„Auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. apríl 2022 07:00 Klara Elíasdóttir söngkona talar um ferilinn, ástina, lagasmíðar, Ísland, draumana, Nylon og margt fleira í nýjasta þættinum af Einkalífinu. Vísir/Helgi Ómars „Þessi heimsfaraldur, hann breytti heiminum og hann breytti mér. Ég einhvern veginn fékk allt aðra sín á lífið, á heiminn og á sjálfa mig.“ Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Klara Elíasdóttir söngkona og lagahöfundur kom til Íslands í heimsfaraldrinum eftir margra ára búsetu í Los Angeles og ákvað í kjölfarið að flytja aftur heim. „Ég var búin að vera heima í ofboðslega stuttan tíma þegar ég áttaði mig á því að mig langaði ekkert að fara aftur til baka,“ sagði Klara um flutningana í nýjasta þættinum af Einkalífinu. „Ég kom með einhverjar tvær ferðatöskur og hugsaði að ég yrði hérna í einhverja þrjá mánuði.“ Klara réði fólk til þess að pakka búslóðinni í LA og senda hana til Íslands. Fljótlega eftir flutningana fann Klara ástina þegar hún kynntist kærasta sínum, bardagaíþróttamanninum Jeremy Aclipen. „Ég fann nýtt líf, ég fann hamingjuna.“ segir Klara í þættinum um sambandið. „Við kynntumst stuttu eftir að ég flutti heim. Hann var alls ekki ástæðan fyrir því að ég ákvað að flytja, ég var flutt og búin að koma mér fyrir. Ég er með ofboðslega fullt og hamingjusamt hjarta.“ Hjörtun brotna eins Klara vinnur að nýrri plötu á íslensku og segir að lögin sem hún semji komi frá mjög persónulegum stað. „Þessi lög sem eru búin að koma út þau koma algjörlega frá blæðandi hjarta.“ Eins og Klara hefur sagt frá áður í viðtali hér á Vísi samdi hún mikið af tónlist í mikilli ástarsorg fyrir nokkrum árum. „Það er auðveldara að semja og skapa þegar manni líður ekki vel.“ Henni þykir einstaklega vænt um að heyra að fólk tengir við lögin og textana. „Eins ólík og við erum og eins ólík og sambönd eru, þá brotna hjörtun okkar öll eins.“ Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Einkalífið Ástin og lífið Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira