Tíu þúsund tonn af þorski í strandveiðipottinum í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2022 11:13 Tíu þúsund tonn af þorksi verða í strandveiðipottinum á komandi veiðitímabili. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað reglugerð um strandveiðar þorsks fyrir komandi strandveiðitímabil. Tíu þúsund tonn af þorski eru í pottinum á tímabilinu, sem hefst í maí og varir fram í ágúst. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að ráðherra hafi bætt við 1.500 tonnum í pottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemi því 4,5 prósent og hafi ekki svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Þá segir að ákvörðun Svandísar um að auka leyfilegan heildarafla í strandveiðum sé til að festa þær enn betur í sessi en í dag fái margar fjölskyldur hluta sinna heimilistekna frá strandveiðum. Nú sé fjórtánda strandveiðisumarið að ganga í garð og grunnhugsunin að baki þeim sé að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna á möguleika fyrir þau sem ekki hafi yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi. Haft er eftir Svandísi í tilkynningunni að hún hafi fengið fjölda erinda frá strandveiðimönnum þar sem hún hafi verið hvött til að taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið þannig að verðmætasköpun verði sem mest og jafnræði landsvæða sem mest. „Þau tilmæli tek ég alvarlega og þessi ákvörðun er liður í þeirri vinnu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis,“ segir Svandís í tilkynningunni. Sá afli sem er til ráðstöfunar fyrir strandveiðar hverju sinni miðast við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og ákvörðun ráðherra um leyfilegan heildarafla. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. 14. mars 2022 08:31 Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8. mars 2022 12:36 Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda. 21. febrúar 2022 16:20 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins en þar segir að ráðherra hafi bætt við 1.500 tonnum í pottinn. Hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks nemi því 4,5 prósent og hafi ekki svo stórum hluta aflans áður verið úthlutað til strandveiða. Þá segir að ákvörðun Svandísar um að auka leyfilegan heildarafla í strandveiðum sé til að festa þær enn betur í sessi en í dag fái margar fjölskyldur hluta sinna heimilistekna frá strandveiðum. Nú sé fjórtánda strandveiðisumarið að ganga í garð og grunnhugsunin að baki þeim sé að stunda megi veiðar með ströndinni á sjálfbæran og ábyrgan hátt en jafnframt opna á möguleika fyrir þau sem ekki hafi yfir aflamarki að ráða á að reyna fyrir sér í sjávarútvegi. Haft er eftir Svandísi í tilkynningunni að hún hafi fengið fjölda erinda frá strandveiðimönnum þar sem hún hafi verið hvött til að taka til skoðunar hvernig bæta megi kerfið þannig að verðmætasköpun verði sem mest og jafnræði landsvæða sem mest. „Þau tilmæli tek ég alvarlega og þessi ákvörðun er liður í þeirri vinnu. Mikilvægt er að strandveiðar verði áfram tryggðar í þágu byggða, sjálfbærni og fæðuöryggis,“ segir Svandís í tilkynningunni. Sá afli sem er til ráðstöfunar fyrir strandveiðar hverju sinni miðast við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar og ákvörðun ráðherra um leyfilegan heildarafla.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. 14. mars 2022 08:31 Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8. mars 2022 12:36 Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda. 21. febrúar 2022 16:20 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Frjálsar strandveiðar varða mannréttindi Strandveiðikerfið í dag er miklum annmörkum háð Það heimilar aðeins veiðar í 48 daga á ári, 12 daga á mánuði frá maí til ágústs. Þá er potturinn lítill og klárast reglulega áður en strandveiðitímabilinu lýkur, með þeim afleiðingum að margir ná ekki að fullnýta veiðirétt sinn. 14. mars 2022 08:31
Stofna Strandveiðifélag Íslands til að berjast fyrir réttinum til handfæraveiða Stofnað hefur verið Strandveiðifélag Íslands en tilgangur þess verður „að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur“. 8. mars 2022 12:36
Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda. 21. febrúar 2022 16:20