsmálaráðherra. Wolfson gegndi embætti aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu. Fyrirsögn og texta í fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54