Vantrauststillaga mögulega til umræðu á félagsfundi Eflingar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. apríl 2022 20:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur staðið við uppsagnirnar. Vísir/Vilhelm Félagsmenn Eflingar hafa safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem þess er krafist að kallað verði til félagsfundar. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að greiða atkvæði um vantrauststillögu á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, á fundinum. Öllu starfsfólki Eflingar var sagt upp í síðustu viku, þar á meðal Agnieszku Ewu Ziólkowska, varaformanni Eflingar, en hún staðfestir í samtali við fréttastofu að félagsmenn hafi kallað eftir fundinum. Vísar hún til þess að samkvæmt lögum Eflingar sé þeim skylt að halda félagsfund ef minnst 300 félagsmenn krefjast þess.„Þetta er vilji félagsmanna,“ segir Agnieszka en fundurinn fer fram næstkomandi föstudag. Aðspurð um hvort það standi til að leggja fram vantrauststillögu á fundinum, líkt og heimildir fréttastofu herma, segir hún það mögulegt en að það sé undir félagsmönnum komið. Hún segir viðfangsefni fundarins almennt opið. „Félagsmenn eiga skilið að fá útskýringar fyrir þessari hópuppsögn,“ segir Agnieszka en hún segist ekki bjartsýn á að Sólveig Anna skipti um skoðun og að það eigi eftir að koma í ljós hvort hún mæti sjálf á félagsfundinn. . „Hún er bara að reyna að losna við alla sem eru á annarri skoðun en hún. Allir eru hneykslaðir út af þessu, þetta er bara svívirðilegt,“ segir Agnieszka. Þá segist hún ekki viss um að stjórnin geti almennt endurskoðað sína ákvörðun en fullyrðir að málið verði rætt á fundinum. Hættulegt fordæmi Í tilkynningu frá Önnu Sigurlínu Tómasdóttur, trúnaðarmanni hjá Kjörís, kemur fram að 493 félagar hafi í heildina skrifað undir og voru undirskriftirnar afhentar skrifstofu Eflingar í dag. „Nauðsynlegt er að fram fari umræða innan félagsins meðal félagsmanna um hversu hættulegt fordæmi stéttarfélagið setur með beitingu hópuppsagnar með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að það dragi alvarlega úr trúverðugleika stéttarfélagsins og getu þess til að standa vörð um hafsmuni félagsfólks með því að beita hópuppsögn með þessum hætti. „Fjöldi félagsfólks sem flest er verkafólk kom að því að safna undirskriftunum og undirtektir voru almennt góðar. Enda hinum almenna félagsmanni félagsins ekki sama um vegferð og afdrif síns félags,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Segir auglýsingu Eflingar útiloka Viðar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skrifar í pistli á Facebook að auglýsing Eflingar um starf framkvæmdastjóra félagsins útiloki að Viðar Þorsteinsson verði ráðinn í starfið. 17. apríl 2022 18:01 Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Öllu starfsfólki Eflingar var sagt upp í síðustu viku, þar á meðal Agnieszku Ewu Ziólkowska, varaformanni Eflingar, en hún staðfestir í samtali við fréttastofu að félagsmenn hafi kallað eftir fundinum. Vísar hún til þess að samkvæmt lögum Eflingar sé þeim skylt að halda félagsfund ef minnst 300 félagsmenn krefjast þess.„Þetta er vilji félagsmanna,“ segir Agnieszka en fundurinn fer fram næstkomandi föstudag. Aðspurð um hvort það standi til að leggja fram vantrauststillögu á fundinum, líkt og heimildir fréttastofu herma, segir hún það mögulegt en að það sé undir félagsmönnum komið. Hún segir viðfangsefni fundarins almennt opið. „Félagsmenn eiga skilið að fá útskýringar fyrir þessari hópuppsögn,“ segir Agnieszka en hún segist ekki bjartsýn á að Sólveig Anna skipti um skoðun og að það eigi eftir að koma í ljós hvort hún mæti sjálf á félagsfundinn. . „Hún er bara að reyna að losna við alla sem eru á annarri skoðun en hún. Allir eru hneykslaðir út af þessu, þetta er bara svívirðilegt,“ segir Agnieszka. Þá segist hún ekki viss um að stjórnin geti almennt endurskoðað sína ákvörðun en fullyrðir að málið verði rætt á fundinum. Hættulegt fordæmi Í tilkynningu frá Önnu Sigurlínu Tómasdóttur, trúnaðarmanni hjá Kjörís, kemur fram að 493 félagar hafi í heildina skrifað undir og voru undirskriftirnar afhentar skrifstofu Eflingar í dag. „Nauðsynlegt er að fram fari umræða innan félagsins meðal félagsmanna um hversu hættulegt fordæmi stéttarfélagið setur með beitingu hópuppsagnar með þessum hætti,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að það dragi alvarlega úr trúverðugleika stéttarfélagsins og getu þess til að standa vörð um hafsmuni félagsfólks með því að beita hópuppsögn með þessum hætti. „Fjöldi félagsfólks sem flest er verkafólk kom að því að safna undirskriftunum og undirtektir voru almennt góðar. Enda hinum almenna félagsmanni félagsins ekki sama um vegferð og afdrif síns félags,“ segir enn fremur í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58 Segir auglýsingu Eflingar útiloka Viðar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skrifar í pistli á Facebook að auglýsing Eflingar um starf framkvæmdastjóra félagsins útiloki að Viðar Þorsteinsson verði ráðinn í starfið. 17. apríl 2022 18:01 Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34 Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00 Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04 Mest lesið Snjókoman rétt að byrja Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Innlent Fleiri fréttir Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Sjá meira
Umræðan vanstillt og byggð á röngum upplýsingum Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sendi í dag tölvupóst á félagsmenn stéttarfélagsins þar sem hún gagnrýnir umræðu um stéttarfélagið harðlega. Hún segir umræðuna hafa oft og tíðum verið vanstillta og byggða á röngum eða ófullkomnum upplýsingum. 18. apríl 2022 13:58
Segir auglýsingu Eflingar útiloka Viðar Gunnar Smári Egilsson, sem situr í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skrifar í pistli á Facebook að auglýsing Eflingar um starf framkvæmdastjóra félagsins útiloki að Viðar Þorsteinsson verði ráðinn í starfið. 17. apríl 2022 18:01
Segir hópuppsagnir á skrifstofu Eflingu vera hreinsanir Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nýlegar hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar séu ekkert nema hreinsanir. Drífa segist ekki hafa gert upp við sig hvort hún bjóði sig fram til endurkjörs sem forseti ASÍ í haust. 17. apríl 2022 11:34
Ákveðinn hópur útskúfaður og ljóst hverjir eiga að halda starfi sínu Starfsmenn Eflingar eru enn í miklu áfalli eftir að þeim var öllum sagt upp í byrjun vikunnar. Auglýst var eftir nýju starfsfólki í morgun og starfsmönnum hent út af innri vef félagsins í gærkvöldi. Trúnaðarmaður félagsmanna VR í Eflingu gagnrýnir framkomu stjórnar harðlega og skiptar skoðanir voru meðal stjórnarmeðlima VR á aukafundi um málið í morgun. 16. apríl 2022 20:00
Stjórn VR áhyggjufull yfir stöðunni í Eflingu Skiptar skoðanir eru á meðal stjórnarmanna VR um hvernig bregðast eigi við stöðunni sem upp er komin í Eflingu. Þetta herma heimildir fréttastofu. Stjórnin kom til aukafundar klukkan 14 í dag og útilokar ekki að hittast aftur síðar í kvöld til að álykta um næstu skref. 16. apríl 2022 19:04