Erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir stuðningi við Sólveigu Önnu Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 13:25 Mikill styr hefur staðið um störf Sólveigar hjá Eflingu og þá sérstaklega eftir að öllum starfsmönnum félagsins var sagt upp. Vísir/Vilhelm Fimm erlendir félagsmenn Eflingar lýsa yfir eindregnum stuðningi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann félagsins og segjast vera í áfalli vegna ásakana um fordóma Sólveigar gagnvart erlendu fólki. Grein sem þau Sæþór Randalsson, Barbara Sawka, Ian McDonald, Karla Ocón og Innocentia Fiati Friðgeirsson skrifa birtist á Vísi í dag og þar fara fimmmenningarnir yfir málefni Eflingar og segja margt hafa breyst innan Eflingar eftir að Sólveig Anna og B-listinn tóku við völdum árið 2018 og aftur nú á þessu ári. Öll eru greinarhöfundar fædd erlendis og segjast hafa orðið fyrir útlendingahatri og mismunun hér á landi.„Einn staður þar sem við höfum ekki fundið fyrir mismunun er innan Eflingar,“ skrifa þau í greininni. Þau segja að sem félagsmenn Eflingar geti þau farið á viðburði stéttarfélagsins og fundist þau vera velkomin á meðal annarra innflytjenda. „Við höfum tekið eftir og kunnað að meta breytingar líkt og þær að heimasíða Eflingar sé bæði á ensku og pólsku, að á viðburðum sé túlkað á ensku, að haldin hafi verið námskeið á ensku og að fólk af erlendum uppruna hafi verið valið í mikilvæg hlutverk innan félagsins,“ segir enn fremur í grein fimmmenninganna. „Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum“ Þau segja að þessar breytingar hafi ekki orðið af sjálfu sér heldur verið hluti af áætlun sem B-listi Sólveigar Önnu og félaga hafi komið af stað. Þau segja Sólveigu ítrekað hafa barist fyrir því að borin sér virðing fyrir erlendum félagsmönnum. „Þess vegna erum við í áfalli þegar við sjáum ásakanir um fordóma Sólveigar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Í hreinskilni sagt er það hrein lygi, frá óvildarfólki sem í örvæntningu sinni reynir að skemma fyrir Sólveigu og B-listanum.“ Þau segja að Efling geti að sjálfsögðu gert betur og að fullum réttindum erlends verkafólks sé ekki náð. „Við ætlum hins vegar ekki að leyfa tækifærissinum að mistúlka þær raunverulega góðu breytingar sem hafa orðið innan stéttarfélagsins á sýnileika, völdum og virðingu gagnvart erlendu fólki. Okkar skilaboð til þeirra sem koma með falskar ásakanir eins og þessar: Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Grein sem þau Sæþór Randalsson, Barbara Sawka, Ian McDonald, Karla Ocón og Innocentia Fiati Friðgeirsson skrifa birtist á Vísi í dag og þar fara fimmmenningarnir yfir málefni Eflingar og segja margt hafa breyst innan Eflingar eftir að Sólveig Anna og B-listinn tóku við völdum árið 2018 og aftur nú á þessu ári. Öll eru greinarhöfundar fædd erlendis og segjast hafa orðið fyrir útlendingahatri og mismunun hér á landi.„Einn staður þar sem við höfum ekki fundið fyrir mismunun er innan Eflingar,“ skrifa þau í greininni. Þau segja að sem félagsmenn Eflingar geti þau farið á viðburði stéttarfélagsins og fundist þau vera velkomin á meðal annarra innflytjenda. „Við höfum tekið eftir og kunnað að meta breytingar líkt og þær að heimasíða Eflingar sé bæði á ensku og pólsku, að á viðburðum sé túlkað á ensku, að haldin hafi verið námskeið á ensku og að fólk af erlendum uppruna hafi verið valið í mikilvæg hlutverk innan félagsins,“ segir enn fremur í grein fimmmenninganna. „Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum“ Þau segja að þessar breytingar hafi ekki orðið af sjálfu sér heldur verið hluti af áætlun sem B-listi Sólveigar Önnu og félaga hafi komið af stað. Þau segja Sólveigu ítrekað hafa barist fyrir því að borin sér virðing fyrir erlendum félagsmönnum. „Þess vegna erum við í áfalli þegar við sjáum ásakanir um fordóma Sólveigar gagnvart fólki af erlendum uppruna. Í hreinskilni sagt er það hrein lygi, frá óvildarfólki sem í örvæntningu sinni reynir að skemma fyrir Sólveigu og B-listanum.“ Þau segja að Efling geti að sjálfsögðu gert betur og að fullum réttindum erlends verkafólks sé ekki náð. „Við ætlum hins vegar ekki að leyfa tækifærissinum að mistúlka þær raunverulega góðu breytingar sem hafa orðið innan stéttarfélagsins á sýnileika, völdum og virðingu gagnvart erlendu fólki. Okkar skilaboð til þeirra sem koma með falskar ásakanir eins og þessar: Beinið reiði ykkar að raunverulegum útlendingahöturum.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent