Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2022 20:00 Gabríel Benjamín, trúnaðarmaður Eflingar fyrir VR, segir ljóst að auglýsingin hafi verið gerð með það fyrir sjónum að ákveðnir aðilar myndu ekki snúa aftur. Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. Efling auglýsti í morgun eftir nýju starfsfólki með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Í auglýsingunni var óskað eftir fólki í flest störf, allt frá framkvæmdastjóra til þjónustufulltrúa. Það vakti þó athygli meðal fyrrum starfsmanna sem hugðust sækja aftur um að nú væri gerð krafa um góða færni í íslensku og ensku. „Þess ber að geta að það eru þó nokkrir starfsmenn innan Eflingar sem tala ekki reiprennandi íslensku og það er þar af leiðandi verið að útskúfa þá fyrir það,“ segir Gabríel Benjamín, kjaramálafulltrúi og trúnaðarmaður Eflingar fyrir VR. Hann vísar til að mynda til tveggja starfsmanna sem starfa við vinnustaðareftirlit. „Hvorug þeirra talar reiprennandi íslensku en á milli sín tala þær átta tungumál, sem er gífurlegur mannauður fyrir Eflingu,“ segir Gabríel en hann segir þær geta nálgast fólkið betur en aðrir sem tala ekki tungumálið. „Það er gífurlega mikilvægt að við getum nálgast þetta fólk á því tungumáli sem það skilur.“ Ljóst hverjir eigi að halda starfi sínu og hverjir ekki Þá virðist samráð ekki hafa átt sér stað, líkt og kveðið er á um í lögum, og lítið er um sveigjanleika. „Við sjáum núna að stjórnin kom þessu í gegn, stjórn Sólveigar Önnu, Baráttulistinn, án umræðu. Það hefur verið ráðist í þessa risastóra auglýsingu og ég ætla bara ekki að trúa því að það hafi náðst á einhverjum tveimur dögum að undirbúa það,“ segir Gabríel. Hann telur ólíklegt að um saklaus mistök hafi verið að ræða við gerð auglýsingarinnar þannig ákveðnir starfsmenn geta ekki sótt um sitt starf aftur. „Ég held að það sé alveg borðliggjandi þegar þú ferð í gegnum þessar auglýsingar, þá sérðu hver á að halda starfi sínu og hver á ekki að halda starfi sínu,“ segir hann. Í gærkvöldi kom síðan í ljós að starfsmenn höfðu ekki lengur aðgang að innri vef þar sem þeir áttu í óformlegum samskiptum. „Það að loka þessum innri vef, ég veit ekki hvort það sé vísvitandi, og ef svo er þá er það augljóslega til þess að reyna að stöðva okkur starfsfólkið til að ræða saman og skipuleggja okkur, eða þetta eru mistök, en ég skil ekki af hverju það er ekki búið að hafa samband við okkur og ræða það,“ segir Gabríel. Hann segir starfsmenn skiljanlega í miklu áfalli og að þeir séu einfaldlega að reyna að átta sig á því í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Finnst þer að það sé eitthvað hægt að gera til að bæta þetta upp að svo stöddu? Afsökunarbeiðni væri góð til að byrja með. Áhyggjuraddir meðal stjórnarmanna VR Stjórn VR fundaði um málið í dag en heimildir fréttastofu herma að skiptar skoðanir hafi verið meðal stjórnarmanna og að þeir muni funda aftur. Áhyggjuraddir heyrast meðal stjórnarmanna, ekki síst í ljósi þess að af þeim sem sagt var upp hjá Eflingu eru um tíu félagsmenn VR. Þeir segja að stefnt verði að því að bregðast við eins fljótt og auðið er og hafa bent á að VR sé reiðubúið til að leggja félagsmönnum Eflingar lið, óski þeir eftir því. Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. 