„Það er skelfilegt að sjá þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 10:45 Rútan yfirgefna sem Pétur telur að hafi verið notuð fyrir matarsölu þegar þúsundir streymdu á svæðið til að skoða eldgosið. Pétur Hans Pétursson Útivistarunnanda blöskraði aðkoman á bílastæði í Leirdal sunnan við Fagradalsfjall þegar hann hugðist ganga Langahrygg ásamt eiginkonu sinni. Erlendum ferðamönnum á svæðinu var ekki skemmt enda áttu þeir ekki von á slíku ástandi í landi með náttúruna sem flaggskip. Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þrettán mánuðir rúmir eru liðnir síðan eldgos hófst í Geldingadal. Hundruð þúsund skoðuðu eldgosið meðan það stóð yfir og enn streymir fólk að til að ganga á hrauninu. Ganga á Langahrygg nýtur mikilla vinsælda þessa stundina. Það er einmitt bílastæðið austast á veginum frá Grindavík þar sem styst er að komast á Langahrygg. Þangað mætti Pétur Hans Pétursson með eiginkonu sinni á sunnudaginn. „Mér fannst þetta alveg ömurlegt,“ segir Pétur sem kann best við sig á tveimur jafnfljótum í náttúrunni. Hann hefur heimsótt eldgosasvæðið oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þar var allt lengi vel til sóma. En ekki lengur. Ferðalangur virðir fyrir sér yfirgefna sendibílinn.Pétur Hans Pétursson „Þarna var gamall sendibíll sem er hálfsokkinn því hann hefur verið þarna svo lengi. Í honum er ferðaklósett í viðbjóði. Þarna er líka rúta sem hefur verið notuð sem matarvagn. Einhver hefur rifið hana í sig. Þetta er bara svo sóðalegt,“ segir Pétur. Plasttunnur hafi verið á hliðinni, allt í skít og drullu að sögn Péturs. Það kostar þúsund krónur að leggja bíl sínum á bílastæðinu og rukka landeigendur bílaeigendur með smáforritinu PARKA. Pétur segir sjálfsagt að greiða fyrir bílastæði en þá þurfi að vera einhver lágmarksþjónusta. Salerni og að svæðinu sé haldið sómasamlegu. Þýskir ferðamenn sem gáfu sig á tal við Pétur veltu fyrir sér hvar gera ætti þarfir sínar. Notaður klósettpappír í hlíðunum var vísbending um svarið. „Ég sagði þeim því miður að það væri bara móinn.“ Sendibíllinn með ferðaklósettinu.Pétur Hans Pétursson Pétur segir bílastæðið það vinsælasta í augnablikinu. Þrjátíu til fjörutíu bílar hafi verið á svæðinu auk lítillar rútu. „Fólk keyrir í fjörutíu mínútur að svæðinu og gengur svo í einn til tvo tíma. Það verður að vera salernisaðstaða.“ Umgengnin og umhirðan er það sem fer mest fyrir brjóstið á Pétri. „Við hjónin vorum rasandi. Við erum ferðafólk og þessi leiðindaumgengni er rosalega döpur. Við viljum sýna hreint land,“ segir Pétur og hugsar til erlendu ferðamannanna og útflutningsverðmætis ferðaþjónustu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er bílastæðið í Leirdal í rekstri landeigenda Ísólfsskála.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Bílastæði Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira