Kominn með Emmy og BAFTA-verðlaun í safnið: „Gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. apríl 2022 22:01 Daði hlaut verðlaunin ásamt þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi. Skjáskot/BAFTA Daði Einarsson hlaut í gær BAFTA-verðlaun fyrir myndbrellur í þáttunum Witcher. Hann segir að um krefjandi og skemmtilegt verkefni hafi verið að ræða og er með fleiri í vinnslu. Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“ BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Verðlaunaafhendingin fór fram í gær en aðrir Íslendingar sem hafa unnið til BAFTA-verðlauna eru til að mynda Ólafur Arnalds og Hildur Guðnadóttir. Ólafur hlaut verðlaunin árið 2014 fyrir tónlistina í þáttunum Broadchurch og Hildur árið 2020 fyrir kvikmyndina Joker. Daði hlaut verðlaunin ásamt fimm öðrum, þeim Gavin Round, Aleksandar Pejic, Oliver Cubbage, Stefano Pepin og Jet Omoshebi, sem gerðu myndbrellur fyrir aðra seríu Netflix þáttanna Witcher. „Þetta var bara krefjandi og skemmtilegt. Þetta var náttúrulega í miðju Covid þannig það voru margar hindranir sem við þurftum að komast í gegnum,“ segir Daði aðspurður um hvernig það var að vinna að þáttunum. Hann nefnir meðal annars að hætt hafi verið við tökur þegar þau voru að byrja og að flestir hafi verið að vinna heima hjá sér. „Það var eiginlega magnað að sjá hvað þetta fólk og þessi fyrirtæki voru fljót að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum,“ segir Daði. Daði hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en hann hlaut til að mynda Emmy verðlaun árið 2002. Hann segir BAFTA-verðlaunin þó mögulega þau skemmtilegustu. And the BAFTA for Special, Visual & Graphic Effects award goes to .The Witcher (Episode 1)!#BAFTATV pic.twitter.com/T3vZSggh7j— BAFTA (@BAFTA) April 24, 2022 „Við komum saman víða að til að vera saman þetta kvöld þannig þetta var bara mjög skemmtilegt. Það var mjög mikil spenna í kringum þetta og gaman að fara í fínu fötin og pússa sig aðeins,“ segir Daði. Hann er nú með fleiri verkefni í býgerð en þegar fréttastofa náði tali af honum í dag var hann á leiðinni í flug til Los Angeles til að vinna að annarri sjónvarpsþáttaröð. Hann segist líta framtíðina björtum augum. „Ég er náttúrulega búinn að vinna við þetta í mörg ár þannig að ég bara held áfram og það er mikið af skemmtilegum verkefnum í gangi núna,“ segir Daði. „Það er bara nóg að gera alls staðar.“
BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28 Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
Daði hlaut BAFTA-verðlaun Daði Einarsson hlaut í kvöld sjónvarpsverðlaun BAFTA í flokki „Special, Visual & Graphic effects“ fyrir fyrsta þátt af annarri þáttaröð The Witcher. 24. apríl 2022 21:28