Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, formanni flokks fólksins.
Brottkast hefur sést hjá um fjörutíu prósent allra báta sem flogið hefur verið yfir á dróna.
Fiskistofa vinnur nú að því að leita tölfræðilegra aðferða til að magnmeta brottkast út frá þeim gögnum sem safnað hefur verið við drónaeftirlit. Brottkast hafi mælst allt upp í 27 prósent af heildarafla eins báts í stakri veiðiferð, segir í svari ráðherra.
Fiskistofa metur, eftir þetta fyrsta ár í drónaeftirliti, að umfang ólöglegs brottkasts við Íslandsmið sé allnokkurt og mun meira en áður hefur verið talið.