Til félaga í Eflingu Hallgerður Hauksdóttir skrifar 22. apríl 2022 17:31 Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Dúsur róa og gleðja. Launakerfi mora í dúsum – nema hjá láglaunafólki. Hjá öðrum hópum finnast mýmargar. Þetta getur verið laxveiðiferð, kaupréttarauki, digur viðbót við viðbótarlífeyri, ókeypis matur, kostað nám, föst yfirvinna, sérstök líkamsræktaraðstaða fyrir starfsfólk, fastur ökutækjastyrkur eða bíll til afnota, mjög veglegar jólagjafir, frí afnot sumarhúsa. Mætti lengi telja. Dúsur eru í senn dulbúin hækkun heildarlauna og hindrun við að bera saman raunveruleg laun. Því þegar laun eru almennt borin saman, þá er aðeins miðað út frá launataxta. Dúsurnar eru óljósar, ógagnsæjar, nema kannski lagst sé yfir skattaframtöl. Dúsur eru nefnilega „einkamál“ innan vinnustaða. Það er eina sem er dagljóst, er að láglaunafólk nýtur dúsa lítt eða ekkert. Fulltrúi óánægðs starfsfólks skrifstofu Eflingar tilkynnti fjölmiðlum nýlega að starfsfólkið þar skuldar kjósendum nýja formannsins ekki neitt – já, almennum félögum, sem skrifstofan starfar fyrir. Það var nefnilega ekki kosið rétt. Þetta er samþykkt með þögn hinna. Allt er þetta undirkynt m.a. af þeim hluta stjórnar sem vildi ekki nýja formanninn. Nú er hamast við skemmdarverk, nýjasta atlagan felst í að stofna til undirskriftarlista sem er látinn líta út eins og hann komi frá almennum félögum úti í samfélaginu. Slagkraftur skrifstofunnar og umboð gagnvart félögum eru þar að mínu mati misnotuð gróflega. En skrifstofufólkið vill auðvitað halda sínu, halda þeim dúsum sem hafa byggst þarna upp í gegnum „rólegu“ árin. Svona horfir þetta við mér. Mér finnst þetta alveg skiljanlegt, enda eru dúsur bragðgóðar og ánetjandi. En þær viðhalda líka ójöfnuði. Frábærar áætlanir eru nefnilega uppi um skipulagsbreytingar í þágu réttlætis á skrifstofu Eflingar m.a. um gagnsæi og einnig um að hafa launabil aldrei stærra en ákveðið hlutfall. Kynnið ykkur þessar áætlanir. Til að endurskilgreina ráðningarsamband þarf alltaf uppsögn á ráðningarsamningi. Ef endurskipuleggja á heildarrekstur þarf uppsögn allra. Að sjálfsögðu á að leiðrétta „útfærslur“ á heildarlaunum, enda fáránlegt að hafa t.d. 587þús samkvæmt taxta, en raunveruleg föst heildarlaun 8-900þús. Af því dúsur. Það er enginn að segja að það eigi að lækka launin, takið eftir því. Svona virka dúsurnar og það skapar mikinn óróleika að hreyfa við þeim. Fullyrt hefur verið að hópuppsagnir hjá verkalýðsfélagi séu vondar af því atvinnurekendur geti þá líka. Tvennt við þetta. Atvinnurekendur geta nú þegar. Jafnframt er alger grundvallarmunur á því að framvæma skipulagsbreytingar til að auka heilbrigði og réttlæti í starfsemi og því að framkvæma skipulagsbreytingar fyrir meiri gróða. Þetta tvennt á ekki að leggja að jöfnu og er hreinlega villandi afvegaleiðing. Allir átta sig á að stéttarfélag er ekki rekið í hagnaðarskyni. Loks er ekkert neyðarástand á vinnumarkaði, nóga vinnu að fá líkt og atvinnuauglýsingar sýna mjög vel. Þau sem verða ekki endurráðin finna alveg nýja vinnu, bara eins og annað fólk sem leitar að vinnu. Góðir starfsmenn fá alltaf góð meðmæli með sér hvar sem þeir fara. Ég hvet almenna félaga í Eflingu eindregið til að sjá í gegnum moldviðrið og fylkja sér að baki Sólveigu, styðja hana áfram sem sinn formann, einnig við að framkvæma nauðsynlegar endurbætur á starfsemi félagsins, svo staðan á skrifstofunni standi ekki tilgangi félagsins fyrir þrifum, heldur endurspegli betur það réttláta samfélag sem hún á að þjóna baráttu fyrir. Höfundur er láglaunakona á höfuðborgarsvæðinu.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun