Röng yfirlýsing ríkisstjórnar Sigmar Guðmundsson skrifar 23. apríl 2022 11:31 Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Gallinn við þessa setningu er sá að hún er röng. Að morgni 19. apríl hafði ríkisstjórnin ekki ákveðið nokkurn skapaðan hlut um bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að funda til að geta ákveðið eitthvað. Þegar yfirlýsingin birtist voru liðnir ellefu dagar frá síðasta fundi og þar voru málefni Bankasýslunnar ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa. Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur. Við hljótum líka að vera sammála um að það er talsvert mikill þungi í því að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið eitthvað. Það er meira vægi og formfesta í því en að segja að þrír einstaklingar hafi tiltekna skoðun, jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Það gilda skýrar reglur um ríkisstjórnarfundi og þær má lesa á vef stjórnarráðsins. Þar er skýrt tekið fram að „mikilvæg stjórnarmálefni“ skuli taka fyrir á fundum. Þar segir að til mikilvægra stjórnarmálefna teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Nú hefur það sýnt sig að það getur verið talsvert flókið að lesa eitthvað rökrænt samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. En ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta. Svona ákvarðanataka er ekki boðleg hjá æðstu stjórn ríkisins. Bæði vegna þess að um mikilvægt stjórnarmálefni er að ræða og ekki síður í ljósi forsögu þessa einstaka máls. Einstaka ráðherrar hefðu þá getað viðrað sína skoðun og afstöðu – jafnvel andstöðu – í stað þess að gera það í fjölmiðlum þegar allt er um garð gengið. Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl. Þetta er svo sannarlega engin tittlingaskítur eða óþarfa formalismi. Formfesta í ákvörðunum ríkisstjórnar skiptir öllu máli. Spyrjið bara Geir H Haarde. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Salan á Íslandsbanka Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingin sem birtist á stjórnarráðsvefnum fyrir hádegi þriðjudaginn 19. apríl er merkilegt plagg. Sérstaklega er þar ein setning sem kallar á athygli og skýringar. Hún hljóðar svo: „Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að leggja það til við Alþingi að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og innleitt verði nýtt fyrirkomulag til að halda utan um eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“ Gallinn við þessa setningu er sá að hún er röng. Að morgni 19. apríl hafði ríkisstjórnin ekki ákveðið nokkurn skapaðan hlut um bankasýslu ríkisins. Ríkisstjórnin þarf að funda til að geta ákveðið eitthvað. Þegar yfirlýsingin birtist voru liðnir ellefu dagar frá síðasta fundi og þar voru málefni Bankasýslunnar ekki á dagskrá. Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa. Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur. Við hljótum líka að vera sammála um að það er talsvert mikill þungi í því að segja að ríkisstjórnin hafi ákveðið eitthvað. Það er meira vægi og formfesta í því en að segja að þrír einstaklingar hafi tiltekna skoðun, jafnvel þótt þeir séu ráðherrar. Það gilda skýrar reglur um ríkisstjórnarfundi og þær má lesa á vef stjórnarráðsins. Þar er skýrt tekið fram að „mikilvæg stjórnarmálefni“ skuli taka fyrir á fundum. Þar segir að til mikilvægra stjórnarmálefna teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Nú hefur það sýnt sig að það getur verið talsvert flókið að lesa eitthvað rökrænt samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. En ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta. Svona ákvarðanataka er ekki boðleg hjá æðstu stjórn ríkisins. Bæði vegna þess að um mikilvægt stjórnarmálefni er að ræða og ekki síður í ljósi forsögu þessa einstaka máls. Einstaka ráðherrar hefðu þá getað viðrað sína skoðun og afstöðu – jafnvel andstöðu – í stað þess að gera það í fjölmiðlum þegar allt er um garð gengið. Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl. Þetta er svo sannarlega engin tittlingaskítur eða óþarfa formalismi. Formfesta í ákvörðunum ríkisstjórnar skiptir öllu máli. Spyrjið bara Geir H Haarde. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar