Fimmtán mánuðir fyrir ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árni Sæberg skrifar 22. apríl 2022 22:01 Harkaleg átök á Sushi Social náðust á myndband. Ingvi Hrafn Tómasson, 29 ára karlmaður, var í dag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás á veitingastaðnum Sushi Social í apríl í fyrra. Ingvi Hrafn stakk kunningja sinn ítrekað með hnífi en bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Um er að ræða hegningarauka ofan á nýlegan fyrri þriggja ára fangelsisdóm þar sem skotvopn kom við sögu. Ingvi Hrafn gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu á Sushi Social, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að hann rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. Af viðstöddum að dæma greip um sig mikill ótti á meðal fólks meðan á átökunum stóð. Komið hefur fram í máli veitingastjóra staðarins að slagsmálunum hafi lokið jafnskjótt og þau hófust. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í upptöku sem lögð var fyrir dóm sjáist greinilega að árásin hafi verið heiftúðleg, óhætt er að taka undir orð dómara miðað við myndskeiðið hér að ofan. Fórnarlamb Ingva Hrafns hlaut fimm skurði í árásinni, þar af tvo sem náðu niður í vöðva. Samkvæmt skýrslu sérfræðings var árásin lífshættuleg, enda hefði fórnarlambi blætt út hefði það ekki leitað læknishjálpar tafarlaust. „Viltu láta drepa mig, ha?“ Ingvi Hrafn gaf sig fram við lögreglu daginn eftir árásina og játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann fór þó fram á sýknu og bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Hann lýsti atvikum sem svo að hann hefði farið til fundar við þann stungna á veitingastaðnum Sushi Social en nokkrar erjur hafi verið milli mannanna. Þeir hafi síðan farið að rífast og brotaþoli lagt hníf á borðið og sagst eiga byssu heima hjá sér. Þá hafi hann orðið hræddur, staðið á fætur og spurt „viltu láta drepa mig, ha?“. Síðan hefði hann tekið hnífinn af borðinu og ráðist á brotaþola og stungið hann fjórum til fimm sinnum. Brotaþoli kvaðst fyrir dómi ekki hafa tekið hníf með sér á fund þeirra en gekkst þó við því að stirrt hefði verið milli þeirra og að hann hafi hótað manninum „barsmíðum og hverju sem er“. Í dóminum segir að ströngum skilyrðum þurfi að vera uppfyllt svo að árásaraðili sé leystur undan ábyrgð á grundvelli ákvæða laga um meðferð sakamála um neyðarvörn. Til þess þurfi ólögmæt árás, sem ætlað er að verjast, að vera yfirvofandi. Þá segir að þar sem ósannað teljist að fórnarlambið hafi komið með hníf á fund mannanna og að ekki verði talið að hótunum fórnarlambsins í garð mannsins verði jafnað til yfirvofandi árásar, sé ekki unnt að fallast á málsástæðu hans um neyðarvörn. Með vísan til þess og að óumdeilt sé að Ingvi Hrafn hafi framið árásina var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Langur sakaferill að baki Við ákvörðun refsingar tók dómurinn mið af því að maðurinn á að baki sakaferil frá árinu 2012 og hefur síðan þá hlotið refsingu vegna ýmissa brota. Síðast í október síðastliðnum var Ingvi Hrafn dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir margvísleg brot. Meðal annars fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Með þeim dómi voru teknar upp eftirstöðvar reynslulausnar sem honum var veitt árið 2018, samkvæmt þremur fyrri dómum. Alls 370 dagar. Þar sem sá dómur féll eftir að líkamsárásin sem hér um ræðir var framin, ber að dæma manninum hegningarauka sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar, sem kynni að hafa orðið, ef dæmt hefði verið um öll málin í fyrra málinu. Dómurinn taldi jafnframt að alvarleiki árásarinnar og langur brotaferill Ingva Hrafns yrði metinn honum til refsinþyngingar. Því var hann dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar ofan á fyrri dóm. Þá var Ingva Hrafni gert að greiða fórnarlambinu 500 þúsund krónur í miskabætur og 400 þúsund krónur í málskostnað auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns og annars sakarkostnaðar, alls tæplega 1900 þúsund krónur. Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Byssumaður ákærður: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“ 29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social. 26. ágúst 2021 10:53 Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Sjá meira
