Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins sem birt var í morgun sagði að framkvæmd sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka á dögunum hefði ekki staðið undir væntingum stjórnvalda, meðal annars um gagnsæi og skýra upplýsingagjöf.
Við ræðum einnig við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem segir ólguna innan verkalýðshreyfingarinnar ekki gott veganesti inn í kjarasamningsviðræðurnar sem eru framundan.
Í Úkraínu er nú hafin stórsókn Rússa í austurhluta landsins en Bandaríkjastjórn áætlar sveitir þeirra í Donbas nú telja 76.
Þá fjöllum við einnig um Pallborðið á Vísi en í dag hefst niðurtalning Pallborðsins fyrir sveitastjórnarkosningarnar 14. maí.