Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 19:55 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fagnar því að traffíkin sé að aukast. Stöð 2 Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira