Ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar: „Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 11:00 Sylvía Ólafsdóttir lögmaður segir að flestir starfsmenn séu enn að melta fregnir vikunnar. Vísir/Egill Lögfræðingur hyggst bjóða fría lögfræðiaðstoð fyrir starfsfólk Eflingar sem sagt var upp í hópuppsögn í vikunni. Hún segir að réttlætiskennd sinni sé misboðið og að það skjóti skökku við að stéttarfélag grípi til umræddra aðgerða gegn starfsmönnum sínum. Sylvía Ólafsdóttir lögmaður vann hjá Eflingu en hætti árið 2020. Hún segir að málið varði sig sérstaklega enda séu margir þeirra, sem sagt var upp í vikunni, fyrrum samstarfsmenn. „Þetta eru vinnufélagar mínir fyrrverandi. Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið. Hópuppsagnir stéttarfélags; stéttarfélags sem á að berjast fyrir að svona sé aldrei gert. Stéttarfélag ætti að vera fyrirmyndavinnustaður þar sem að öllu starfsfólki liði vel og fengi greitt fyrir vinnu sína. Þetta er bara svo öfugsnúið,“ segir Sylvía. „Fólk er bara í áfalli“ Hún segir að málin skýrist vonandi á næstu dögum en telur að skrifstofan verði óstarfhæf - að minnsta kosti um sinn. Margir hafi haft samband við hana nú þegar og hún gerir ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn eftir páska. Sylvía Ólafsdóttir lögmaður segir að margir starfsmenn hafi átt erfitt með svefn og séu hreinlega í áfalli.Aðsend „Fólk er bara í áfalli, það er ekki að sofa á nóttunni og bara áhyggjur og kvíði yfir framtíðinni. Ég sé ekki fyrir mér að skrifstofan verði starfhæf í mjög langan tíma,“ segir Sylvía. Aðspurð segist hún ekki hika við að bera lögmæti uppsagnanna undir dómstóla: „Auðvitað. Við myndum alltaf ráðleggja félagsmönnum þetta, að sækja sinn ýtrasta rétt. Það er það sem stéttarfélög gera,“ segir Sylvía. Hún ítrekar að starfsfólk Eflingar geti leitað til stéttarfélaga sinna vegna uppsagnanna en margir starfsmenn eru í VR. Þeir starfsmenn Eflingar sem einnig hafa verið í stéttarfélaginu sem slíku eigi ekki í nein hús að vernda. Kanna grundvöll fyrir skaðabótamálum Meðal þeirra hluta sem hún ætlar að kanna er hvernig staðið var að undirbúningi uppsagnanna - hvort að framkvæmdin hafi verið rétt. Fólki hafi verið sagt upp með tölvupósti um miðja nótt og athuga þurfi hvort grundvöllur geti verið fyrir skaðabótamálum. „Ég hef aldrei séð svona. Burtséð frá því hvort að það er stéttarfélag eða ekki, sérðu bara fyrir þér að einhver opinber stofnun segi: „Hey, við þurfum að breyta launastrúktúr og skipulagi. Rekum bara alla.“ Maður sér það alveg að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun verður óstarfhæf því það er ekkert víst að allir sem að fá þessa blautu tusku í andlitið vilji vinna þarna áfram og sækja um aftur,“ segir Sylvía. „Það eru rosalega margir í áfalli. Þetta var bara svakalegur skellur, ég er ekki að sjá fyrir mér það séu allir þarna sem eru að fara að eiga gleðilega páska. Fólk er bara í sjokki. Og sumum hafa aldrei verið sagt upp; að fá þessa höfnun,“ bætir hún við. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14. apríl 2022 18:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sylvía Ólafsdóttir lögmaður vann hjá Eflingu en hætti árið 2020. Hún segir að málið varði sig sérstaklega enda séu margir þeirra, sem sagt var upp í vikunni, fyrrum samstarfsmenn. „Þetta eru vinnufélagar mínir fyrrverandi. Réttlætiskennd minni er bara algjörlega misboðið. Hópuppsagnir stéttarfélags; stéttarfélags sem á að berjast fyrir að svona sé aldrei gert. Stéttarfélag ætti að vera fyrirmyndavinnustaður þar sem að öllu starfsfólki liði vel og fengi greitt fyrir vinnu sína. Þetta er bara svo öfugsnúið,“ segir Sylvía. „Fólk er bara í áfalli“ Hún segir að málin skýrist vonandi á næstu dögum en telur að skrifstofan verði óstarfhæf - að minnsta kosti um sinn. Margir hafi haft samband við hana nú þegar og hún gerir ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn eftir páska. Sylvía Ólafsdóttir lögmaður segir að margir starfsmenn hafi átt erfitt með svefn og séu hreinlega í áfalli.Aðsend „Fólk er bara í áfalli, það er ekki að sofa á nóttunni og bara áhyggjur og kvíði yfir framtíðinni. Ég sé ekki fyrir mér að skrifstofan verði starfhæf í mjög langan tíma,“ segir Sylvía. Aðspurð segist hún ekki hika við að bera lögmæti uppsagnanna undir dómstóla: „Auðvitað. Við myndum alltaf ráðleggja félagsmönnum þetta, að sækja sinn ýtrasta rétt. Það er það sem stéttarfélög gera,“ segir Sylvía. Hún ítrekar að starfsfólk Eflingar geti leitað til stéttarfélaga sinna vegna uppsagnanna en margir starfsmenn eru í VR. Þeir starfsmenn Eflingar sem einnig hafa verið í stéttarfélaginu sem slíku eigi ekki í nein hús að vernda. Kanna grundvöll fyrir skaðabótamálum Meðal þeirra hluta sem hún ætlar að kanna er hvernig staðið var að undirbúningi uppsagnanna - hvort að framkvæmdin hafi verið rétt. Fólki hafi verið sagt upp með tölvupósti um miðja nótt og athuga þurfi hvort grundvöllur geti verið fyrir skaðabótamálum. „Ég hef aldrei séð svona. Burtséð frá því hvort að það er stéttarfélag eða ekki, sérðu bara fyrir þér að einhver opinber stofnun segi: „Hey, við þurfum að breyta launastrúktúr og skipulagi. Rekum bara alla.“ Maður sér það alveg að viðkomandi fyrirtæki eða stofnun verður óstarfhæf því það er ekkert víst að allir sem að fá þessa blautu tusku í andlitið vilji vinna þarna áfram og sækja um aftur,“ segir Sylvía. „Það eru rosalega margir í áfalli. Þetta var bara svakalegur skellur, ég er ekki að sjá fyrir mér það séu allir þarna sem eru að fara að eiga gleðilega páska. Fólk er bara í sjokki. Og sumum hafa aldrei verið sagt upp; að fá þessa höfnun,“ bætir hún við.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14. apríl 2022 18:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54
Mun hafa áhrif langt út á vinnumarkaðinn Eftirlitsmaður hjá Alþýðusambandinu segir hópuppsögn hjá Eflingu fordæmalausa og að hún muni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Formaður Eflingar segir nóg komið af því að lítið sé gert úr forystu félagsins. 14. apríl 2022 18:54
Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51