Snúnar kjaraviðræður fram undan eftir hópuppsögn Eflingar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. apríl 2022 14:10 Þorsteinn Víglundsson vísir/vilhelm Fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur einsýnt að hópuppsagnir innan Eflingar muni hafa mikil áhrif á kjaraviðræður í haust. Hann furðar sig á forystu verkalýðshreyfingarinnar. Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Eflingu renna út í haust og því styttist óðum í að kjaraviðræður hefjist á ný. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir deilurnar innan hreyfingarinnar setja vondan tón fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég held að það sé einséð að þær verði mjög snúnar já. Þegar slíkt bætist við þá þessa ólgu sem verið hefur innan hreyfingarinnar veldur það mikilli óvissu inn í kjaraviðræður og mun vafalítið gera þær snúnari en ella,“ segir Þorsteinn sem nú starfar sem forstjóri BM Vallár. Verkalýðshreyfingin sundruð Hann bendir á að gríðarleg reynsla við kjaraviðræður hljóti að tapast innan Eflingar þegar öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. „Innan allra stéttarfélaga er gríðarlega mikil þekking og reynsla á undirbúningi kjaraviðræðna og framkvæmd þeirra og það er bara óljóst hver staðan verður á félaginu þegar út í viðræðurnar verður komið í haust,“ segir Þorsteinn sem man ekki eftir annarri eins stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Segjum bara eins og er - það er bara stórfurðulegt að horfa upp á stéttarfélag koma með þessum hætti fram við starfsfólk sitt,“ segir Þorsteinn. Hann furðar sig á að svo virðist sem sumir forystumenn annarra verkalýðsfélaga setji sig ekki upp á móti hópuppsögninni. „Það hefði vakið furðu hér áður fyrr allavega að sjá slík viðbrögð við aðgerðum. Það er langt frá því einhver sátt innan hreyfingarinnar eða hægt að líta svo á að forystufólk þessara samtaka hafi óskorðað umboð félagsmanna sinna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár. Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kjarasamningar Samtaka atvinnulífsins við Starfsgreinasambandið og Eflingu renna út í haust og því styttist óðum í að kjaraviðræður hefjist á ný. Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir deilurnar innan hreyfingarinnar setja vondan tón fyrir kjaraviðræðurnar. „Ég held að það sé einséð að þær verði mjög snúnar já. Þegar slíkt bætist við þá þessa ólgu sem verið hefur innan hreyfingarinnar veldur það mikilli óvissu inn í kjaraviðræður og mun vafalítið gera þær snúnari en ella,“ segir Þorsteinn sem nú starfar sem forstjóri BM Vallár. Verkalýðshreyfingin sundruð Hann bendir á að gríðarleg reynsla við kjaraviðræður hljóti að tapast innan Eflingar þegar öllu starfsfólki hefur verið sagt upp. „Innan allra stéttarfélaga er gríðarlega mikil þekking og reynsla á undirbúningi kjaraviðræðna og framkvæmd þeirra og það er bara óljóst hver staðan verður á félaginu þegar út í viðræðurnar verður komið í haust,“ segir Þorsteinn sem man ekki eftir annarri eins stöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Segjum bara eins og er - það er bara stórfurðulegt að horfa upp á stéttarfélag koma með þessum hætti fram við starfsfólk sitt,“ segir Þorsteinn. Hann furðar sig á að svo virðist sem sumir forystumenn annarra verkalýðsfélaga setji sig ekki upp á móti hópuppsögninni. „Það hefði vakið furðu hér áður fyrr allavega að sjá slík viðbrögð við aðgerðum. Það er langt frá því einhver sátt innan hreyfingarinnar eða hægt að líta svo á að forystufólk þessara samtaka hafi óskorðað umboð félagsmanna sinna,“ segir Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM Vallár.
Kjaramál Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04
Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00