15. apríl 2022 18:32 „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Efling auglýsti í morgun eftir nýju starfsfólki með heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu. Í auglýsingunni var óskað eftir fólki í flest störf, allt frá framkvæmdastjóra til þjónustufulltrúa. Það vakti þó athygli meðal fyrrum starfsmanna sem hugðust sækja aftur um að nú væri gerð krafa um góða færni í íslensku og ensku. „Þess ber að geta að það eru þó nokkrir starfsmenn innan Eflingar sem tala ekki reiprennandi íslensku og það er þar af leiðandi verið að útskúfa þá fyrir það,“ segir Gabríel Benjamín, kjaramálafulltrúi og trúnaðarmaður Eflingar fyrir VR. Hann vísar til að mynda til tveggja starfsmanna sem starfa við vinnustaðareftirlit. „Hvorug þeirra talar reiprennandi íslensku en á milli sín tala þær átta tungumál, sem er gífurlegur mannauður fyrir Eflingu,“ segir Gabríel en hann segir þær geta nálgast fólkið betur en aðrir sem tala ekki tungumálið. „Það er gífurlega mikilvægt að við getum nálgast þetta fólk á því tungumáli sem það skilur.“ Ljóst hverjir eigi að halda starfi sínu og hverjir ekki Þá virðist samráð ekki hafa átt sér stað, líkt og kveðið er á um í lögum, og lítið er um sveigjanleika. „Við sjáum núna að stjórnin kom þessu í gegn, stjórn Sólveigar Önnu, Baráttulistinn, án umræðu. Það hefur verið ráðist í þessa risastóra auglýsingu og ég ætla bara ekki að trúa því að það hafi náðst á einhverjum tveimur dögum að undirbúa það,“ segir Gabríel. Hann telur ólíklegt að um saklaus mistök hafi verið að ræða við gerð auglýsingarinnar þannig ákveðnir starfsmenn geta ekki sótt um sitt starf aftur. „Ég held að það sé alveg borðliggjandi þegar þú ferð í gegnum þessar auglýsingar, þá sérðu hver á að halda starfi sínu og hver á ekki að halda starfi sínu,“ segir hann. Í gærkvöldi kom síðan í ljós að starfsmenn höfðu ekki lengur aðgang að innri vef þar sem þeir áttu í óformlegum samskiptum. „Það að loka þessum innri vef, ég veit ekki hvort það sé vísvitandi, og ef svo er þá er það augljóslega til þess að reyna að stöðva okkur starfsfólkið til að ræða saman og skipuleggja okkur, eða þetta eru mistök, en ég skil ekki af hverju það er ekki búið að hafa samband við okkur og ræða það,“ segir Gabríel. Hann segir starfsmenn skiljanlega í miklu áfalli og að þeir séu einfaldlega að reyna að átta sig á því í hvorn fótinn þeir eiga að stíga. Finnst þer að það sé eitthvað hægt að gera til að bæta þetta upp að svo stöddu? Afsökunarbeiðni væri góð til að byrja með. Áhyggjuraddir meðal stjórnarmanna VR Stjórn VR fundaði um málið í dag en heimildir fréttastofu herma að skiptar skoðanir hafi verið meðal stjórnarmanna og að þeir muni funda aftur. Áhyggjuraddir heyrast meðal stjórnarmanna, ekki síst í ljósi þess að af þeim sem sagt var upp hjá Eflingu eru um tíu félagsmenn VR. Þeir segja að stefnt verði að því að bregðast við eins fljótt og auðið er og hafa bent á að VR sé reiðubúið til að leggja félagsmönnum Eflingar lið, óski þeir eftir því.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. 15. apríl 2022 18:32 „Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54 Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Horfa þurfi á hópuppsögn Eflingar í stærra samhengi Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, segir að hópuppsögn starfsmanna Eflingar hafi komið sér á óvart og slíkar aðgerðir séu ávallt áhyggjuefni. Þó beri að horfa á ákvörðunina í samhengi við þau langvarandi átök sem hafi ríkt innan Eflingar. 15. apríl 2022 18:32
„Gífurleg afglöp“ hjá stjórn Eflingar Fyrrverandi stjórnarmaður í Eflingu segir það gífurleg afglöp að segja upp öllu starfsfólki skrifstofunnar. Stjórn félagsins sé klofin og nú sé til umræðu að kalla saman félagsfund til að kjósa hana frá. 14. apríl 2022 15:54
Búið sé að gengisfella tíu ára starf fyrir egó Sólveigar Önnu Trúnaðarmaður starfsfólks Eflingar segir að Sólveig Anna sé búin að gengisfella tíu ára starf innan verkalýðshreyfingarinnar með hópuppsögn - sem ekkert samráð hafi verið haft um. 13. apríl 2022 20:51