Ingvi Hrafn gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu á Sushi Social, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að hann rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. Af viðstöddum að dæma greip um sig mikill ótti á meðal fólks meðan á átökunum stóð. Komið hefur fram í máli veitingastjóra staðarins að slagsmálunum hafi lokið jafnskjótt og þau hófust. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að í upptöku sem lögð var fyrir dóm sjáist greinilega að árásin hafi verið heiftúðleg, óhætt er að taka undir orð dómara miðað við myndskeiðið hér að ofan. Fórnarlamb Ingva Hrafns hlaut fimm skurði í árásinni, þar af tvo sem náðu niður í vöðva. Samkvæmt skýrslu sérfræðings var árásin lífshættuleg, enda hefði fórnarlambi blætt út hefði það ekki leitað læknishjálpar tafarlaust. „Viltu láta drepa mig, ha?“ Ingvi Hrafn gaf sig fram við lögreglu daginn eftir árásina og játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. Hann fór þó fram á sýknu og bar fyrir sig neyðarvörn fyrir dómi. Hann lýsti atvikum sem svo að hann hefði farið til fundar við þann stungna á veitingastaðnum Sushi Social en nokkrar erjur hafi verið milli mannanna. Þeir hafi síðan farið að rífast og brotaþoli lagt hníf á borðið og sagst eiga byssu heima hjá sér. Þá hafi hann orðið hræddur, staðið á fætur og spurt „viltu láta drepa mig, ha?“. Síðan hefði hann tekið hnífinn af borðinu og ráðist á brotaþola og stungið hann fjórum til fimm sinnum. Brotaþoli kvaðst fyrir dómi ekki hafa tekið hníf með sér á fund þeirra en gekkst þó við því að stirrt hefði verið milli þeirra og að hann hafi hótað manninum „barsmíðum og hverju sem er“. Í dóminum segir að ströngum skilyrðum þurfi að vera uppfyllt svo að árásaraðili sé leystur undan ábyrgð á grundvelli ákvæða laga um meðferð sakamála um neyðarvörn. Til þess þurfi ólögmæt árás, sem ætlað er að verjast, að vera yfirvofandi. Þá segir að þar sem ósannað teljist að fórnarlambið hafi komið með hníf á fund mannanna og að ekki verði talið að hótunum fórnarlambsins í garð mannsins verði jafnað til yfirvofandi árásar, sé ekki unnt að fallast á málsástæðu hans um neyðarvörn. Með vísan til þess og að óumdeilt sé að Ingvi Hrafn hafi framið árásina var hann sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás. Langur sakaferill að baki Við ákvörðun refsingar tók dómurinn mið af því að maðurinn á að baki sakaferil frá árinu 2012 og hefur síðan þá hlotið refsingu vegna ýmissa brota. Síðast í október síðastliðnum var Ingvi Hrafn dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir margvísleg brot. Meðal annars fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Með þeim dómi voru teknar upp eftirstöðvar reynslulausnar sem honum var veitt árið 2018, samkvæmt þremur fyrri dómum. Alls 370 dagar. Þar sem sá dómur féll eftir að líkamsárásin sem hér um ræðir var framin, ber að dæma manninum hegningarauka sem samsvari þeirri þyngingu hegningarinnar, sem kynni að hafa orðið, ef dæmt hefði verið um öll málin í fyrra málinu. Dómurinn taldi jafnframt að alvarleiki árásarinnar og langur brotaferill Ingva Hrafns yrði metinn honum til refsinþyngingar. Því var hann dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar ofan á fyrri dóm. Þá var Ingva Hrafni gert að greiða fórnarlambinu 500 þúsund krónur í miskabætur og 400 þúsund krónur í málskostnað auk málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns og annars sakarkostnaðar, alls tæplega 1900 þúsund krónur.
Dómsmál Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44 Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34 Byssumaður ákærður: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“ 29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social. 26. ágúst 2021 10:53 Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Sjá meira
Ítrekaðar hnífstungur á Sushi Social Árásarmaðurinn á Sushi Social við Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær gerði alvarlega atlögu að fórnarlambi sínu, eins og sjá má á myndbandinu að neðan. Þar sést að maðurinn rekur eggvopn ítrekað í hinn og hæfir upphandlegg hans að minnsta kosti einu sinni. 7. apríl 2021 15:44
Árásarmaðurinn á Sushi Social laus úr haldi Karlmaður um þrítugt sem grunaður er um að hafa veitt öðrum manni fjölmarga stunguáverka á veitingastaðnum Sushi Social um síðastliðna helgi er laus úr haldi. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. 8. apríl 2021 17:34
Byssumaður ákærður: „Ég er að fara að stúta einum gaur skilurðu“ 29 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að beina hlaðinni skammbyssu að fólki og lögreglumönnum við og nærri Kaffistofu Samhjálpar í júní síðastliðnum. Maðurinn hafði ekki skotvopnaleyfi, hann var með 24 skothylki og ekkert öryggi á byssunni. Hann er grunaður um handrukkun og hnífaárás á veitingastaðnum Sushi Social. 26. ágúst 2021 10:53
Átti von á að fá byssukúlu í bakið Karlmaður segist hafa átt von á því að fá byssukúlu í bakið þegar hann hörfaði inn á Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni í hádeginu. Byssumaðurinn er í haldi lögreglu sem staðfestir að vopnið hafi verið hlaðið. 29. júní 2021 15:09