Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 15:40 Guðmundur Árni Stefánsson og Rósa Guðbjartsdóttir fóru um víðan völl í Pallborðinu í dag. Oft var bæði talað með munni og höndum. Vísir/Vilhelm „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira