Hart tekist á í Pallborðinu: „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2022 15:40 Guðmundur Árni Stefánsson og Rósa Guðbjartsdóttir fóru um víðan völl í Pallborðinu í dag. Oft var bæði talað með munni og höndum. Vísir/Vilhelm „Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að,“ segir oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn segir uppbyggingu í bænum svo mikla að hann sé í daglegu tali kallaður Kranafjörður. Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi. Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar, Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri auk Sigurðar Þ. Ragnarssonar oddvita Miðflokks tókust á í Pallborðinu á Vísi í dag sem Heimir Már Pétursson stýrði. Óhætt er að segja að tekist hafi verið á í þættinum enda styttist í kosningar. Gengið verður að kjörborðinu þann 14. maí. Sigurður sagði að lítil hreyfing hefði verið á lóðum í bænum á fyrri hluta kjörtímabilsins sem nú fer að líða undir lok. Hann gaf lítið fyrir afsakanir um að staðsetningar raflínu hefði gert bænum erfitt fyrir með uppbyggingu. Miðflokkurinn hefði teflt fram lausnum í bæjarstjórn sem meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins hefði ekki hlustað á. Nú fyllist Facebook af færslum þess efnis að íbúðir spretti upp í Hafnarfirði sem Sigurður vill meina að máli falska mynd af gangi mála. „Við getum nú bara farið um bæinn Siggi minn og séð kranana. Bærinn er kallaður Kranafjörður. Það er ekkert eitthvað í framtíðinni. Það eru íbúðir sem eru komnar í sölu og eru komnar í sölu. Það eru þúsund íbúðir í byggingu núna,“ sagði Rósa. Oddvitarnir fóru um víðan völl í þættinum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Árni, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði á sínum tíma og snýr nú aftur í bæjarpólitíkina, sagði Rósu mála sykurhúðaða mynd. Leikskólamálin séu í molum, skuldir per einstakling séu himinháar og tími sé kominn fyrir jafnaðarmenn að taka til eftir íhaldið, eins og svo oft áður. „Við jafnaðarmenn að við þekkjum það að taka við af íhaldinu þegar það hefur gefist upp. Hafnfirðingar eru í rót jafnaðarmenn. Við erum tilbúin að taka bæinn upp á nýjan leik.“ Bað Guðmund um að tala ekki niður til hennar Nokkur hiti var í umræðunum og bað Rósa Guðmund í eitt skipti um að hætta að tala niður til hennar. Guðmundur kannaðist ekki við að gera neitt slíkt. „Það er dapurt að hlusta á fyrrverandi bæjarfulltrúa og bæjarstjóra í Hafnarfirði koma hingað eftir þrjátíu ár og gera lítið úr því sem er að gerast. Það þarf ekki annað en að hjóla, keyra eða ganga um. Gríðarleg uppbygging hefur átt sér stað,“ sagði Rósa. „Að segja að ekkert sé að gerast, það er ósanngjarnt.“ Reikna má með hörðum kosningaslag í Hafnarfirðinum. Vísir/Vilhelm Þá væri fyndið að segja að Samfylkingin væri að taka til eftir Sjálfstæðisflokkinn. Voru þau Guðmundur Árni og Rósa á öndverðum meiði um hver tæki til eftir hvern í Hafnarfirði. Fjöldi verkamanna hafi flutt úr bænum „Ég held að Rósa ætti að fara sér hægt að hæla sér af byggingarkrönum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður í fyrsta skipti frá 1938 var fólksfækkun í Hafnarfirði árið 2020. Tuttugu manns bættust við árið 2021. Þetta hefur aldrei gerst á okkar líftíma,“ sagði Guðmunudr Árni. „Það er erfitt að hlusta á veruleikann en hann er þessi. Þegar það er fólksfækkun í bænum þá er eitthvað mikið að.“ Rósa benti á að þessi tölfræði væri tekin saman á sama tíma og töluverður fjöldi erlendra verkamanna hefði flutt úr bænum á meðan kórónuveirufaraldurinn var í gangi.
Pallborðið Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira