Finnar og Svíar stefna að NATO-umsókn samtímis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. apríl 2022 21:52 Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands í Stokkhólmi á dögunum. PA-EFE/PAUL WENNERHOLM SWEDEN OUT Finnar og Svíar stefna að því að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis. Umsóknir ríkjanna gætu borist strax í næsta mánuði. Finnski fjölmiðillinn Iltalehti greinir frá þessu í kvöld þar sem fram kemur að ríkin stefni að því að sækja um aðild í maí. Ekkert hefur þó verið formlega ákveðið um aðild ríkjanna að NATO. Í frétt Iltalehti segir einnig að sænsk yfirvöld hafi óskað eftir því við finnsk yfirvöld að ríkin sendi inn umsókn á sama tíma, það er að ef finnsk yfirvöld ákveði að óska eftir aðild að NATO muni þau bíða með að senda inn umsókn þangað til að áætlanir Svía liggi fyrir. Í frétt fjölmiðilsins kemur fram að Finnar muni taka endanlega ákvörðun um aðildarumsókn á næstu dögum og vikum. Umræður um mögulega aðild hafa gengið hratt fyrir sig í Finnlandi sem mun hafa haft áhrif á umræður í Svíþjóð. Í frétt Iltalehti segir að Finnar hafi tekið vel í beiðni Svía, svo lengi sem að Svíar taki ákvörðun um aðildarumsókn fljótlega. Segir í frétt Iltalehti að umsóknir ríkjanna gætu borist þann 16. maí eða í kringum þá dagsetningu. Þá mun forseti Finna fara í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sænski fjölmiðillinn Expressen segist hafa sömu eða svipaðar upplýsingar og koma fram í frétt finnska fjölmiðilsins. Þar kemur einnig fram að yfirvöld í Svíþjóð hafi gefið í þegar kemur að því að kanna aðild að NATO. Finnar og Svíar hafa í gegnum tíðina verið hlutlaus ríki, ekki síst vegna nálægðar þeirra við Rússland. Ríkin gerðust þó samstarfsaðilar NATO skömmu eftir að þau gengu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt ríkjunum tveimur í átt að NATO-aðild, sem nú virðist vera í pípunum. Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24 Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Finnski fjölmiðillinn Iltalehti greinir frá þessu í kvöld þar sem fram kemur að ríkin stefni að því að sækja um aðild í maí. Ekkert hefur þó verið formlega ákveðið um aðild ríkjanna að NATO. Í frétt Iltalehti segir einnig að sænsk yfirvöld hafi óskað eftir því við finnsk yfirvöld að ríkin sendi inn umsókn á sama tíma, það er að ef finnsk yfirvöld ákveði að óska eftir aðild að NATO muni þau bíða með að senda inn umsókn þangað til að áætlanir Svía liggi fyrir. Í frétt fjölmiðilsins kemur fram að Finnar muni taka endanlega ákvörðun um aðildarumsókn á næstu dögum og vikum. Umræður um mögulega aðild hafa gengið hratt fyrir sig í Finnlandi sem mun hafa haft áhrif á umræður í Svíþjóð. Í frétt Iltalehti segir að Finnar hafi tekið vel í beiðni Svía, svo lengi sem að Svíar taki ákvörðun um aðildarumsókn fljótlega. Segir í frétt Iltalehti að umsóknir ríkjanna gætu borist þann 16. maí eða í kringum þá dagsetningu. Þá mun forseti Finna fara í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Sænski fjölmiðillinn Expressen segist hafa sömu eða svipaðar upplýsingar og koma fram í frétt finnska fjölmiðilsins. Þar kemur einnig fram að yfirvöld í Svíþjóð hafi gefið í þegar kemur að því að kanna aðild að NATO. Finnar og Svíar hafa í gegnum tíðina verið hlutlaus ríki, ekki síst vegna nálægðar þeirra við Rússland. Ríkin gerðust þó samstarfsaðilar NATO skömmu eftir að þau gengu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Innrás Rússa í Úkraínu hefur ýtt ríkjunum tveimur í átt að NATO-aðild, sem nú virðist vera í pípunum.
Finnland Svíþjóð Innrás Rússa í Úkraínu NATO Tengdar fréttir Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24 Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47 Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00 Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Meirihluti Svía vill í NATO Meirihluti Svía er hlynntur aðild að Atlantshafsbandalaginu samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn sem meirihluti íbúa hefur verið fylgjandi aðild að bandalaginu. 21. apríl 2022 13:24
Innganga Finna geti breytt öryggisstrúktúrnum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ef Finnar ganga í Atlantshafsbandalagið geti það að einhverju leyti breytt öryggisstrúktúrnum í Evrópu. Finnska þingið hefur umræðu í dag um hvort að sótt verði um inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 20. apríl 2022 10:47
Ísland búi sig undir hörð viðbrögð af hálfu Rússa Stjórnmálafræðiprófessor telur að Ísland þurfi að vera viðbúið því að verða fyrir barðinu á refsiaðgerðum Rússa, ef Finnland og Svíþjóð sækjast eftir aðild að NATO. Velta megi fyrir sér hvort Ísland sé „veikasti hlekkurinn í varnarkeðju NATO.“ 14. apríl 2022 12:00
Ísland myndi styðja NATO-aðild Finna Íslensk stjórnvöld munu styðja aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu, komi til þess að Finnar sæki um aðild. 19. apríl 2022 07:39