Þjóðarhöll suður með sjó Pálmi Freyr Randversson, Fannar Jónasson, Ásgeir Eiríksson, Magnús Stefánsson og Kjartan Már Kjartansson skrifa 22. apríl 2022 10:00 Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ný þjóðarhöll Handbolti Körfubolti Reykjanesbær Vogar Suðurnesjabær Grindavík Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur. Fæstum finnst aðstaðan þar þjóðinni til sóma, með fullri virðingu fyrir Ásvöllum en leikirnir fóru fram, miðar seldust og áhorfendur settu það ekki fyrir sig að fara á Vellina í Hafnarfirði til að horfa á landsleiki. Okkar stærstu þjóðarleikvangar þurfa ekki að vera allir á sama stað. FIBA vill svör um þjóðarhöll körfubolta fyrir næstu mánaðamót. Reykjavíkurborg vill ráðstafa fráteknu fjármagni í önnur verkefni en þjóðarhöll ef ekki fæst niðurstaða fyrir sama tíma og forseti Íslands og landsliðsþjálfari í handbolta karla eru sammála um að málin verða að skýrast hið snarasta. Ásvellir eru í 15 mínútna fjarlægð frá Vogaafleggjara, 17 mínútum frá Grindavíkurafleggjara, 20 mínútum frá Ásbrú og 25 mínútum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Suðurnesin eru vagga íslensks körfubolta og í Keflavík fæddist íslensk rokktónlist. Hvað með að byggja þjóðarhöll, okkur til sóma, fyrir handbolta og körfubolta á Suðurnesjum sem einnig væri hægt að nýta til tónleika- og viðburðahalds? Nálægðin við Keflavíkurflugvöll og margar perlur íslenskrar ferðaþjónustu eru kostir sem myndu vega á móti staðsetningu miðsvæðis í Reykjavík. Auglýsingar á þaki byggingarinnar gætu skapað tekjur vegna yfirflugs og treyst rekstrargrundvöllinn. Staðsetningin er tilvalin fyrir stóra alþjóðlega viðburði í nálægð við alþjóðaflugvöll og landsvæðið er nægt. Samgöngur til og frá flugvellinum eru góðar og yrðu efldar enn frekar með augljósum ávinningi fyrir bæði flugvallarsamfélagið og höfðuborgarsvæðið auk þess sem hótelinnviðir og veitingastaðir eru nú þegar til staðar á Suðurnesjunum. Í Danmörku eru handboltalandsleikir oftast spilaðir í Kaupmannahöfn. Þó fara fram leikir á stöðum eins og Herning eða jafnvel í Álaborg, borgum og bæjum í nokkurra klukkustunda fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Sömu sögu er að segja frá hinum Norðurlöndunum. Þjóðarleikvangur sem sómi er af, fyrir bæði körfu- og handbolta færi vel á Suðurnesjum. Glæsilegur leikvangur gæti laðað að sér NBA-leiki og alþjóðlega tónlistarviðburði og skapað störf og verkefni fyrir heilt samfélag á Suðurnesjunum til framtíðar. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar (Kadeco) getur haldið utan um þróunarverkefni af þessu tagi fyrir hönd íslenska ríkisins komið að staðarvali á Suðurnesjum og vali á rekstrarmódeli á meðan Reykjavíkurborg gæti einbeitt sér að uppbyggingu íþróttamannvirkja fyrir barna- og unglingastarf í Laugardalnum öllum til heilla. Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri KadecoFannar Jónasson, bæjarstjóri GrindavíkurbæjarÁsgeir Eiríksson, bæjarstjóri VogaMagnús Stefánsson, bæjarstjóri SuðurnesjabæjarKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun