Enn eitt heimsmetið hjá Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 20:01 Ágætis fjöldi það. Pedro Salado/Getty Images Evrópu- og Spánarmeistarar Barcelona halda áfram að brjóta glerþök en liðið setti í kvöld nýtt heimsmet í áhorfendafjölda á fótboltaleik kvenna. Fyrra metið var sett fyrr á þessu ári og nú er spurningin hvort Barcelona þurfi stærri heimavöll til að koma öllum sem vilja fyrir. Barcelona tók á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þegar leikur Barcelona og Real Madríd í 8-liða úrslitum var færður á Nývang varð uppselt á örskotsstundu. Sama átti sér stað þegar miðar fóru í sölu fyrir leik Börsunga og Wolfsburg. Að rjúka út eins og heitar lummur nær ekki yfir hversu hratt miðarnir ruku út. Það varð aftur uppselt á innan við mínútum nánast. Allir Börsungar sem mættu á leikinn hafa fengið margfalt til baka þar sem Barcelona vann 5-1 stórsigur og er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Þegar leiknum var að ljúka var svo tilkynnt að félagið hefði slegið heimsmet í áhorfendafjölda. Aftur! Official world record attendance at Camp Nou 91,648 https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/vc0jchNi3t— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Alls mættu 91.648 manns á leik kvöldsins. Hvort það met verði slegið á næstunni á eftir að koma í ljós en þá þarf eflaust að gera endurbætur á Nývangi sem getur tekið 99.354 í sæti ef öll sæti vallarins eru fyllt. Vert er að taka fram að aðeins sáu rétt rúmlega 57 þúsund manns síðasta heimaleik karlaliðs Barcelona. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spánn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Barcelona tók á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þegar leikur Barcelona og Real Madríd í 8-liða úrslitum var færður á Nývang varð uppselt á örskotsstundu. Sama átti sér stað þegar miðar fóru í sölu fyrir leik Börsunga og Wolfsburg. Að rjúka út eins og heitar lummur nær ekki yfir hversu hratt miðarnir ruku út. Það varð aftur uppselt á innan við mínútum nánast. Allir Börsungar sem mættu á leikinn hafa fengið margfalt til baka þar sem Barcelona vann 5-1 stórsigur og er komið með annan fótinn í úrslitaleikinn. Þegar leiknum var að ljúka var svo tilkynnt að félagið hefði slegið heimsmet í áhorfendafjölda. Aftur! Official world record attendance at Camp Nou 91,648 https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/vc0jchNi3t— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Alls mættu 91.648 manns á leik kvöldsins. Hvort það met verði slegið á næstunni á eftir að koma í ljós en þá þarf eflaust að gera endurbætur á Nývangi sem getur tekið 99.354 í sæti ef öll sæti vallarins eru fyllt. Vert er að taka fram að aðeins sáu rétt rúmlega 57 þúsund manns síðasta heimaleik karlaliðs Barcelona. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Spánn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira